Handbolti

Tíu marka skellur í fyrsta leik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sveinn Andri Sveinsson í leik með ÍR.
Sveinn Andri Sveinsson í leik með ÍR. vísir/ernir
Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri fékk tíu marka rassskell, 29-19, gegn Rúmeníu í fyrsta leik liðsins á EM 2020 í dag sem fram fer í Slóveníu.

Íslensku strákarnir byrjuðu hræðilega og voru 10-2 undir þegar að fyrri hálfleikurinn var hálfnaður og það var alltof stór hola til að koma sér upp úr.

Haukamaðurinn Orri Þorkelsson skoraði þrjú mörk úr þreur skotum í leiknum og var markahæstur ásamt Víkingnum Birgi Erni Birgisson sem FH keypti á dögunum. Hann skoraði þrjú mörk í sjö skotum.

Eyjamaðurinn Daníel Griffin skoraði tvö mörk líkt og Birgir Jónsson en aðrir minna. Leikstjórnandinn Sveinn Andri Sveinsson, sem fór á kostum með ÍR í Olís-deildinni síðasta vetur, átti erfiðan dag á skrifstofunni og skorðai aðeins eitt mark úr sjö skotum.

Ísland er í mjög erfiðum riðli og á eftir leiki á móti Þýskalandi og Svíþjóð sem að skildu jöfn, 22-22, fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×