Trump segir „allt í fína“ með Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2018 12:55 Fundurinn í Montana í gærkvöldi var að nafninu til ætlað að styðja frambjóðanda Repúblikanaflokksins til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Trump fór hins vegar um víðan völl í ræðu sinni eins og vanalega. Vísir/Getty Forseti Bandaríkjanna gerði lítið úr gagnrýni á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á fundi með stuðningsmönnum sínum í Montana í gærkvöldi. „Það er allt í fína lagi með Pútín,“ sagði Donald Trump við stuðningsmenn sína. Þrátt fyrir að bandaríska leyniþjónustan og leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings segi að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og Bandaríkin beiti Rússland refsiaðgerðum vegna innlimunar Krímskaga og taugaeitursárásar á Bretlandi fyrr á árinu tók Trump upp hanskann fyrir Pútín. Hafnaði forsetinn því að hann væri ekki tilbúinn fyrir áformaðan fund hans og Pútín Finnlandi síðar í þessum mánuði þar sem þeir ætla meðal annars að ræða saman einslega áður en embættismönnum verður hleypt inn í herbergið. Trump gerði grín að því að fjölmiðlar og gagnrýnendur vektu athygli á því að Pútín tilheyrði KGB, rússnesku leyniþjónustunni alræmdu. Pútín stafaði fyrir KGB frá miðjum 9. áratug síðustu aldar. „Það er allt í fína lagi með Pútín. Það er allt í fína lagi með hann. Það er allt í fína lagi með okkur öll. Við erum öll fólk,“ sagði Trump við stuðningsmenn sína í gær og bætti við að það væri gott fyrir Bandaríkin að koma vel saman við Rússland.Trump: "You know President Putin is KGB... Putin is fine. He's fine. We are all fine, we're all people" pic.twitter.com/EHJktcEZu4— Washington Examiner (@dcexaminer) July 5, 2018 Skömmu síðar hellti Trump sér enn á ný yfir bandalagsríki Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu (NATO). Sagði hann Bandaríkjamenn „kjána“ sem sætu eftir með reikninginn, að því er segir í frétt New York Times. „Ég mun hitta NATO og segja NATO: „Þið verðið að byrja að borga reikningana ykkar“,“ sagði forsetinn sem heldur á fund NATO-ríkja skömmu áður en hann hittir Pútín í Helsinki. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Pútín er sagður hafa skipað fyrir um afskiptin sjálfur. Markmiðið hafi verið að hjálpa Trump að sigra. Trump hefur síðan ítrekað gert lítið úr niðurstöðum leyniþjónustu Bandaríkjanna og dregið í efa sem Rússar hafi reynt að leggja framboði hans lið.Þurfi að passa sig vegna #MeToo Á sama stuðningsmannafundi í Montana í gær lofaði Trump einni milljón dollara til Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmanns demókrata, ef hún samþykkti að gangast undir DNA-rannsókn. Trump hefur ítrekað gert grín að fullyrðingu Warren um að hún væri af frumbyggjaættum og hefur uppnefnt hana „Pocahontas“. „Við munum gera það blíðlega vegna þess að við erum í #MeToo-kynslóðinni þannig að við verðum að fara varlega,“ sagði Trump og uppskar hlátur einhverra stuðningsmanna sinna. Bandaríkin Donald Trump MeToo NATO Tengdar fréttir Mun ræða við Pútín um Sýrland, Úkraínu og bandarísku kosningarnar Donald Trump segist ætla að ræða "allt“ við Vladimír Pútín þegar þeir hittast í Helsinki um miðjan næsta mánuð. 30. júní 2018 17:26 Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna gerði lítið úr gagnrýni á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á fundi með stuðningsmönnum sínum í Montana í gærkvöldi. „Það er allt í fína lagi með Pútín,“ sagði Donald Trump við stuðningsmenn sína. Þrátt fyrir að bandaríska leyniþjónustan og leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings segi að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og Bandaríkin beiti Rússland refsiaðgerðum vegna innlimunar Krímskaga og taugaeitursárásar á Bretlandi fyrr á árinu tók Trump upp hanskann fyrir Pútín. Hafnaði forsetinn því að hann væri ekki tilbúinn fyrir áformaðan fund hans og Pútín Finnlandi síðar í þessum mánuði þar sem þeir ætla meðal annars að ræða saman einslega áður en embættismönnum verður hleypt inn í herbergið. Trump gerði grín að því að fjölmiðlar og gagnrýnendur vektu athygli á því að Pútín tilheyrði KGB, rússnesku leyniþjónustunni alræmdu. Pútín stafaði fyrir KGB frá miðjum 9. áratug síðustu aldar. „Það er allt í fína lagi með Pútín. Það er allt í fína lagi með hann. Það er allt í fína lagi með okkur öll. Við erum öll fólk,“ sagði Trump við stuðningsmenn sína í gær og bætti við að það væri gott fyrir Bandaríkin að koma vel saman við Rússland.Trump: "You know President Putin is KGB... Putin is fine. He's fine. We are all fine, we're all people" pic.twitter.com/EHJktcEZu4— Washington Examiner (@dcexaminer) July 5, 2018 Skömmu síðar hellti Trump sér enn á ný yfir bandalagsríki Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu (NATO). Sagði hann Bandaríkjamenn „kjána“ sem sætu eftir með reikninginn, að því er segir í frétt New York Times. „Ég mun hitta NATO og segja NATO: „Þið verðið að byrja að borga reikningana ykkar“,“ sagði forsetinn sem heldur á fund NATO-ríkja skömmu áður en hann hittir Pútín í Helsinki. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Pútín er sagður hafa skipað fyrir um afskiptin sjálfur. Markmiðið hafi verið að hjálpa Trump að sigra. Trump hefur síðan ítrekað gert lítið úr niðurstöðum leyniþjónustu Bandaríkjanna og dregið í efa sem Rússar hafi reynt að leggja framboði hans lið.Þurfi að passa sig vegna #MeToo Á sama stuðningsmannafundi í Montana í gær lofaði Trump einni milljón dollara til Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmanns demókrata, ef hún samþykkti að gangast undir DNA-rannsókn. Trump hefur ítrekað gert grín að fullyrðingu Warren um að hún væri af frumbyggjaættum og hefur uppnefnt hana „Pocahontas“. „Við munum gera það blíðlega vegna þess að við erum í #MeToo-kynslóðinni þannig að við verðum að fara varlega,“ sagði Trump og uppskar hlátur einhverra stuðningsmanna sinna.
Bandaríkin Donald Trump MeToo NATO Tengdar fréttir Mun ræða við Pútín um Sýrland, Úkraínu og bandarísku kosningarnar Donald Trump segist ætla að ræða "allt“ við Vladimír Pútín þegar þeir hittast í Helsinki um miðjan næsta mánuð. 30. júní 2018 17:26 Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Mun ræða við Pútín um Sýrland, Úkraínu og bandarísku kosningarnar Donald Trump segist ætla að ræða "allt“ við Vladimír Pútín þegar þeir hittast í Helsinki um miðjan næsta mánuð. 30. júní 2018 17:26
Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26