Búnir að vera erfiðir mánuðir Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. júlí 2018 10:00 Ásdís Hjálmsdóttir á HM í frjálsum íþróttum í London í fyrra þar sem bakmeiðslin trufluðu hana í úrslitunum Vísir/Getty Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir nældi í silfur á frjálsíþróttamóti í Finnlandi um helgina með besta kasti sínu á árinu, 60,34 metrum, en hún er nýfarin af stað eftir erfið meiðsli. Kom kastið á sama stað og hún setti nýtt Íslandsmet fyrir ári þegar hún kastaði spjótinu 63,43 metra. Var þetta annað mót hennar á árinu en á morgun er sléttur mánuður í Evrópumeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fram fer í Berlín.Ljós við enda ganganna Ásdís var skiljanlega afar sátt við að vera komin aftur út á völl þegar Fréttablaðið heyrði í henni. „Það var ótrúlega ljúft að vera komin út á völl að keppa, þetta eru búnir að vera erfiðir mánuðir en það er góð tilfinning að vera komin aftur. Ég var meidd í bakinu og bakmeiðsli eru oft afar erfið, það getur verið erfitt að finna orsök meiðslanna sem gerir það erfitt að meðhöndla þau,“ segir Ásdís og bætir við: „Þetta hefur líka áhrif á það hvernig maður hreyfir sig, maður prófar hina ýmsu hluti sem höfðu lítil áhrif.“Bakmeiðsli eru algeng hjá spjótkösturum. „Í síðasta skrefinu í spjótkasti stopparðu með öðrum fæti sem kemur miklu höggi á bakið og upp í mjóbakið sem getur verið mjög sárt. Það er ekki þægilegt að kasta spjóti,“ segir Ásdís hlæjandi og bætir við: „Maður tekur alltaf högg í hverju kasti.“ Meiðslin trufluðu hana á heimsmeistaramótinu í London í fyrra. „Í lok síðasta sumars, rétt fyrir HM, fann ég meira fyrir þessu, þetta var ekki vandamál en var farið að verða svolítið óþægilegt. Á þessum tímapunkti snúast allar æfingar um að kasta og ég hélt að þetta væri álag en þetta truflaði mig verulega í úrslitunum á HM. Það var bara einn hvíldardagur á milli og ég náði ekki nógu góðri endurhæfingu,“ segir Ásdís en meiðslin tóku sig upp að nýju í æfingarbúðum í Suður-Afríku. „Þá versnaði þetta töluvert og ég hætti að geta kastað. Á þeim tímapunkti var ég að klára flutninga, doktorsritgerð og ég hélt fyrst að líkaminn væri að segja mér að stoppa smá þegar ég jók álagið. Ég fór í byrjun júní í sneiðmyndatöku og hitti baksérfræðing sem fann einhverja töfralausn því ég var farin að kasta tíu dögum seinna.“EM handan hornsins Ásdís náði strax lágmarkinu inn á Evrópumeistaramótið í fyrstu tilraun en hún hafði þegar tryggt sér þátttökurétt á síðasta ári. „Þegar meiðslin taka sig upp í Suður-Afríku var ég búin að kasta ótrúlega vel og æfingarnar gengu vel en ég bjóst við að vera lengur að komast af stað. Ég er í raun bara búin að taka þrjár almennilegar æfingar. Það var ekki pressa á mér að ná lágmarkinu fyrir EM en það er ákveðin yfirlýsing að ná því strax í fyrsta móti.“ Evrópumeistaramótið fer fram á Ólympíuvellinum í Berlín en hún segir erfitt að setja sér markmið. „Auðvitað hef ég reynt að stilla væntingunum í hóf miðað við hvað undirbúningurinn hefur verið erfiður en svo gengur svona vel. Það er ýmislegt sem ég þarf að bæta, sérstaklega frá fyrsta mótinu. Jafnvægið og takturinn var ekki góður en það kemur með fleiri kastæfingum, þá kemur það hratt,“ segir Ásdís og heldur áfram: „Markmiðin fyrir EM ætla ég kannski ekkert að gefa út, ég þarf að sjá hvernig þetta þróast allt saman með auknum æfingum og hvort bakið einfaldlega haldi. Yfirleitt hefur mér gengið vel að ná hratt upp takti með æfingunum og ég er búin að æfa á fullu undanfarið svo að ég er í frábæru formi líkamlega en það vantar kannski meiri stöðugleika í kastinu. Markmiðið er hiklaust að komast í úrslitin en hvað maður gerir í úrslitunum, það kemur í ljós þegar nær dregur. Það er auðveldara að setja sér markmið þá, sérstaklega þegar undirbúningurinn hefur gengið svona erfiðlega.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Sjá meira
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir nældi í silfur á frjálsíþróttamóti í Finnlandi um helgina með besta kasti sínu á árinu, 60,34 metrum, en hún er nýfarin af stað eftir erfið meiðsli. Kom kastið á sama stað og hún setti nýtt Íslandsmet fyrir ári þegar hún kastaði spjótinu 63,43 metra. Var þetta annað mót hennar á árinu en á morgun er sléttur mánuður í Evrópumeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fram fer í Berlín.Ljós við enda ganganna Ásdís var skiljanlega afar sátt við að vera komin aftur út á völl þegar Fréttablaðið heyrði í henni. „Það var ótrúlega ljúft að vera komin út á völl að keppa, þetta eru búnir að vera erfiðir mánuðir en það er góð tilfinning að vera komin aftur. Ég var meidd í bakinu og bakmeiðsli eru oft afar erfið, það getur verið erfitt að finna orsök meiðslanna sem gerir það erfitt að meðhöndla þau,“ segir Ásdís og bætir við: „Þetta hefur líka áhrif á það hvernig maður hreyfir sig, maður prófar hina ýmsu hluti sem höfðu lítil áhrif.“Bakmeiðsli eru algeng hjá spjótkösturum. „Í síðasta skrefinu í spjótkasti stopparðu með öðrum fæti sem kemur miklu höggi á bakið og upp í mjóbakið sem getur verið mjög sárt. Það er ekki þægilegt að kasta spjóti,“ segir Ásdís hlæjandi og bætir við: „Maður tekur alltaf högg í hverju kasti.“ Meiðslin trufluðu hana á heimsmeistaramótinu í London í fyrra. „Í lok síðasta sumars, rétt fyrir HM, fann ég meira fyrir þessu, þetta var ekki vandamál en var farið að verða svolítið óþægilegt. Á þessum tímapunkti snúast allar æfingar um að kasta og ég hélt að þetta væri álag en þetta truflaði mig verulega í úrslitunum á HM. Það var bara einn hvíldardagur á milli og ég náði ekki nógu góðri endurhæfingu,“ segir Ásdís en meiðslin tóku sig upp að nýju í æfingarbúðum í Suður-Afríku. „Þá versnaði þetta töluvert og ég hætti að geta kastað. Á þeim tímapunkti var ég að klára flutninga, doktorsritgerð og ég hélt fyrst að líkaminn væri að segja mér að stoppa smá þegar ég jók álagið. Ég fór í byrjun júní í sneiðmyndatöku og hitti baksérfræðing sem fann einhverja töfralausn því ég var farin að kasta tíu dögum seinna.“EM handan hornsins Ásdís náði strax lágmarkinu inn á Evrópumeistaramótið í fyrstu tilraun en hún hafði þegar tryggt sér þátttökurétt á síðasta ári. „Þegar meiðslin taka sig upp í Suður-Afríku var ég búin að kasta ótrúlega vel og æfingarnar gengu vel en ég bjóst við að vera lengur að komast af stað. Ég er í raun bara búin að taka þrjár almennilegar æfingar. Það var ekki pressa á mér að ná lágmarkinu fyrir EM en það er ákveðin yfirlýsing að ná því strax í fyrsta móti.“ Evrópumeistaramótið fer fram á Ólympíuvellinum í Berlín en hún segir erfitt að setja sér markmið. „Auðvitað hef ég reynt að stilla væntingunum í hóf miðað við hvað undirbúningurinn hefur verið erfiður en svo gengur svona vel. Það er ýmislegt sem ég þarf að bæta, sérstaklega frá fyrsta mótinu. Jafnvægið og takturinn var ekki góður en það kemur með fleiri kastæfingum, þá kemur það hratt,“ segir Ásdís og heldur áfram: „Markmiðin fyrir EM ætla ég kannski ekkert að gefa út, ég þarf að sjá hvernig þetta þróast allt saman með auknum æfingum og hvort bakið einfaldlega haldi. Yfirleitt hefur mér gengið vel að ná hratt upp takti með æfingunum og ég er búin að æfa á fullu undanfarið svo að ég er í frábæru formi líkamlega en það vantar kannski meiri stöðugleika í kastinu. Markmiðið er hiklaust að komast í úrslitin en hvað maður gerir í úrslitunum, það kemur í ljós þegar nær dregur. Það er auðveldara að setja sér markmið þá, sérstaklega þegar undirbúningurinn hefur gengið svona erfiðlega.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Sjá meira