Íhugar framboð gegn Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júlí 2018 07:59 Michael Avenatti ásamt umbjóðanda sínum, Stormy Daniels. Vísir/getty Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem varið hefur hagsmuni klámstjörnunnar Stormy Daniels í málarekstri hennar gegn Bandaríkjaforseta, íhugar nú alvarlega að bjóða sig fram gegn Donald Trump, sækist hann eftir endurkjöri í forsetakosningunum árið 2020. Frá þessu greindi Avenatti í tísti í gærkvöld. Þar sagðist hann ætla að bjóða sig fram ef enginn frambjóðandi kæmi fram „sem hefði raunverulegan möguleika“ á að sigra forsetakosningarnar. „Ég elska landið okkar, gildi þess og þjóð of mikið til að sitja hjá meðan verið er að eyðileggja þetta allt,“ skrifaði Avenatti á Twitter. Í samtali við CNN staðfesti Avenatti að hann meinti hvert orð í tístinu og bætti við að það væru þrír hlutir sem Trump skortir að hans mati: „Heila, hjarta og hugrekki.“ Hann segist hins vegar vera rétti maðurinn fyrir starfið, enda „baráttuhundur.“IF (big) he seeks re-election, I will run, but only if I think that there is no other candidate in the race that has a REAL chance at beating him. We can't relive 2016. I love this country, our values and our people too much to sit by while they are destroyed. #FightClub #Basta— Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) July 4, 2018 Lögmaðurinn hefur verið einn háværasti gagnrýnandi Trumps á síðustu mánuðum, eða allt frá því að mál klámmyndaleikkonunnar komst í hámæli. Stormy Daniels segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við núverandi forseta árið 2006, skömmu eftir að eiginkona hans, Melania Trump, eignaðist son þeirra Barron. Síðan þá hefur komið í ljós, og verið staðfest af forsetanum sjálfum og lögmönnum hans, að Daniels fékk greidda 130 þúsund dali frá Trump. Hún heldur því fram að markmið greiðslunnar hafi verið að kaupa þögn hennar. Allar götur síðan hefur Avenatti farið mikinn í gagnrýni sinni á forsetann. Sagði hann til að mynda fyrr á þessu ári að engar líkur væru á því að Trump myndi sitja út allt kjörtímabilið sitt. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Sannfærður um að Trump segi af sér Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt. 7. maí 2018 07:47 Stefnir Trump fyrir meiðyrði Klámleikkonan Stormy Daniels, hefur stefnt Donald Trump fyrir tíst um skissu. 30. apríl 2018 19:28 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira
Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem varið hefur hagsmuni klámstjörnunnar Stormy Daniels í málarekstri hennar gegn Bandaríkjaforseta, íhugar nú alvarlega að bjóða sig fram gegn Donald Trump, sækist hann eftir endurkjöri í forsetakosningunum árið 2020. Frá þessu greindi Avenatti í tísti í gærkvöld. Þar sagðist hann ætla að bjóða sig fram ef enginn frambjóðandi kæmi fram „sem hefði raunverulegan möguleika“ á að sigra forsetakosningarnar. „Ég elska landið okkar, gildi þess og þjóð of mikið til að sitja hjá meðan verið er að eyðileggja þetta allt,“ skrifaði Avenatti á Twitter. Í samtali við CNN staðfesti Avenatti að hann meinti hvert orð í tístinu og bætti við að það væru þrír hlutir sem Trump skortir að hans mati: „Heila, hjarta og hugrekki.“ Hann segist hins vegar vera rétti maðurinn fyrir starfið, enda „baráttuhundur.“IF (big) he seeks re-election, I will run, but only if I think that there is no other candidate in the race that has a REAL chance at beating him. We can't relive 2016. I love this country, our values and our people too much to sit by while they are destroyed. #FightClub #Basta— Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) July 4, 2018 Lögmaðurinn hefur verið einn háværasti gagnrýnandi Trumps á síðustu mánuðum, eða allt frá því að mál klámmyndaleikkonunnar komst í hámæli. Stormy Daniels segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við núverandi forseta árið 2006, skömmu eftir að eiginkona hans, Melania Trump, eignaðist son þeirra Barron. Síðan þá hefur komið í ljós, og verið staðfest af forsetanum sjálfum og lögmönnum hans, að Daniels fékk greidda 130 þúsund dali frá Trump. Hún heldur því fram að markmið greiðslunnar hafi verið að kaupa þögn hennar. Allar götur síðan hefur Avenatti farið mikinn í gagnrýni sinni á forsetann. Sagði hann til að mynda fyrr á þessu ári að engar líkur væru á því að Trump myndi sitja út allt kjörtímabilið sitt.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Sannfærður um að Trump segi af sér Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt. 7. maí 2018 07:47 Stefnir Trump fyrir meiðyrði Klámleikkonan Stormy Daniels, hefur stefnt Donald Trump fyrir tíst um skissu. 30. apríl 2018 19:28 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira
Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55
Sannfærður um að Trump segi af sér Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt. 7. maí 2018 07:47
Stefnir Trump fyrir meiðyrði Klámleikkonan Stormy Daniels, hefur stefnt Donald Trump fyrir tíst um skissu. 30. apríl 2018 19:28