Innlent

Réttindalausum kennurum fjölgar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Baldur Sigurðsson, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Baldur Sigurðsson, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Skjáskot/Stöð 2
Í samantekt Hagstofunnar kemur fram að 8,6% starfsmanna við kennslu hafi verið réttindalausir haustið 2017. Þessar tölur svipa til áranna fyrir efnahagshrun en þá var hlutfall kennara án réttinda á bilinu 13-20%. Eftir efnahagshrunið fór réttindalausum kennurum að fækka - en þeim hefur nú fjölgaðá ný. Hæsta hlutfall þeirra má finna á landsbyggðinni.

Baldur Sigurðsson, dósent í íslensku við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur áhyggjur af stöðunni og segir fjölgun réttindalausra kennara haldast í hendur við dræma aðsókn í kennslufræði háskólans.

„Ef við horfum bara á okkur hér á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, sem erum að mennta kennara, þá hefur aðsóknin hrunið. Það er ekki hægt að orða það öðruvísi. Á meðan námið var þrjú ár vorum við að brautskrá yfir 200 nýja kennara á hverju ári, en eftir að kennaranám var lengt úr þrem árum í fimm erum við að brautskrá um 50 nemendur á ári. Ef ekkert er gert og þessi litla nýliðun heldur áfram verður skólakerfið óstarfhæft eftir 20 ár“ segir Baldur Sigurðsson dósent við Menntavísindavið Háskóla Íslands.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×