Skoðanir, staðreyndir og þriggja ára stúdentspróf Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 4. júlí 2018 07:00 Einn af föstum dálkum Fréttablaðsins eru Bakþankarnir sem birtast daglega á öftustu síðu blaðsins. Þar hefur hópur höfunda frjálsar hendur til að fjalla með sínum hætti um þau málefni sem þeim eru efst í huga hverju sinni. Eins og gefur að skilja eru pistlarnir mismunandi bæði að efni og gæðum enda ekki heiglum hent að ryðja út úr sér áhugaverðum dálki einu sinni í viku. Einn af þessum höfundum er Sirrý Hallgrímsdóttir. Hún er greinilega innmúruð og -vígð í Sjálfstæðisflokkinn því margir pistla hennar fjalla um viðfangsefni tengd flokknum. Hún hefur gjarna þann háttinn á að búa til strámann úr andstæðingi sínum, leggja honum skoðanir í munn og hrekja þær síðan. Þetta er pottþétt aðferð til að hafa betur í rökræðum en virkar því miður aðeins gagnvart þeim sem eru sama sinnis og höfundur. Hjá öðrum veldur hún aðeins aulahrolli. Nýjasta áhugamál Sirrýjar er niðurskurður Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, á stúdentsprófinu í þrjú ár. Í síðasta pistli sínum byrjar hún á því að benda á þá stöðu sem komin er upp í Bandaríkjunum þar sem um 75% manna eru ófær um að greina á milli skoðana og staðreynda. Því næst snýr hún sér að Fréttastofu Ríkisútvarpsins og gagnrýnir hana fyrir að greina frá neikvæðum skoðunum ýmissa aðila sem tengjast framhaldsskólanum á þriggja ára stúdentsprófinu í fréttatíma þar sem menn töldu að vinnuálag hefði aukist til muna. Sirrý segir réttilega að þetta séu skoðanir. Síðan bendir hún á að í öðrum fjölmiðlum hafi verið fréttir um að þriggja ára stúdentspróf í Verslunarskólanum hafi komið vel út og að könnun meðal nemenda sýni að þeim finnist vinnuálag hæfilegt. Nú er það að sjálfsögðu ánægjuleg frétt að stúdentspróf í Verslunarskólanum hafi komið vel út og ekkert út á það að setja en í pistli Sirrýjar verður ekki betur séð en þær skoðanir Verslunarskólanema að vinnuálag sé hæfilegt sé allt í einu orðið að staðreynd. Sirrý reynist því sjálf ófær um að greina á milli skoðana og staðreynda. Það sem henni þóknast er staðreynd, annað eru skoðanir. Mannfólkið er misjafnt, það sem sumum finnst mikið álag finnst öðrum hæfilegt og þar af leiðandi eru skoðanir á því ólíkar. Sjálfsagt er hægt með einhverjum aðferðum að meta námsálag á nemendur og full ástæða til að gera það. Það er hins vegar aðeins einn aðili sem getur mælt hvort þriggja ára námið stendur undir nafni hvað þekkingu og færni varðar og það er Háskóli Íslands. Svo fremi menn þar á bæ séu ekki búnir að aðlaga grunnáfanga námsins þriggja ára náminu, með því að draga úr kröfum, þá ætti að vera auðvelt að meta árangur stúdenta með þriggja og fjögurra ára stúdentspróf í völdum greinum og komast þannig að því hvort þekking og færni nemenda hefur beðið skaða af niðurskurðinum.Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Smellu RÚV Nýlega voru í fréttum niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum. Þar kom fram að 75% Bandaríkjamanna gera ekki greinarmun á skoðunum og staðreyndum. 30. júní 2018 10:00 Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Einn af föstum dálkum Fréttablaðsins eru Bakþankarnir sem birtast daglega á öftustu síðu blaðsins. Þar hefur hópur höfunda frjálsar hendur til að fjalla með sínum hætti um þau málefni sem þeim eru efst í huga hverju sinni. Eins og gefur að skilja eru pistlarnir mismunandi bæði að efni og gæðum enda ekki heiglum hent að ryðja út úr sér áhugaverðum dálki einu sinni í viku. Einn af þessum höfundum er Sirrý Hallgrímsdóttir. Hún er greinilega innmúruð og -vígð í Sjálfstæðisflokkinn því margir pistla hennar fjalla um viðfangsefni tengd flokknum. Hún hefur gjarna þann háttinn á að búa til strámann úr andstæðingi sínum, leggja honum skoðanir í munn og hrekja þær síðan. Þetta er pottþétt aðferð til að hafa betur í rökræðum en virkar því miður aðeins gagnvart þeim sem eru sama sinnis og höfundur. Hjá öðrum veldur hún aðeins aulahrolli. Nýjasta áhugamál Sirrýjar er niðurskurður Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, á stúdentsprófinu í þrjú ár. Í síðasta pistli sínum byrjar hún á því að benda á þá stöðu sem komin er upp í Bandaríkjunum þar sem um 75% manna eru ófær um að greina á milli skoðana og staðreynda. Því næst snýr hún sér að Fréttastofu Ríkisútvarpsins og gagnrýnir hana fyrir að greina frá neikvæðum skoðunum ýmissa aðila sem tengjast framhaldsskólanum á þriggja ára stúdentsprófinu í fréttatíma þar sem menn töldu að vinnuálag hefði aukist til muna. Sirrý segir réttilega að þetta séu skoðanir. Síðan bendir hún á að í öðrum fjölmiðlum hafi verið fréttir um að þriggja ára stúdentspróf í Verslunarskólanum hafi komið vel út og að könnun meðal nemenda sýni að þeim finnist vinnuálag hæfilegt. Nú er það að sjálfsögðu ánægjuleg frétt að stúdentspróf í Verslunarskólanum hafi komið vel út og ekkert út á það að setja en í pistli Sirrýjar verður ekki betur séð en þær skoðanir Verslunarskólanema að vinnuálag sé hæfilegt sé allt í einu orðið að staðreynd. Sirrý reynist því sjálf ófær um að greina á milli skoðana og staðreynda. Það sem henni þóknast er staðreynd, annað eru skoðanir. Mannfólkið er misjafnt, það sem sumum finnst mikið álag finnst öðrum hæfilegt og þar af leiðandi eru skoðanir á því ólíkar. Sjálfsagt er hægt með einhverjum aðferðum að meta námsálag á nemendur og full ástæða til að gera það. Það er hins vegar aðeins einn aðili sem getur mælt hvort þriggja ára námið stendur undir nafni hvað þekkingu og færni varðar og það er Háskóli Íslands. Svo fremi menn þar á bæ séu ekki búnir að aðlaga grunnáfanga námsins þriggja ára náminu, með því að draga úr kröfum, þá ætti að vera auðvelt að meta árangur stúdenta með þriggja og fjögurra ára stúdentspróf í völdum greinum og komast þannig að því hvort þekking og færni nemenda hefur beðið skaða af niðurskurðinum.Höfundur er kennari
Smellu RÚV Nýlega voru í fréttum niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum. Þar kom fram að 75% Bandaríkjamanna gera ekki greinarmun á skoðunum og staðreyndum. 30. júní 2018 10:00
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun