„Þetta er besta hugmynd Bandaríkjanna“ Jill Esposito skrifar 4. júlí 2018 07:00 Á hundrað ára fullveldisafmæli Íslands gefst landsmönnum gott tækifæri til að leiða hugann sérstaklega að því sem þjóðin er stoltust af: jafnrétti kynjanna, endurnýjanlegri orku og sjálfbærni, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkin fagna 242 ára sjálfstæðisafmæli sínu í þessari viku og við Bandaríkjamenn getum einnig verið stoltir af því sem við höfum lagt af mörkum til heimsins. Mörg þekktustu kennileita Bandaríkjanna, svo sem Miklagljúfur (Grand Canyon) og Gateway-boginn í St. Louis, eru hluti af þjóðgarðakerfinu okkar, sem er oft kallað „besta hugmynd Bandaríkjanna“. Í sumar mun sendiráð Bandaríkjanna standa fyrir herferð til að kynna starfsemi og hugmyndafræði bandarískra þjóðgarða fyrir Íslendingum og styrkja um leið mikil og góð tengsl þjóðanna tveggja. Yellowstone-þjóðgarðurinn var stofnaður árið 1872 og allar götur síðan hafa Bandaríkin verið talsmenn hugmyndafræðinnar um þjóðgarða víðsvegar um heiminn. Þjóðgarðar eru einkennandi fyrir bandarísku gildin jafnrétti og lýðræði. Eins og Franklin Roosevelt forseti sagði: „Grundvallarhugmyndin á bak við þjóðgarðana er sú að landið tilheyri fólkinu.“ Þjóðgarðakerfið tekur nú til yfir 400 svæða í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna. Á síðasta ári komu um það bil 330 milljónir gesta frá öllum heimshornum í bandaríska þjóðgarða. Þetta olli gríðarlegu álagi á vegakerfið og alla aðstöðu og þjónustu á þjóðgarðasvæðunum. Í byggðunum næst þjóðgörðunum á sér nú stað samfélagsumræða um æskilegasta jafnvægið á milli jákvæðra áhrifa ferðaþjónustu og álagsins sem ferðamenn valda á innviði samfélagsins. Þetta hljómar eflaust kunnuglega í eyrum Íslendinga. Raunar hefur reynsla okkar af rekstri þjóðgarða orðið hvati að ýmsum spennandi samstarfsverkefnum milli Íslands og sendiráðsins okkar. Með þessum verkefnum vonumst við til að geta aðstoðað Íslendinga við að leita lausna á einu brýnasta vandamálinu hér á Íslandi: að verja ósnortið víðerni fyrir álaginu sem fylgir komu stórra hópa áhugasamra ferðamanna. Sem dæmi má nefna að á síðasta ári setti sendiráð Bandaríkjanna á laggirnar verkefni í samstarfi við Landvernd, frjáls félagasamtök á sviði umhverfismála. Verkefnið kallast CARE og markmiðið er að fá ferðamenn til að gróðursetja tré og leggja þannig sitt af mörkum við að byggja upp íslensku skóglendin. Ferðamenn koma hingað vegna þess að þeir vilja upplifa og auðga náttúrulega fegurð Íslands og CARE nýtir sér þennan áhuga. Síðasta haust bauð sendiráðið mörgum af lykilstjórnendum í íslenskri ferðaþjónustu í heimsókn til Bandaríkjanna, þar sem gestirnir skoðuðu meðal annars Acadia-þjóðgarðinn í Maine-ríki. Acadia er svæði sem einkennist af hrjóstrugu landslagi og á næsta leiti er bærinn Bar Harbor, með um það bil 6.000 íbúa, en þangað komu 3,5 milljónir ferðamanna á síðasta ári. Er þetta ekki eitthvað sem hljómar kunnuglega fyrir Íslendingum? Við vonum að íslensku gestirnir hafi fengið hugmyndir um hvernig hægt er að takast á við svipaðar áskoranir, á sjálfbærari hátt, með því að kynna sér byrjunarörðugleikana sem Acadia hefur þurft að takast á við. Eftir þessi vel heppnuðu verkefni lá beinast við að næsta skref yrði formleg tenging Þjóðgarðastofnunar Bandaríkjanna við samsvarandi aðila á Íslandi. Sérfræðingar frá Þjóðgarðastofnuninni stefna á heimsókn til Reykjavíkur í haust og hafa jafnframt boðið íslenskum samstarfsaðilum sínum til Bandaríkjanna til að halda samtalinu áfram þar. Aðilar í báðum löndum hafa rætt saman í gegnum Skype um nokkurra mánaða skeið og eru allir spenntir fyrir væntanlegu samstarfi, þar sem reynsla beggja landa af góðum starfsvenjum verður kynnt og rædd. Þetta verður spennandi ár! Fylgist með sendiráðinu á samfélagsmiðlum til að fá fleiri fréttir, þar á meðal tilkynningar um opna viðburði þar sem starfsemi þjóðgarðanna verður kynnt sérstaklega. Að lokum sendir sendiráð Bandaríkjanna ykkur hlýjar kveðjur og hvatningu til að heimsækja og kynnast þjóðgörðum Bandaríkjanna af eigin raun.Höfundur er starfandi sendiherra Bandaríkjanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Á hundrað ára fullveldisafmæli Íslands gefst landsmönnum gott tækifæri til að leiða hugann sérstaklega að því sem þjóðin er stoltust af: jafnrétti kynjanna, endurnýjanlegri orku og sjálfbærni, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkin fagna 242 ára sjálfstæðisafmæli sínu í þessari viku og við Bandaríkjamenn getum einnig verið stoltir af því sem við höfum lagt af mörkum til heimsins. Mörg þekktustu kennileita Bandaríkjanna, svo sem Miklagljúfur (Grand Canyon) og Gateway-boginn í St. Louis, eru hluti af þjóðgarðakerfinu okkar, sem er oft kallað „besta hugmynd Bandaríkjanna“. Í sumar mun sendiráð Bandaríkjanna standa fyrir herferð til að kynna starfsemi og hugmyndafræði bandarískra þjóðgarða fyrir Íslendingum og styrkja um leið mikil og góð tengsl þjóðanna tveggja. Yellowstone-þjóðgarðurinn var stofnaður árið 1872 og allar götur síðan hafa Bandaríkin verið talsmenn hugmyndafræðinnar um þjóðgarða víðsvegar um heiminn. Þjóðgarðar eru einkennandi fyrir bandarísku gildin jafnrétti og lýðræði. Eins og Franklin Roosevelt forseti sagði: „Grundvallarhugmyndin á bak við þjóðgarðana er sú að landið tilheyri fólkinu.“ Þjóðgarðakerfið tekur nú til yfir 400 svæða í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna. Á síðasta ári komu um það bil 330 milljónir gesta frá öllum heimshornum í bandaríska þjóðgarða. Þetta olli gríðarlegu álagi á vegakerfið og alla aðstöðu og þjónustu á þjóðgarðasvæðunum. Í byggðunum næst þjóðgörðunum á sér nú stað samfélagsumræða um æskilegasta jafnvægið á milli jákvæðra áhrifa ferðaþjónustu og álagsins sem ferðamenn valda á innviði samfélagsins. Þetta hljómar eflaust kunnuglega í eyrum Íslendinga. Raunar hefur reynsla okkar af rekstri þjóðgarða orðið hvati að ýmsum spennandi samstarfsverkefnum milli Íslands og sendiráðsins okkar. Með þessum verkefnum vonumst við til að geta aðstoðað Íslendinga við að leita lausna á einu brýnasta vandamálinu hér á Íslandi: að verja ósnortið víðerni fyrir álaginu sem fylgir komu stórra hópa áhugasamra ferðamanna. Sem dæmi má nefna að á síðasta ári setti sendiráð Bandaríkjanna á laggirnar verkefni í samstarfi við Landvernd, frjáls félagasamtök á sviði umhverfismála. Verkefnið kallast CARE og markmiðið er að fá ferðamenn til að gróðursetja tré og leggja þannig sitt af mörkum við að byggja upp íslensku skóglendin. Ferðamenn koma hingað vegna þess að þeir vilja upplifa og auðga náttúrulega fegurð Íslands og CARE nýtir sér þennan áhuga. Síðasta haust bauð sendiráðið mörgum af lykilstjórnendum í íslenskri ferðaþjónustu í heimsókn til Bandaríkjanna, þar sem gestirnir skoðuðu meðal annars Acadia-þjóðgarðinn í Maine-ríki. Acadia er svæði sem einkennist af hrjóstrugu landslagi og á næsta leiti er bærinn Bar Harbor, með um það bil 6.000 íbúa, en þangað komu 3,5 milljónir ferðamanna á síðasta ári. Er þetta ekki eitthvað sem hljómar kunnuglega fyrir Íslendingum? Við vonum að íslensku gestirnir hafi fengið hugmyndir um hvernig hægt er að takast á við svipaðar áskoranir, á sjálfbærari hátt, með því að kynna sér byrjunarörðugleikana sem Acadia hefur þurft að takast á við. Eftir þessi vel heppnuðu verkefni lá beinast við að næsta skref yrði formleg tenging Þjóðgarðastofnunar Bandaríkjanna við samsvarandi aðila á Íslandi. Sérfræðingar frá Þjóðgarðastofnuninni stefna á heimsókn til Reykjavíkur í haust og hafa jafnframt boðið íslenskum samstarfsaðilum sínum til Bandaríkjanna til að halda samtalinu áfram þar. Aðilar í báðum löndum hafa rætt saman í gegnum Skype um nokkurra mánaða skeið og eru allir spenntir fyrir væntanlegu samstarfi, þar sem reynsla beggja landa af góðum starfsvenjum verður kynnt og rædd. Þetta verður spennandi ár! Fylgist með sendiráðinu á samfélagsmiðlum til að fá fleiri fréttir, þar á meðal tilkynningar um opna viðburði þar sem starfsemi þjóðgarðanna verður kynnt sérstaklega. Að lokum sendir sendiráð Bandaríkjanna ykkur hlýjar kveðjur og hvatningu til að heimsækja og kynnast þjóðgörðum Bandaríkjanna af eigin raun.Höfundur er starfandi sendiherra Bandaríkjanna
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar