Náðu mynd af nýfæddri reikistjörnu í fyrsta sinn Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2018 13:04 Reikistjarnan kemur fram sem bjartur blettur hægra megin við svarta miðju myndarinnar. Vísindamennirnir notuðu svonefnda kórónusjá til þess að hylja ljósið frá stjörnunni í miðju nýja sólkerfisins til þess að þeir gætu séð efnisskífuna og reikistjörnuna sem annars hyrfu í glýju stjörnunnar. ESO/A. Müller et al. Stjörnufræðingar hafa náð því sem þeir telja fyrstu staðfestu myndinni af reikistjörnu í mótun á braut um nýja stjörnu. Mælingar benda til þess að reikistjarnan sé gasrisi með skýjaðan lofthjúp. Fjarreikistjarnan er á braut um PDS 70, unga dvergstjörnu, að því er segir í frétt á vef ESO, evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli. Stjarnan er svo ung að hún er enn umkringd ryk- og gasskífu sem reikistjarnan plægir sig í gegnum. Myndinni af reikistjörninni, sem hlotið hefur nafnið PDS 70b, náðu vísindamenn við Max Planck-stjörnufræðistofnunina í Þýskalandi, með SPHERE-reikistjörnuleitartækinu á VLT-sjónauka ESO í Síle. Þetta er í fyrsta skipti sem vísindamenn hafa getað staðfest að þeir hafi komið auga á reikistjörnu í myndun í rykskífu í kringum stjörnu. PDS 70b er um þrjá milljarða kílómetra frá móðurstjörnu sinni, um það bil jafnlangt og fjarlægðin á milli sólarinnar og Úranusar. Reikistjarnan er nokkrum sinnum efnismeiri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Hitinn við yfirborð gasrisans er talinn um 1.000°C. Það er margfalt heitara en á Venusi, heitustu reikistjörnunni í okkar sólkerfi. Í frétt Space.com kemur fram að móðurstjarnan sé um 5,4 milljóna ára gömul. Hún er í um 370 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Athuganirnar geta hjálpað stjörnufræðingum að skilja betur hvernig reikistjörnur myndast úr efnisskífum sem þessari. Eftir að vísindamennirnir komust að eiginleikum reikistjörnunnar gátu þeir prófað kennileg líkön sem skýra myndun reikistjarna. „Við urðum að gera mælingar á reikistjörnunni í skífunni til að skilja betur ferlin sem liggja að baki myndun hennar,“ segir André Müller, einn þeirra sem hafði umsjón með mælingunum. Vísindi Tengdar fréttir Vísbendingar um fyrsta fjartunglið í fjarlægu sólkerfi Fjartungl sem vísindamenn hafa séð vísbendingar um gæti verið á stærð við Neptúnus, margfalt stærri en nokkurt tungl í sólkerfinu okkar. Tungl eru talin mikilvæg fyrir lífvænleika reikistjarna en ekkert slíkt hefur fundist utan sólkerfis okkar enn sem komið er. 28. júlí 2017 15:37 Hefja leit að fjarreikistjörnum í bakgarði okkar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. 16. apríl 2018 17:00 Bæta tæknina til að finna fjarlægar jarðir Guðmundur Kári Stefánsson vinnur að því að gera mælitæki nákvæmari svo hægt verði að finna lífvænlega hnetti á braut um aðrar stjörnur. 26. september 2017 21:00 Mögulega lífvænlegur hnöttur í rólegu hverfi Fjarreikistjarnan Ross 128b er á stærð við jörðina og á braut um stjörnu sem gæti hentað betur fyrir möguleikann á lífi en margar aðrar sem fundist hafa fram að þessu. 16. nóvember 2017 16:00 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Stjörnufræðingar hafa náð því sem þeir telja fyrstu staðfestu myndinni af reikistjörnu í mótun á braut um nýja stjörnu. Mælingar benda til þess að reikistjarnan sé gasrisi með skýjaðan lofthjúp. Fjarreikistjarnan er á braut um PDS 70, unga dvergstjörnu, að því er segir í frétt á vef ESO, evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli. Stjarnan er svo ung að hún er enn umkringd ryk- og gasskífu sem reikistjarnan plægir sig í gegnum. Myndinni af reikistjörninni, sem hlotið hefur nafnið PDS 70b, náðu vísindamenn við Max Planck-stjörnufræðistofnunina í Þýskalandi, með SPHERE-reikistjörnuleitartækinu á VLT-sjónauka ESO í Síle. Þetta er í fyrsta skipti sem vísindamenn hafa getað staðfest að þeir hafi komið auga á reikistjörnu í myndun í rykskífu í kringum stjörnu. PDS 70b er um þrjá milljarða kílómetra frá móðurstjörnu sinni, um það bil jafnlangt og fjarlægðin á milli sólarinnar og Úranusar. Reikistjarnan er nokkrum sinnum efnismeiri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Hitinn við yfirborð gasrisans er talinn um 1.000°C. Það er margfalt heitara en á Venusi, heitustu reikistjörnunni í okkar sólkerfi. Í frétt Space.com kemur fram að móðurstjarnan sé um 5,4 milljóna ára gömul. Hún er í um 370 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Athuganirnar geta hjálpað stjörnufræðingum að skilja betur hvernig reikistjörnur myndast úr efnisskífum sem þessari. Eftir að vísindamennirnir komust að eiginleikum reikistjörnunnar gátu þeir prófað kennileg líkön sem skýra myndun reikistjarna. „Við urðum að gera mælingar á reikistjörnunni í skífunni til að skilja betur ferlin sem liggja að baki myndun hennar,“ segir André Müller, einn þeirra sem hafði umsjón með mælingunum.
Vísindi Tengdar fréttir Vísbendingar um fyrsta fjartunglið í fjarlægu sólkerfi Fjartungl sem vísindamenn hafa séð vísbendingar um gæti verið á stærð við Neptúnus, margfalt stærri en nokkurt tungl í sólkerfinu okkar. Tungl eru talin mikilvæg fyrir lífvænleika reikistjarna en ekkert slíkt hefur fundist utan sólkerfis okkar enn sem komið er. 28. júlí 2017 15:37 Hefja leit að fjarreikistjörnum í bakgarði okkar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. 16. apríl 2018 17:00 Bæta tæknina til að finna fjarlægar jarðir Guðmundur Kári Stefánsson vinnur að því að gera mælitæki nákvæmari svo hægt verði að finna lífvænlega hnetti á braut um aðrar stjörnur. 26. september 2017 21:00 Mögulega lífvænlegur hnöttur í rólegu hverfi Fjarreikistjarnan Ross 128b er á stærð við jörðina og á braut um stjörnu sem gæti hentað betur fyrir möguleikann á lífi en margar aðrar sem fundist hafa fram að þessu. 16. nóvember 2017 16:00 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Vísbendingar um fyrsta fjartunglið í fjarlægu sólkerfi Fjartungl sem vísindamenn hafa séð vísbendingar um gæti verið á stærð við Neptúnus, margfalt stærri en nokkurt tungl í sólkerfinu okkar. Tungl eru talin mikilvæg fyrir lífvænleika reikistjarna en ekkert slíkt hefur fundist utan sólkerfis okkar enn sem komið er. 28. júlí 2017 15:37
Hefja leit að fjarreikistjörnum í bakgarði okkar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. 16. apríl 2018 17:00
Bæta tæknina til að finna fjarlægar jarðir Guðmundur Kári Stefánsson vinnur að því að gera mælitæki nákvæmari svo hægt verði að finna lífvænlega hnetti á braut um aðrar stjörnur. 26. september 2017 21:00
Mögulega lífvænlegur hnöttur í rólegu hverfi Fjarreikistjarnan Ross 128b er á stærð við jörðina og á braut um stjörnu sem gæti hentað betur fyrir möguleikann á lífi en margar aðrar sem fundist hafa fram að þessu. 16. nóvember 2017 16:00