„Skammist ykkar fyrir að koma okkur í þessar aðstæður“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. júlí 2018 12:29 „Ég hef orðið hræddur í lífinu en aldrei í líkingu við þetta“ sagði Ævar Þór Benediktson í ræðu sinni til stuðnings ljósmæðrum. Vísir/Böddi „Ég heiti Ævar Þór og ég stend með ljósmæðrum,“ sagði Ævar Þór Benediktsson leikari, rithöfundur og verðandi faðir, á samstöðu- og mótmælafundinum fyrir utan Borgartún 21 í dag. „Meira að segja veðrið stendur með ljósmæðrum,“ grínaðist Ævar Þór með, en sólin skein á fólksfjöldann sem safnaðist saman fyrir utan fund ljósmæðra og ríkisins sem hófst klukkan 10. Ævar Þór á von á sínu fyrsta barni þann 5. ágúst næstkomandi.Það er eitthvað að „Þetta er spennandi tími, þetta er stressandi tími, þetta er tími sem er sífellt að kenna mér eitthvað nýtt og mér skilst á fólki að það sé bara rétt að byrja, að maður sé að læra eitthvað nýtt. Barn breytir öllu, segja foreldrar við mig og brosa í kambinn og ég get ekki beðið.“ Frá því að Ævar Þór og Védís unnusta hans komust að því að þau ættu von á barni, hafa tvær manneskjur komið hvað mest að litla stráknum þeirra. „Annars vegar ljósmóðirin okkar og hins vegar hin ljósmóðirin okkar. Við erum nefnilega svo heppin að við höfum þær Ragnheiði og Gígju sem að vinna úti á Seltjarnarnesi. Þær hafa báðar passað að móður og barni heilsist vel.“ Ævar Þór sagði frá atviki á meðgöngunni, þar sem ljósmóður spiluðu stórt hlutverk eina erfiða nótt. „Fyrir um þremur mánuðum síðan þá vakti Védís mig um miðja nótt með fjórum verstu orðum sem að tilvonandi foreldrar geta heyrt: „Það er eitthvað að.“ Ég hef orðið hræddur í lífinu en aldrei í líkingu við þetta.“ Verðandi foreldrarnir klæddu sig eins hratt og þau gátu. „Við hringdum í leiðinni niður á Landspítala, fengum samband við ljósmóður og lýstum því sem var að gerast og vorum umsvifalaust boðuð niður á kvennadeild. Ljósmóðirin á hinum enda línunnar var róleg, yfirveguð og með allt á hreinu. Þegar við mættum tók hún á móti okkur og ég vildi óska þess að ég myndi hvað hún héti, en í öllu stressinu þá mundi ég varla hvað ég sjálfur héti, þannig að vonandi fyrirgefur hún mér það.“ Ævar Þór segir að ljósmóðirin hafi róað þau og fylgt þeim inn á stofu þar sem þau fengu ró og næði. „Ljósmóðirin rannsakaði Védísi hátt og langt, kallaði á lækni sem gerði slíkt hið sama, hún vék aldrei frá okkur. Fagmennskan var slík að tilvonandi foreldrarnir, við áttum ekki til orð. “ Eftir klukkutíma af rannsóknum kom í ljós að allt var í góðu og þau máttu fara aftur heim. „Ég get ekki þakkað starfsfólki Landspítalans nóg. Það er hokið af reynslu, það veit nákvæmlega hvað það er að gera og það á ekki skilið að það sé komið svona fram við það. Þess vegna stend ég með ljósmæðrum.“Fundinum lauk rétt fyrir hádegi og var frestað til klukkan þrjú í dag.VísirEkki bara að grípa börn Ævar Þór sagði að alltaf þegar verðandi foreldrarnir hefðu einhverjar spurningar sem Google aðstoðar ekki með, gætu þau hringt og talað við ljósmóður. „Hlutverk þeirra er nefnilega ekki eins og sumir vilja halda, og einhver orðaði það svo snilldarlega á Twitter í vikunni, að grípa börn og fara svo í kaffi. Hlutverk þeirra er margfalt meira og ég veit að það sem við tilvonandi foreldrarnir höfum séð á þessum níu mánuðum er toppurinn á ísjakanum.“ Hann benti á að ljósmæður fylgja foreldrum alla meðgönguna, taka á móti börnunum og fylgja þeim svo eftir. „En ég er hræddur. Ég er hræddur um hvað gerist ef það kemur eitthvað upp á og það eru allt í einu ekki nógu margar ljósmæður á vakt til að sinna okkur. Ég er hræddur um að stressið sem fylgir öllu þessu kjaftæði verði til þess að litli strákurinn okkar ákveði að mæta of snemma í heiminn. Ég er hræddur um að þessi umræða verði til þess að færri sæki um að verða ljósmæður, að í stéttina hafi verið hoggið skarð sem seint eða jafnvel aldrei mun gróa. En ég er líka hræddur um það að nú sé bara komið nóg. Eins og sagt er við litlu börnin á leikskólanum, þetta er ekki í boði.“ „Það er ekki í boði að vera ráðherra og svara ekki spurningum. Það er ekki í boði að dreifa óhróðri og launatölum sem er búið að teygja til og frá. Og það er ekki í boði að semja ekki við ljósmæður.“Mikill fjöldi safnaðist saman fyrir utan fundinn í dag.Vísir„Þið eruð í vinnu hjá okkur“ Ævar Þór beindi næst orðum sínum að ráðherrum, aðstoðarmönnum og öðrum sem að sitja hinum megin við borðið í þessum samningaviðræðum. Hann baðst afsökunar á því að trufla sumarfríið þeirra með þessu, en bætti svo við: „Þið eruð í vinnu hjá okkur og þetta skiptir okkur máli. Þetta skiptir alla máli. Að halda öðru fram er fáránlegt. Ljósmæður eru stétt sem kemur við sögu í lífi okkar allra, hvers eins og einasta. Hvort sem þér líkar það betur eða verr þá er það bara þannig. Þess vegna stend ég með ljósmæðrum og ég veit ekki hvort að hæstvirtir ráðherrar stefna á að taka sjálfir á móti börnum og barnabörnum sínum en ég leyfi mér að efast um það.“ Hann grínaðist með að þau gætu kannski fengið forstjóra í starfið, þeir væru á nógu góðum launum til að taka að sér svona auka. „En eitthvað segir mér að þegar einhver tengdur ykkur kæru ráðherrar, mun eignast sitt næsta barn, þá verði ljósmóðir þeim innan handar. Með margra ára nám á bakinu, ekki útkeyrð, og ætla ég rétt að vona, sátt við sín laun.“ Ævar Þór benti á að ef þessi hópur nennti að eyða eina sólardegi sumarsins í mótmæli, myndi hann nenna að mæta á kjörstað og þessu sumri yrði ekki gleymt „Skammist ykkar fyrir að koma okkur í þessar aðstæður, skammist ykkar fyrir að planta hjá okkur ótta og skammist ykkar fyrir að neyða ljósmæður út í horn.“ Hann endaði svo ræðu sína á því að kalla hátt yfir hópinn: „Ég heiti Ævar Þór. 5 .ágúst verð ég pabbi í fyrsta skipti. Ég stend með ljósmæðrum. Við stöndum öll með ljósmæðrum.“Brot af ræðu Ævars má sjá í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Fundinum frestað til klukkan þrjú Fundur samninganefndar ljósmæðra hjá ríkissáttasemjara heldur áfram síðar í dag. 5. júlí 2018 11:49 Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. 5. júlí 2018 06:00 Ljósmæður munu leggja fram skriflegar kröfur á fundinum í dag Boðað var til samstöðu- og mótmælafundar á meðan fundinum stendur. 5. júlí 2018 09:46 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
„Ég heiti Ævar Þór og ég stend með ljósmæðrum,“ sagði Ævar Þór Benediktsson leikari, rithöfundur og verðandi faðir, á samstöðu- og mótmælafundinum fyrir utan Borgartún 21 í dag. „Meira að segja veðrið stendur með ljósmæðrum,“ grínaðist Ævar Þór með, en sólin skein á fólksfjöldann sem safnaðist saman fyrir utan fund ljósmæðra og ríkisins sem hófst klukkan 10. Ævar Þór á von á sínu fyrsta barni þann 5. ágúst næstkomandi.Það er eitthvað að „Þetta er spennandi tími, þetta er stressandi tími, þetta er tími sem er sífellt að kenna mér eitthvað nýtt og mér skilst á fólki að það sé bara rétt að byrja, að maður sé að læra eitthvað nýtt. Barn breytir öllu, segja foreldrar við mig og brosa í kambinn og ég get ekki beðið.“ Frá því að Ævar Þór og Védís unnusta hans komust að því að þau ættu von á barni, hafa tvær manneskjur komið hvað mest að litla stráknum þeirra. „Annars vegar ljósmóðirin okkar og hins vegar hin ljósmóðirin okkar. Við erum nefnilega svo heppin að við höfum þær Ragnheiði og Gígju sem að vinna úti á Seltjarnarnesi. Þær hafa báðar passað að móður og barni heilsist vel.“ Ævar Þór sagði frá atviki á meðgöngunni, þar sem ljósmóður spiluðu stórt hlutverk eina erfiða nótt. „Fyrir um þremur mánuðum síðan þá vakti Védís mig um miðja nótt með fjórum verstu orðum sem að tilvonandi foreldrar geta heyrt: „Það er eitthvað að.“ Ég hef orðið hræddur í lífinu en aldrei í líkingu við þetta.“ Verðandi foreldrarnir klæddu sig eins hratt og þau gátu. „Við hringdum í leiðinni niður á Landspítala, fengum samband við ljósmóður og lýstum því sem var að gerast og vorum umsvifalaust boðuð niður á kvennadeild. Ljósmóðirin á hinum enda línunnar var róleg, yfirveguð og með allt á hreinu. Þegar við mættum tók hún á móti okkur og ég vildi óska þess að ég myndi hvað hún héti, en í öllu stressinu þá mundi ég varla hvað ég sjálfur héti, þannig að vonandi fyrirgefur hún mér það.“ Ævar Þór segir að ljósmóðirin hafi róað þau og fylgt þeim inn á stofu þar sem þau fengu ró og næði. „Ljósmóðirin rannsakaði Védísi hátt og langt, kallaði á lækni sem gerði slíkt hið sama, hún vék aldrei frá okkur. Fagmennskan var slík að tilvonandi foreldrarnir, við áttum ekki til orð. “ Eftir klukkutíma af rannsóknum kom í ljós að allt var í góðu og þau máttu fara aftur heim. „Ég get ekki þakkað starfsfólki Landspítalans nóg. Það er hokið af reynslu, það veit nákvæmlega hvað það er að gera og það á ekki skilið að það sé komið svona fram við það. Þess vegna stend ég með ljósmæðrum.“Fundinum lauk rétt fyrir hádegi og var frestað til klukkan þrjú í dag.VísirEkki bara að grípa börn Ævar Þór sagði að alltaf þegar verðandi foreldrarnir hefðu einhverjar spurningar sem Google aðstoðar ekki með, gætu þau hringt og talað við ljósmóður. „Hlutverk þeirra er nefnilega ekki eins og sumir vilja halda, og einhver orðaði það svo snilldarlega á Twitter í vikunni, að grípa börn og fara svo í kaffi. Hlutverk þeirra er margfalt meira og ég veit að það sem við tilvonandi foreldrarnir höfum séð á þessum níu mánuðum er toppurinn á ísjakanum.“ Hann benti á að ljósmæður fylgja foreldrum alla meðgönguna, taka á móti börnunum og fylgja þeim svo eftir. „En ég er hræddur. Ég er hræddur um hvað gerist ef það kemur eitthvað upp á og það eru allt í einu ekki nógu margar ljósmæður á vakt til að sinna okkur. Ég er hræddur um að stressið sem fylgir öllu þessu kjaftæði verði til þess að litli strákurinn okkar ákveði að mæta of snemma í heiminn. Ég er hræddur um að þessi umræða verði til þess að færri sæki um að verða ljósmæður, að í stéttina hafi verið hoggið skarð sem seint eða jafnvel aldrei mun gróa. En ég er líka hræddur um það að nú sé bara komið nóg. Eins og sagt er við litlu börnin á leikskólanum, þetta er ekki í boði.“ „Það er ekki í boði að vera ráðherra og svara ekki spurningum. Það er ekki í boði að dreifa óhróðri og launatölum sem er búið að teygja til og frá. Og það er ekki í boði að semja ekki við ljósmæður.“Mikill fjöldi safnaðist saman fyrir utan fundinn í dag.Vísir„Þið eruð í vinnu hjá okkur“ Ævar Þór beindi næst orðum sínum að ráðherrum, aðstoðarmönnum og öðrum sem að sitja hinum megin við borðið í þessum samningaviðræðum. Hann baðst afsökunar á því að trufla sumarfríið þeirra með þessu, en bætti svo við: „Þið eruð í vinnu hjá okkur og þetta skiptir okkur máli. Þetta skiptir alla máli. Að halda öðru fram er fáránlegt. Ljósmæður eru stétt sem kemur við sögu í lífi okkar allra, hvers eins og einasta. Hvort sem þér líkar það betur eða verr þá er það bara þannig. Þess vegna stend ég með ljósmæðrum og ég veit ekki hvort að hæstvirtir ráðherrar stefna á að taka sjálfir á móti börnum og barnabörnum sínum en ég leyfi mér að efast um það.“ Hann grínaðist með að þau gætu kannski fengið forstjóra í starfið, þeir væru á nógu góðum launum til að taka að sér svona auka. „En eitthvað segir mér að þegar einhver tengdur ykkur kæru ráðherrar, mun eignast sitt næsta barn, þá verði ljósmóðir þeim innan handar. Með margra ára nám á bakinu, ekki útkeyrð, og ætla ég rétt að vona, sátt við sín laun.“ Ævar Þór benti á að ef þessi hópur nennti að eyða eina sólardegi sumarsins í mótmæli, myndi hann nenna að mæta á kjörstað og þessu sumri yrði ekki gleymt „Skammist ykkar fyrir að koma okkur í þessar aðstæður, skammist ykkar fyrir að planta hjá okkur ótta og skammist ykkar fyrir að neyða ljósmæður út í horn.“ Hann endaði svo ræðu sína á því að kalla hátt yfir hópinn: „Ég heiti Ævar Þór. 5 .ágúst verð ég pabbi í fyrsta skipti. Ég stend með ljósmæðrum. Við stöndum öll með ljósmæðrum.“Brot af ræðu Ævars má sjá í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Fundinum frestað til klukkan þrjú Fundur samninganefndar ljósmæðra hjá ríkissáttasemjara heldur áfram síðar í dag. 5. júlí 2018 11:49 Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. 5. júlí 2018 06:00 Ljósmæður munu leggja fram skriflegar kröfur á fundinum í dag Boðað var til samstöðu- og mótmælafundar á meðan fundinum stendur. 5. júlí 2018 09:46 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Fundinum frestað til klukkan þrjú Fundur samninganefndar ljósmæðra hjá ríkissáttasemjara heldur áfram síðar í dag. 5. júlí 2018 11:49
Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. 5. júlí 2018 06:00
Ljósmæður munu leggja fram skriflegar kröfur á fundinum í dag Boðað var til samstöðu- og mótmælafundar á meðan fundinum stendur. 5. júlí 2018 09:46