Sænsk stjórnvöld hafa áhyggjur af tíðum skotárásum í landinu Sighvatur skrifar 5. júlí 2018 06:00 Sjö einstaklingar hafa látist í skotárásum í Svíþjóð undanfarnar tvær vikur. Stjórnvöld segja ástandið mjög alvarlegt og þessi mál eru í algjörum forgangi hjá sænsku lögreglunni. Málin varða flest uppgjör glæpagengja. Vísir/epa Sjö einstaklingar hafa látist í skotárásum í Svíþjóð síðastliðnar tvær vikur. Þar af létust þrír eftir skotárásir á þriðjudag og þriðjudagskvöld. Einn lést í Malmö og tveir í Örebro en einn er í haldi lögreglu grunaður um verknaðinn í Örebro. Stefan Löfven, forsætisráðherra landsins, segir í samtali við Aftonbladet ljóst að yfirvöld glími nú við aumkunarverða og kaldrifjaða morðingja, líkt og hann orðaði það þegar hann greindi frá ákvörðun sinni. Hann segir að stjórnvöld hafi veitt lögreglu allan þann stuðning sem óskað hafi verið eftir og meira til. Sé þörf á frekari úrræðum verði orðið við því. „Við höfum varið auknu fé í löggæslu en við munum halda áfram að gera það sem við þurfum,“ sagði Löfven. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að sýna fram á að samfélagið hefur að lokum alltaf betur en glæpamenn.“ Anders Thorberg ríkislögreglustjóri segir í samtali við sænska ríkissjónvarpið (SVT) að ástandið nú sé grafalvarlegt. Það hafi róast eftir hrinu skotárása í vor en nú sé aftur að verða mikil aukning. Hann segir að lögreglan beiti öllum sínum úrræðum og kröftum í þessum málum sem séu í algjörum forgangi.Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.Vísir/gettyMorgan Johansson, dóms- og innanríkismálaráðherra, tekur í samtali við SVT undir með ríkislögreglustjóranum. Ástandið sé alvarlegt og styrkja þurfi lögregluna enn frekar. Það þurfi að nýta þær lagaheimildir sem til staðar séu. Hann bendir á að handtökum lögreglu hafi fjölgað milli ára. Málið snúist um að halda áfram að láta hart mæta hörðu. Johansson mun í kjölfar skotárásanna í Malmö og Örebro funda með lögregluyfirvöldum til að ræða hvað ríkisstjórnin geti gert til að aðstoða lögregluna enn frekar. Hann segist sannfærður um að lögreglan geri allt sem í hennar valdi stendur. Tomas Tobé, talsmaður sænska hægriflokksins Moderaterna í löggæslumálum, gagnrýnir hins vegar ríkisstjórnina og segir aðgerðir hennar ekki duga til. Hann segir Löfven forsætisráðherra sýna linkind í málinu. Nú sé ekki tími til að kalla eftir upplýsingum um stöðuna, heldur þurfi að koma fram tillögur sem skerpi á viðurlögum gegn glæpagengjum. Hægriflokkurinn leggur til að refsingar glæpagengja verði tvöfaldaðar og að símhleranir veði notaðar í auknum mæli í baráttunni gegn þeim. Tobé segir ljóst að ríkisstjórninni hafi mistekist í þeirri baráttu. Það sé allt of auðvelt fyrir gengin að fá til liðs við sig ungmenni og komast upp með mildar refsingar. Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Tengdar fréttir Maður skotinn til bana í Malmö 25 ára karlmaður var skotinn til bana í hverfinu Lindängen í Malmö fyrr í kvöld. 21. júní 2018 21:51 Tveir látnir eftir skotárás í Svíþjóð Tveir karlmenn á þrítugsaldri eru látnir og einn er særður eftir skotárás í sænsku borginni Örebro í gærkvöldi. 4. júlí 2018 10:31 Tveir særðust í skotárás í Malmö Fjölmennt lið lögreglu statt í hverfinu Nydala í sænsku borginni Malmö eftir að tilkynning barst um að tveir hafi særst í skotárás við Nydalatorg skömmu eftir klukkan 15 að staðartíma í dag. 3. júlí 2018 14:06 Löfven boðar til neyðarfundar vegna tíðra skotárása Forsætisráðherra Svíþjóðar hefur boðað til neyðarfundar ríkisstjórnar sinnar og fulltrúum lögreglunnar í landinu vegna tíðra skotárása að undanförnu. 4. júlí 2018 13:33 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Sjá meira
Sjö einstaklingar hafa látist í skotárásum í Svíþjóð síðastliðnar tvær vikur. Þar af létust þrír eftir skotárásir á þriðjudag og þriðjudagskvöld. Einn lést í Malmö og tveir í Örebro en einn er í haldi lögreglu grunaður um verknaðinn í Örebro. Stefan Löfven, forsætisráðherra landsins, segir í samtali við Aftonbladet ljóst að yfirvöld glími nú við aumkunarverða og kaldrifjaða morðingja, líkt og hann orðaði það þegar hann greindi frá ákvörðun sinni. Hann segir að stjórnvöld hafi veitt lögreglu allan þann stuðning sem óskað hafi verið eftir og meira til. Sé þörf á frekari úrræðum verði orðið við því. „Við höfum varið auknu fé í löggæslu en við munum halda áfram að gera það sem við þurfum,“ sagði Löfven. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að sýna fram á að samfélagið hefur að lokum alltaf betur en glæpamenn.“ Anders Thorberg ríkislögreglustjóri segir í samtali við sænska ríkissjónvarpið (SVT) að ástandið nú sé grafalvarlegt. Það hafi róast eftir hrinu skotárása í vor en nú sé aftur að verða mikil aukning. Hann segir að lögreglan beiti öllum sínum úrræðum og kröftum í þessum málum sem séu í algjörum forgangi.Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.Vísir/gettyMorgan Johansson, dóms- og innanríkismálaráðherra, tekur í samtali við SVT undir með ríkislögreglustjóranum. Ástandið sé alvarlegt og styrkja þurfi lögregluna enn frekar. Það þurfi að nýta þær lagaheimildir sem til staðar séu. Hann bendir á að handtökum lögreglu hafi fjölgað milli ára. Málið snúist um að halda áfram að láta hart mæta hörðu. Johansson mun í kjölfar skotárásanna í Malmö og Örebro funda með lögregluyfirvöldum til að ræða hvað ríkisstjórnin geti gert til að aðstoða lögregluna enn frekar. Hann segist sannfærður um að lögreglan geri allt sem í hennar valdi stendur. Tomas Tobé, talsmaður sænska hægriflokksins Moderaterna í löggæslumálum, gagnrýnir hins vegar ríkisstjórnina og segir aðgerðir hennar ekki duga til. Hann segir Löfven forsætisráðherra sýna linkind í málinu. Nú sé ekki tími til að kalla eftir upplýsingum um stöðuna, heldur þurfi að koma fram tillögur sem skerpi á viðurlögum gegn glæpagengjum. Hægriflokkurinn leggur til að refsingar glæpagengja verði tvöfaldaðar og að símhleranir veði notaðar í auknum mæli í baráttunni gegn þeim. Tobé segir ljóst að ríkisstjórninni hafi mistekist í þeirri baráttu. Það sé allt of auðvelt fyrir gengin að fá til liðs við sig ungmenni og komast upp með mildar refsingar.
Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Tengdar fréttir Maður skotinn til bana í Malmö 25 ára karlmaður var skotinn til bana í hverfinu Lindängen í Malmö fyrr í kvöld. 21. júní 2018 21:51 Tveir látnir eftir skotárás í Svíþjóð Tveir karlmenn á þrítugsaldri eru látnir og einn er særður eftir skotárás í sænsku borginni Örebro í gærkvöldi. 4. júlí 2018 10:31 Tveir særðust í skotárás í Malmö Fjölmennt lið lögreglu statt í hverfinu Nydala í sænsku borginni Malmö eftir að tilkynning barst um að tveir hafi særst í skotárás við Nydalatorg skömmu eftir klukkan 15 að staðartíma í dag. 3. júlí 2018 14:06 Löfven boðar til neyðarfundar vegna tíðra skotárása Forsætisráðherra Svíþjóðar hefur boðað til neyðarfundar ríkisstjórnar sinnar og fulltrúum lögreglunnar í landinu vegna tíðra skotárása að undanförnu. 4. júlí 2018 13:33 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Sjá meira
Maður skotinn til bana í Malmö 25 ára karlmaður var skotinn til bana í hverfinu Lindängen í Malmö fyrr í kvöld. 21. júní 2018 21:51
Tveir látnir eftir skotárás í Svíþjóð Tveir karlmenn á þrítugsaldri eru látnir og einn er særður eftir skotárás í sænsku borginni Örebro í gærkvöldi. 4. júlí 2018 10:31
Tveir særðust í skotárás í Malmö Fjölmennt lið lögreglu statt í hverfinu Nydala í sænsku borginni Malmö eftir að tilkynning barst um að tveir hafi særst í skotárás við Nydalatorg skömmu eftir klukkan 15 að staðartíma í dag. 3. júlí 2018 14:06
Löfven boðar til neyðarfundar vegna tíðra skotárása Forsætisráðherra Svíþjóðar hefur boðað til neyðarfundar ríkisstjórnar sinnar og fulltrúum lögreglunnar í landinu vegna tíðra skotárása að undanförnu. 4. júlí 2018 13:33