Trump segir „allt í fína“ með Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2018 12:55 Fundurinn í Montana í gærkvöldi var að nafninu til ætlað að styðja frambjóðanda Repúblikanaflokksins til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Trump fór hins vegar um víðan völl í ræðu sinni eins og vanalega. Vísir/Getty Forseti Bandaríkjanna gerði lítið úr gagnrýni á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á fundi með stuðningsmönnum sínum í Montana í gærkvöldi. „Það er allt í fína lagi með Pútín,“ sagði Donald Trump við stuðningsmenn sína. Þrátt fyrir að bandaríska leyniþjónustan og leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings segi að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og Bandaríkin beiti Rússland refsiaðgerðum vegna innlimunar Krímskaga og taugaeitursárásar á Bretlandi fyrr á árinu tók Trump upp hanskann fyrir Pútín. Hafnaði forsetinn því að hann væri ekki tilbúinn fyrir áformaðan fund hans og Pútín Finnlandi síðar í þessum mánuði þar sem þeir ætla meðal annars að ræða saman einslega áður en embættismönnum verður hleypt inn í herbergið. Trump gerði grín að því að fjölmiðlar og gagnrýnendur vektu athygli á því að Pútín tilheyrði KGB, rússnesku leyniþjónustunni alræmdu. Pútín stafaði fyrir KGB frá miðjum 9. áratug síðustu aldar. „Það er allt í fína lagi með Pútín. Það er allt í fína lagi með hann. Það er allt í fína lagi með okkur öll. Við erum öll fólk,“ sagði Trump við stuðningsmenn sína í gær og bætti við að það væri gott fyrir Bandaríkin að koma vel saman við Rússland.Trump: "You know President Putin is KGB... Putin is fine. He's fine. We are all fine, we're all people" pic.twitter.com/EHJktcEZu4— Washington Examiner (@dcexaminer) July 5, 2018 Skömmu síðar hellti Trump sér enn á ný yfir bandalagsríki Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu (NATO). Sagði hann Bandaríkjamenn „kjána“ sem sætu eftir með reikninginn, að því er segir í frétt New York Times. „Ég mun hitta NATO og segja NATO: „Þið verðið að byrja að borga reikningana ykkar“,“ sagði forsetinn sem heldur á fund NATO-ríkja skömmu áður en hann hittir Pútín í Helsinki. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Pútín er sagður hafa skipað fyrir um afskiptin sjálfur. Markmiðið hafi verið að hjálpa Trump að sigra. Trump hefur síðan ítrekað gert lítið úr niðurstöðum leyniþjónustu Bandaríkjanna og dregið í efa sem Rússar hafi reynt að leggja framboði hans lið.Þurfi að passa sig vegna #MeToo Á sama stuðningsmannafundi í Montana í gær lofaði Trump einni milljón dollara til Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmanns demókrata, ef hún samþykkti að gangast undir DNA-rannsókn. Trump hefur ítrekað gert grín að fullyrðingu Warren um að hún væri af frumbyggjaættum og hefur uppnefnt hana „Pocahontas“. „Við munum gera það blíðlega vegna þess að við erum í #MeToo-kynslóðinni þannig að við verðum að fara varlega,“ sagði Trump og uppskar hlátur einhverra stuðningsmanna sinna. Bandaríkin Donald Trump MeToo NATO Tengdar fréttir Mun ræða við Pútín um Sýrland, Úkraínu og bandarísku kosningarnar Donald Trump segist ætla að ræða "allt“ við Vladimír Pútín þegar þeir hittast í Helsinki um miðjan næsta mánuð. 30. júní 2018 17:26 Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna gerði lítið úr gagnrýni á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á fundi með stuðningsmönnum sínum í Montana í gærkvöldi. „Það er allt í fína lagi með Pútín,“ sagði Donald Trump við stuðningsmenn sína. Þrátt fyrir að bandaríska leyniþjónustan og leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings segi að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og Bandaríkin beiti Rússland refsiaðgerðum vegna innlimunar Krímskaga og taugaeitursárásar á Bretlandi fyrr á árinu tók Trump upp hanskann fyrir Pútín. Hafnaði forsetinn því að hann væri ekki tilbúinn fyrir áformaðan fund hans og Pútín Finnlandi síðar í þessum mánuði þar sem þeir ætla meðal annars að ræða saman einslega áður en embættismönnum verður hleypt inn í herbergið. Trump gerði grín að því að fjölmiðlar og gagnrýnendur vektu athygli á því að Pútín tilheyrði KGB, rússnesku leyniþjónustunni alræmdu. Pútín stafaði fyrir KGB frá miðjum 9. áratug síðustu aldar. „Það er allt í fína lagi með Pútín. Það er allt í fína lagi með hann. Það er allt í fína lagi með okkur öll. Við erum öll fólk,“ sagði Trump við stuðningsmenn sína í gær og bætti við að það væri gott fyrir Bandaríkin að koma vel saman við Rússland.Trump: "You know President Putin is KGB... Putin is fine. He's fine. We are all fine, we're all people" pic.twitter.com/EHJktcEZu4— Washington Examiner (@dcexaminer) July 5, 2018 Skömmu síðar hellti Trump sér enn á ný yfir bandalagsríki Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu (NATO). Sagði hann Bandaríkjamenn „kjána“ sem sætu eftir með reikninginn, að því er segir í frétt New York Times. „Ég mun hitta NATO og segja NATO: „Þið verðið að byrja að borga reikningana ykkar“,“ sagði forsetinn sem heldur á fund NATO-ríkja skömmu áður en hann hittir Pútín í Helsinki. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Pútín er sagður hafa skipað fyrir um afskiptin sjálfur. Markmiðið hafi verið að hjálpa Trump að sigra. Trump hefur síðan ítrekað gert lítið úr niðurstöðum leyniþjónustu Bandaríkjanna og dregið í efa sem Rússar hafi reynt að leggja framboði hans lið.Þurfi að passa sig vegna #MeToo Á sama stuðningsmannafundi í Montana í gær lofaði Trump einni milljón dollara til Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmanns demókrata, ef hún samþykkti að gangast undir DNA-rannsókn. Trump hefur ítrekað gert grín að fullyrðingu Warren um að hún væri af frumbyggjaættum og hefur uppnefnt hana „Pocahontas“. „Við munum gera það blíðlega vegna þess að við erum í #MeToo-kynslóðinni þannig að við verðum að fara varlega,“ sagði Trump og uppskar hlátur einhverra stuðningsmanna sinna.
Bandaríkin Donald Trump MeToo NATO Tengdar fréttir Mun ræða við Pútín um Sýrland, Úkraínu og bandarísku kosningarnar Donald Trump segist ætla að ræða "allt“ við Vladimír Pútín þegar þeir hittast í Helsinki um miðjan næsta mánuð. 30. júní 2018 17:26 Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Mun ræða við Pútín um Sýrland, Úkraínu og bandarísku kosningarnar Donald Trump segist ætla að ræða "allt“ við Vladimír Pútín þegar þeir hittast í Helsinki um miðjan næsta mánuð. 30. júní 2018 17:26
Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26