Eina vitið – Opið bréf til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra Kári Stefánsson skrifar 6. júlí 2018 07:00 Bjarni, á þriðjudaginn birtist stuttur pistill á heimasíðu fjármálaráðuneytisins vegna fjölmiðlaumfjöllunar um kjör ljósmæðra. Pistillinn er í símskeytastíl og er greinilega ætlað að sýna okkur fram á að við Íslendingar gerum býsna vel við ljósmæður. Ég er feginn því að þú berð ábyrgð á honum en ekki ég. Þriðja málsgreinin í pistlinum bendir á að á síðasta áratug hafi stöðugildum ljósmæðra á Íslandi fjölgað um 33% en fæðingum fækkað um rúm 8%. Við eigum sjálfsagt að draga þá ályktun að afkastageta ljósmæðranna okkar hafi minnkað í einhvers konar hlutfalli við vaxandi frekju þeirra. Þetta bréf mitt til þín skrifaði ég vegna þess að þú ert drengur góður og ég er viss um að þér eru ekki kunnugar eftirfarandi staðreyndir, annars myndirðu ekki láta svona: Um miðja síðustu öld var ungbarnadauði á Íslandi með ólíkindum og einhver sá hæsti sem skráður hefur verið í mannkynssögunni eða 238 af hverjum þúsund börnum fæddum. Í dag er hann um það bil hundrað sinnum minni eða 2 af hverjum þúsund og er lægstur í heimi hér. Það er ólýsanlegur harmurinn foreldra þegar börn þeirra deyja og ekki síst þegar þau deyja ung. Afleiðingar harmsins eru margvíslegar og meðal annars þær að lífslíkur foreldranna minnka og þá sérstaklega mæðra. Þær lifa nokkrum árum skemur fyrir vikið. Sagnfræðingar og félagsfræðingar hafa sett fram þá kenningu að mæður á öldum áður hafi verndað sig fyrir afleiðingum mikils ungbarnadauða með því að tengjast ekki nýfæddum börnum sínum sterkum böndum. Rannsóknir okkar og annarra sýna fram á að þetta er rangt vegna þess að lífslíkur mæðra á þeim tíma sem ungbarnadauðinn var mestur í landinu minnkuðu við barnsmissi til jafns á við það sem gerist í dag. Móðurástin er ekki smíðuð í konuna. Það verður ekki við hana ráðið. Hún er meðfædd. Síðan er móðurástin eitt af mikilvægustu hreyfiöflum samfélags manna. Hún kemur börnum á legg. Hún býr til konur og menn til þess að taka við landinu. Prísinn sem móðirin borgar fyrir þessa ást sem býr til samfélög er hættan á harminum mikla ef hún missir barn sitt. Það er því skylda okkar sem samfélags að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að það gerist ekki. Þannig launum við móðurinni sem samfélag fyrir ástina sem bjó okkur til. Sú staðreynd að ungbarnadauði er minni á Íslandi en annars staðar bendir til þess að við séum að þessu leyti að standa í nokkuð góðum skilum við mæður. Þetta á meðal annars rætur sínar í því að ljósmæðurnar okkar skoða verðandi mæður, taka á móti börnum við fæðingu og hafa eftirlit með mæðrum og börnum að fæðingu lokinni. Þær þurftu ekki að komast upp úr riðli og lifa af útsláttarkeppni til þess að sanna fyrir okkur að þær séu heimsmeistarar. Í þeirra tilfelli gildir gamla slagorð Silla og Valda að af ávöxtunum skuluð þið þekkja þær. Börnin okkar lifa frekar en börn annarra þessa erfiðu ferð inn í harðan heim. Bjarni, þú hlýtur að hafa þetta allt í huga þegar þú metur framlag þeirra til íslensks samfélags. Staðreyndin er svo sú að á meðan stöðugildum ljósmæðra hjá ríkinu hefur fjölgað um 33% og fæðingum hefur fækkað um meira en 8% hafa viðfangsefni ljósmæðra orðið flóknari með ári hverju, konur eignast börn sín eldri, og þyngri, sem fylgir aukin tíðni meðgönguvandamála, og ýmislegt af því sem áður var á höndum lækna hefur flust yfir á þær. Bjarni, þú verður að gera þér grein fyrir því að þú vinnur ekki störukeppni við ljósmæður. Það eina sem hefur áunnist með tilraun þinni til þess er að hrekja stóran hóp þeirra í flugfreyjustörf og fleiri eru á leiðinni. Sú hætta er fyrir hendi að afleiðingin verði löskuð börn og aukinn ungbarnadauði. Ég veit fyrir víst að þú ert mér og öllum öðrum Íslendingum sammála um að slíkt sé óásættanlegt. Þess vegna ráðlegg ég þér að bjóða þeim betur, vegna þess að aðrar stéttir munu ekki nota þær sem fordæmi, til þess er framlag þeirra til velferðar í samfélagi okkar of sérstakt.Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kári Stefánsson Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Bjarni, á þriðjudaginn birtist stuttur pistill á heimasíðu fjármálaráðuneytisins vegna fjölmiðlaumfjöllunar um kjör ljósmæðra. Pistillinn er í símskeytastíl og er greinilega ætlað að sýna okkur fram á að við Íslendingar gerum býsna vel við ljósmæður. Ég er feginn því að þú berð ábyrgð á honum en ekki ég. Þriðja málsgreinin í pistlinum bendir á að á síðasta áratug hafi stöðugildum ljósmæðra á Íslandi fjölgað um 33% en fæðingum fækkað um rúm 8%. Við eigum sjálfsagt að draga þá ályktun að afkastageta ljósmæðranna okkar hafi minnkað í einhvers konar hlutfalli við vaxandi frekju þeirra. Þetta bréf mitt til þín skrifaði ég vegna þess að þú ert drengur góður og ég er viss um að þér eru ekki kunnugar eftirfarandi staðreyndir, annars myndirðu ekki láta svona: Um miðja síðustu öld var ungbarnadauði á Íslandi með ólíkindum og einhver sá hæsti sem skráður hefur verið í mannkynssögunni eða 238 af hverjum þúsund börnum fæddum. Í dag er hann um það bil hundrað sinnum minni eða 2 af hverjum þúsund og er lægstur í heimi hér. Það er ólýsanlegur harmurinn foreldra þegar börn þeirra deyja og ekki síst þegar þau deyja ung. Afleiðingar harmsins eru margvíslegar og meðal annars þær að lífslíkur foreldranna minnka og þá sérstaklega mæðra. Þær lifa nokkrum árum skemur fyrir vikið. Sagnfræðingar og félagsfræðingar hafa sett fram þá kenningu að mæður á öldum áður hafi verndað sig fyrir afleiðingum mikils ungbarnadauða með því að tengjast ekki nýfæddum börnum sínum sterkum böndum. Rannsóknir okkar og annarra sýna fram á að þetta er rangt vegna þess að lífslíkur mæðra á þeim tíma sem ungbarnadauðinn var mestur í landinu minnkuðu við barnsmissi til jafns á við það sem gerist í dag. Móðurástin er ekki smíðuð í konuna. Það verður ekki við hana ráðið. Hún er meðfædd. Síðan er móðurástin eitt af mikilvægustu hreyfiöflum samfélags manna. Hún kemur börnum á legg. Hún býr til konur og menn til þess að taka við landinu. Prísinn sem móðirin borgar fyrir þessa ást sem býr til samfélög er hættan á harminum mikla ef hún missir barn sitt. Það er því skylda okkar sem samfélags að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að það gerist ekki. Þannig launum við móðurinni sem samfélag fyrir ástina sem bjó okkur til. Sú staðreynd að ungbarnadauði er minni á Íslandi en annars staðar bendir til þess að við séum að þessu leyti að standa í nokkuð góðum skilum við mæður. Þetta á meðal annars rætur sínar í því að ljósmæðurnar okkar skoða verðandi mæður, taka á móti börnum við fæðingu og hafa eftirlit með mæðrum og börnum að fæðingu lokinni. Þær þurftu ekki að komast upp úr riðli og lifa af útsláttarkeppni til þess að sanna fyrir okkur að þær séu heimsmeistarar. Í þeirra tilfelli gildir gamla slagorð Silla og Valda að af ávöxtunum skuluð þið þekkja þær. Börnin okkar lifa frekar en börn annarra þessa erfiðu ferð inn í harðan heim. Bjarni, þú hlýtur að hafa þetta allt í huga þegar þú metur framlag þeirra til íslensks samfélags. Staðreyndin er svo sú að á meðan stöðugildum ljósmæðra hjá ríkinu hefur fjölgað um 33% og fæðingum hefur fækkað um meira en 8% hafa viðfangsefni ljósmæðra orðið flóknari með ári hverju, konur eignast börn sín eldri, og þyngri, sem fylgir aukin tíðni meðgönguvandamála, og ýmislegt af því sem áður var á höndum lækna hefur flust yfir á þær. Bjarni, þú verður að gera þér grein fyrir því að þú vinnur ekki störukeppni við ljósmæður. Það eina sem hefur áunnist með tilraun þinni til þess er að hrekja stóran hóp þeirra í flugfreyjustörf og fleiri eru á leiðinni. Sú hætta er fyrir hendi að afleiðingin verði löskuð börn og aukinn ungbarnadauði. Ég veit fyrir víst að þú ert mér og öllum öðrum Íslendingum sammála um að slíkt sé óásættanlegt. Þess vegna ráðlegg ég þér að bjóða þeim betur, vegna þess að aðrar stéttir munu ekki nota þær sem fordæmi, til þess er framlag þeirra til velferðar í samfélagi okkar of sérstakt.Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun