Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2018 16:26 Síminn var sektaður um níu milljónir króna vegna brotsins. Vísir/Vilhelm Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Stofnunin sektaði Símann um níu milljónir króna vegna brotsins. Forsaga málsins er sú að Síminn stöðvaði dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans yfir kerfi Vodafone 1. október árið 2015. Í ákvörðun PFS er rakið að þeir sem vildu kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans, svonefndu Sjónvarpi Símans Premium, hafa því síðan þurft að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu varð þar með eingöngu í boði í gegnum dreifikerfi Símans og nær eingöngu á neti Mílu. Sýn hf., eigandi Vodafone, og Gagnaveita Reykjavíkur kvörtuðu yfir þessu til PFS. Síminn og Míla mótmæltu því að hafa brotið af sér. PFS átelur Símann fyrir skort á samningsvilja gagnvart Vodafone til að semja um lausn á dreifingu efnisins frá því að fyrirtækið stöðvaði hana fyrir tæpum þremur árum. Síminn hefði að einhverju leyti getað takmarkað skaðleg áhrif á Gagnaveituna í samkeppni við Mílu með því að ná samningi um aðgang að ljósleiðaraneti hennar áður en Síminn réðst í breytingarnar. Síminn hafi ekki komið fram með sanngjarna og eðlilega aðgangsbeiðni að neti Gagnaveitunnar. Með því að takmarka dreifingu sjónvarpsefnisins við tengt fjarskiptafyrirtæki taldi PFS að Síminn hefði brotið gegn bannákvæði 45. greinar fjölmiðlalaga. Ákvæðinu væri ætlað að gera notendum kleift að velja bæði myndefni og fjarskiptafyrirtæki án þess að binda sig í viðskiptum við eitt tiltekið fjarskiptafyrirtæki með því að koma í veg fyrir að fyrirtæki sem hafa bæði yfir að ráða myndefni og fjarskiptanetum misnoti þá aðstöðu sína. Þá væri markmiðið að brjóta upp slíkt lóðrétt eignarhald á efni og dreifingu, þar sem hvati gæti verið fyrir einstaka fjölmiðlaþjónustuveitendur að reyna að beina viðskiptavinum sínum að tengdu fjarskiptafyrirtæki.Aðeins deilt um ólínulegt efni Í ákvörðun PFS kemur fram að aðeins hafi verið deilt um ólínulega myndmiðlun; tímaflakk, frelsi og leigu á myndefni. Línulegt sjónvarp Símans nái til allra sjónvarpsdreifikerfa og er tiltækt á fjarskiptanetum allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi. Síminn taldi að bannið við því að beina viðskiptum að tengdu fjarskiptafyrirtæki ætti aðeins við um línulega miðlun en PFS hafnaði þeirri túlkun. PFS taldi jafnframt að þó að Síminn hefði flutt þjónustu sína yfir net Gagnaveitunnar hefði það eitt og sér hefði ekki komið í veg fyrir brotið, því ólínulega myndefnið, Sjónvarp Símans Premium, væri enn einungis dreift yfir IPTV-kerfi og myndlykla Símans. Þar hefði með nokkrum hætti brot Símans verið yfirfært á net Gagnaveitunnar. Níu milljón króna stjórnvaldssektin rennur í ríkissjóðs. Hámarks sektarheimild vegna brotins er tíu milljónir króna.Vísir er í eigu Sýnar hf. sem einnig á Vodafone. Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Stofnunin sektaði Símann um níu milljónir króna vegna brotsins. Forsaga málsins er sú að Síminn stöðvaði dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans yfir kerfi Vodafone 1. október árið 2015. Í ákvörðun PFS er rakið að þeir sem vildu kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans, svonefndu Sjónvarpi Símans Premium, hafa því síðan þurft að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu varð þar með eingöngu í boði í gegnum dreifikerfi Símans og nær eingöngu á neti Mílu. Sýn hf., eigandi Vodafone, og Gagnaveita Reykjavíkur kvörtuðu yfir þessu til PFS. Síminn og Míla mótmæltu því að hafa brotið af sér. PFS átelur Símann fyrir skort á samningsvilja gagnvart Vodafone til að semja um lausn á dreifingu efnisins frá því að fyrirtækið stöðvaði hana fyrir tæpum þremur árum. Síminn hefði að einhverju leyti getað takmarkað skaðleg áhrif á Gagnaveituna í samkeppni við Mílu með því að ná samningi um aðgang að ljósleiðaraneti hennar áður en Síminn réðst í breytingarnar. Síminn hafi ekki komið fram með sanngjarna og eðlilega aðgangsbeiðni að neti Gagnaveitunnar. Með því að takmarka dreifingu sjónvarpsefnisins við tengt fjarskiptafyrirtæki taldi PFS að Síminn hefði brotið gegn bannákvæði 45. greinar fjölmiðlalaga. Ákvæðinu væri ætlað að gera notendum kleift að velja bæði myndefni og fjarskiptafyrirtæki án þess að binda sig í viðskiptum við eitt tiltekið fjarskiptafyrirtæki með því að koma í veg fyrir að fyrirtæki sem hafa bæði yfir að ráða myndefni og fjarskiptanetum misnoti þá aðstöðu sína. Þá væri markmiðið að brjóta upp slíkt lóðrétt eignarhald á efni og dreifingu, þar sem hvati gæti verið fyrir einstaka fjölmiðlaþjónustuveitendur að reyna að beina viðskiptavinum sínum að tengdu fjarskiptafyrirtæki.Aðeins deilt um ólínulegt efni Í ákvörðun PFS kemur fram að aðeins hafi verið deilt um ólínulega myndmiðlun; tímaflakk, frelsi og leigu á myndefni. Línulegt sjónvarp Símans nái til allra sjónvarpsdreifikerfa og er tiltækt á fjarskiptanetum allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi. Síminn taldi að bannið við því að beina viðskiptum að tengdu fjarskiptafyrirtæki ætti aðeins við um línulega miðlun en PFS hafnaði þeirri túlkun. PFS taldi jafnframt að þó að Síminn hefði flutt þjónustu sína yfir net Gagnaveitunnar hefði það eitt og sér hefði ekki komið í veg fyrir brotið, því ólínulega myndefnið, Sjónvarp Símans Premium, væri enn einungis dreift yfir IPTV-kerfi og myndlykla Símans. Þar hefði með nokkrum hætti brot Símans verið yfirfært á net Gagnaveitunnar. Níu milljón króna stjórnvaldssektin rennur í ríkissjóðs. Hámarks sektarheimild vegna brotins er tíu milljónir króna.Vísir er í eigu Sýnar hf. sem einnig á Vodafone.
Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira