Segir ríkisstjórnina bera ábyrgð á neyðarástandinu sem ríkir á Landspítala Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 19. júlí 2018 12:17 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er formaður kjaranefndar ljósmæðra. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra, segir að ríkisstjórnin beri ábyrgð á því neyðarástandi sem skapast hefur á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem nú hefur verið í gildi í um einn og hálfan sólarhring. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun áður en fundur í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara. Sáttafundurinn hófst um klukkan 11.20 en áður en samninganefndirnar komu saman funduðu þær hvor í sínu lagi. Upp úr klukkan 11:45 fóru þær síðan af fundi með sáttasemjara og funduðu aftur hvor fyrir sig. Sögðu þær lítið hægt að gefa upp um hvernig gengi í viðræðunum og það ætti eftir að koma í ljós hvernig dagurinn þróaðist. Samninganefndirnar munu aftur funda með sáttasemjara þegar þær hafa lokið við að funda hvor fyrir sig. Katrín sagði í morgun að ekki kæmi til greina af hálfu ljósmæðra að hvika frá sínum kröfum sem fela í sér 17 til 18 prósenta hækkanir þegar allt er tekið saman. Þá varpar hún ábyrgðinni á ástandinu á Landspítala á ríkisstjórnina en stjórnendur spítalans segja neyðarástand vera þar vegna yfirvinnubannsins. „Ríkisstjórnin, klárlega. Það er bara klárt mál. Ég hef menntað mig til þess að hafa val á vinnumarkaði og sjá fjölskyldu minni farboða. Við kjósum hérna ríkisstjórn og borgum skatta sem á að sjá til þess að hér sé menntakerfi og heilbrigðiskerfi og svo framvegis í landinu. Það er á ábyrgð þeirra. Ég er starfskraftur til sölu og ég er meira að segja frekar ódýr starfskraftur, en ekki eins ódýr og verið hefur, það er alveg á hreinu,“ sagði Katrín í morgun en viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra, segir að ríkisstjórnin beri ábyrgð á því neyðarástandi sem skapast hefur á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem nú hefur verið í gildi í um einn og hálfan sólarhring. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun áður en fundur í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara. Sáttafundurinn hófst um klukkan 11.20 en áður en samninganefndirnar komu saman funduðu þær hvor í sínu lagi. Upp úr klukkan 11:45 fóru þær síðan af fundi með sáttasemjara og funduðu aftur hvor fyrir sig. Sögðu þær lítið hægt að gefa upp um hvernig gengi í viðræðunum og það ætti eftir að koma í ljós hvernig dagurinn þróaðist. Samninganefndirnar munu aftur funda með sáttasemjara þegar þær hafa lokið við að funda hvor fyrir sig. Katrín sagði í morgun að ekki kæmi til greina af hálfu ljósmæðra að hvika frá sínum kröfum sem fela í sér 17 til 18 prósenta hækkanir þegar allt er tekið saman. Þá varpar hún ábyrgðinni á ástandinu á Landspítala á ríkisstjórnina en stjórnendur spítalans segja neyðarástand vera þar vegna yfirvinnubannsins. „Ríkisstjórnin, klárlega. Það er bara klárt mál. Ég hef menntað mig til þess að hafa val á vinnumarkaði og sjá fjölskyldu minni farboða. Við kjósum hérna ríkisstjórn og borgum skatta sem á að sjá til þess að hér sé menntakerfi og heilbrigðiskerfi og svo framvegis í landinu. Það er á ábyrgð þeirra. Ég er starfskraftur til sölu og ég er meira að segja frekar ódýr starfskraftur, en ekki eins ódýr og verið hefur, það er alveg á hreinu,“ sagði Katrín í morgun en viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00
Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32