Sólarleysi í júní þýðir ekki sólarleysi í júlí Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2018 13:15 Ekki algeng sjón á höfuðborgarsvæðinu í sumar Fréttablaðið/Ernir „Ekkert samband er á milli sólskinsstundafjölda í júní og júlí,“ segir veðurfræðingurinn Trausti Jónsson sem rýnir í sólsskinsstundir í júní og júlí á höfuðborgarsvæðinu í nýrri færslu á bloggsíðu hans.Líkt og fram hefur komið bendir allt til þess að ekki hafi verið minni sól í júní í Reykjavík í 100 ár. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa margir hverjir flúið sólarleysið og segja forsvarsmenn ferðaskrifstofa merkja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum. Þá virðast margir einnig sækja í sólin á Austurland en þar, sem og á Norðausturlandi, hefur veðrið leikið við íbúa.Trausti segir þó að sólarleysið á höfuðborgarsvæðinu sé ekkert einsdæmi, viðlíka ástand hafi komið upp áður og muni láta á sér kræla aftur síðar.Sólskinsstundir í júní í Reykjavík 1911-2018Mynd/Trausti JónssonTil þess að sýna fram á það birtir Trausti línurit þar sem sést að mikill munur er á sólskinsstundafjöldanum í júní frá ári til árs. Helst sé að greina ákveðinn öldugang á áratugafresti en algengt var að sólskinsstundir væru fáar í júní allt frá því skömmu fyrir 1960 og fram um 1990. Ekkert segi þetta þó um framtíðina og bendir Trausti á að sólarrýrum júní geti hvort sem er fylgt sólskinsjúlí eða áframhaldandi sólarleysi, og birtir hann aðra mynd til þess að sýna fram á það. „Árið 1921 voru bæði júní og júlí sólarrýrir, svipað má e.t.v. segja um 1914, en sólskinsstundafjöldi tók vel við sér í júlí bæði árið 1986 og 1988 eftir sérlega daufa júnímánuði. Það eina sem á enn eftir að gerast er að sérlega sólskinsrýr júlí fylgi sólskinsjúní. Svæðið sem greinir frá slíkum atburðum er autt á myndinni.“Færslu Trausta má lesa hér.Sólskinsstundir í júní og júlí í Reykjavík.Mynd/Trausti JónssonAðeins fimm til sex þurrir dagar á 62 daga tímabili Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur pælir sömuleiðis í tíðarfarinu á Facebook-síðu sinni. Bendir hann á að S- og SV-átt hafi verið ríkjandi allt frá mánaðarmótunum apríl/maí. Lægðargangur hafi verið við landið og úrkomusamt suðvestan- og vestanlands. „Tímabilið slitnaði í sundur í nokkra daga eða frá 31. maí til 5. júní þegar háþrýstisvæði var við landið. Eins gerði N-átt í eins og einn dag 18.-19. júní,“ segir Einar í færslu sinni. „Samanlögð úrkoma í maí og júní í Reykjavík er mjög mikil eða 243 mm. Við verðum að hafa í huga að alla jafna eru þetta þurrustu mánuðir ársins, í það minnsta maí. Hæstu sambærilegu gildi sem ég finn í úrkomugagnaröðum Reykjavíkur allt frá 1920 eru annars vegar 167 mm frá 1970 og 166 mm frá 1989. Þarna munar mjög miklu og rigningin þetta vorið er mjög afgerandi í Reykjavík í sögulegu mælingasamhengi.“ Ríkjandi vindar hafi mest um að segja þegar úrkomumagn og fjöldi blautra daga sé annars vegar. Alveg þurrir dagar voru aðeins 5 eða 6 í Reykjavík frá 30. apríl til 30. júní (62 dagar). Vindur á milli SA og SV hefur verið nær einráður suðvestanlands. Veður Tengdar fréttir Íslendingar flykkjast í ljósabekkina í vætutíð Nóg er að gera á sólbaðsstofum. Virðist mikill munur frá því í fyrra. Þeir sem ekki hafa sótt ljósabekki í áraraðir og jafnvel nýgræðingar flykkjast í ljós sökum sólarleysis á landinu. Rigningartíð heldur áfram að mestu nema á 30. júní 2018 07:00 Kólnar í vikunni Þó ótrúlegt megi virðast gerir Veðurstofan áfram ráð fyrir vætu sunnan- og vestantil á landinu. 2. júlí 2018 07:05 Lítilla breytinga að vænta í veðrinu á næstunni Á morgun hlýnar aftur norðaustantil eftir skammvinna kólnun og vætu, 1. júlí 2018 08:45 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
„Ekkert samband er á milli sólskinsstundafjölda í júní og júlí,“ segir veðurfræðingurinn Trausti Jónsson sem rýnir í sólsskinsstundir í júní og júlí á höfuðborgarsvæðinu í nýrri færslu á bloggsíðu hans.Líkt og fram hefur komið bendir allt til þess að ekki hafi verið minni sól í júní í Reykjavík í 100 ár. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa margir hverjir flúið sólarleysið og segja forsvarsmenn ferðaskrifstofa merkja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum. Þá virðast margir einnig sækja í sólin á Austurland en þar, sem og á Norðausturlandi, hefur veðrið leikið við íbúa.Trausti segir þó að sólarleysið á höfuðborgarsvæðinu sé ekkert einsdæmi, viðlíka ástand hafi komið upp áður og muni láta á sér kræla aftur síðar.Sólskinsstundir í júní í Reykjavík 1911-2018Mynd/Trausti JónssonTil þess að sýna fram á það birtir Trausti línurit þar sem sést að mikill munur er á sólskinsstundafjöldanum í júní frá ári til árs. Helst sé að greina ákveðinn öldugang á áratugafresti en algengt var að sólskinsstundir væru fáar í júní allt frá því skömmu fyrir 1960 og fram um 1990. Ekkert segi þetta þó um framtíðina og bendir Trausti á að sólarrýrum júní geti hvort sem er fylgt sólskinsjúlí eða áframhaldandi sólarleysi, og birtir hann aðra mynd til þess að sýna fram á það. „Árið 1921 voru bæði júní og júlí sólarrýrir, svipað má e.t.v. segja um 1914, en sólskinsstundafjöldi tók vel við sér í júlí bæði árið 1986 og 1988 eftir sérlega daufa júnímánuði. Það eina sem á enn eftir að gerast er að sérlega sólskinsrýr júlí fylgi sólskinsjúní. Svæðið sem greinir frá slíkum atburðum er autt á myndinni.“Færslu Trausta má lesa hér.Sólskinsstundir í júní og júlí í Reykjavík.Mynd/Trausti JónssonAðeins fimm til sex þurrir dagar á 62 daga tímabili Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur pælir sömuleiðis í tíðarfarinu á Facebook-síðu sinni. Bendir hann á að S- og SV-átt hafi verið ríkjandi allt frá mánaðarmótunum apríl/maí. Lægðargangur hafi verið við landið og úrkomusamt suðvestan- og vestanlands. „Tímabilið slitnaði í sundur í nokkra daga eða frá 31. maí til 5. júní þegar háþrýstisvæði var við landið. Eins gerði N-átt í eins og einn dag 18.-19. júní,“ segir Einar í færslu sinni. „Samanlögð úrkoma í maí og júní í Reykjavík er mjög mikil eða 243 mm. Við verðum að hafa í huga að alla jafna eru þetta þurrustu mánuðir ársins, í það minnsta maí. Hæstu sambærilegu gildi sem ég finn í úrkomugagnaröðum Reykjavíkur allt frá 1920 eru annars vegar 167 mm frá 1970 og 166 mm frá 1989. Þarna munar mjög miklu og rigningin þetta vorið er mjög afgerandi í Reykjavík í sögulegu mælingasamhengi.“ Ríkjandi vindar hafi mest um að segja þegar úrkomumagn og fjöldi blautra daga sé annars vegar. Alveg þurrir dagar voru aðeins 5 eða 6 í Reykjavík frá 30. apríl til 30. júní (62 dagar). Vindur á milli SA og SV hefur verið nær einráður suðvestanlands.
Veður Tengdar fréttir Íslendingar flykkjast í ljósabekkina í vætutíð Nóg er að gera á sólbaðsstofum. Virðist mikill munur frá því í fyrra. Þeir sem ekki hafa sótt ljósabekki í áraraðir og jafnvel nýgræðingar flykkjast í ljós sökum sólarleysis á landinu. Rigningartíð heldur áfram að mestu nema á 30. júní 2018 07:00 Kólnar í vikunni Þó ótrúlegt megi virðast gerir Veðurstofan áfram ráð fyrir vætu sunnan- og vestantil á landinu. 2. júlí 2018 07:05 Lítilla breytinga að vænta í veðrinu á næstunni Á morgun hlýnar aftur norðaustantil eftir skammvinna kólnun og vætu, 1. júlí 2018 08:45 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Íslendingar flykkjast í ljósabekkina í vætutíð Nóg er að gera á sólbaðsstofum. Virðist mikill munur frá því í fyrra. Þeir sem ekki hafa sótt ljósabekki í áraraðir og jafnvel nýgræðingar flykkjast í ljós sökum sólarleysis á landinu. Rigningartíð heldur áfram að mestu nema á 30. júní 2018 07:00
Kólnar í vikunni Þó ótrúlegt megi virðast gerir Veðurstofan áfram ráð fyrir vætu sunnan- og vestantil á landinu. 2. júlí 2018 07:05
Lítilla breytinga að vænta í veðrinu á næstunni Á morgun hlýnar aftur norðaustantil eftir skammvinna kólnun og vætu, 1. júlí 2018 08:45