Sólarleysið í borginni komið í heimsfréttirnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. júlí 2018 20:00 Það hefur verið blautt í sumar. Vísir/Vilhelm Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að sólin hefur varla sést víða um land í sumar, þá sérstaklega ekki á höfuðborgarsvæðinu. Það fór í það minnsta ekki framhjá blaðamönnum Guardian og AP sem undanfarna daga hafa fjallað um veðrið á Íslandi.Í frétt AP er rætt við Trausta Jónsson veðurfræðing þar sem hann segir að Íslendingar séu að gjalda fyrir að gott veður sé í Evrópu. Oftar en ekki sé það þannig að þegar veðrið sé gott þar sé veðrið slæmt hér á landi. Háþrýstisvæði yfir Vestur-Evrópu sé að hafa áhrif á vindrastir sem ýti skýjum yfir Ísland. Þetta hefur haft þau áhrif að það rigndi hvern einasta dag í maí í Reykjavík auk þess sem sólarstundir hafa aldrei verið færri í borginni.Ekki algeng sjón á höfuðborgarsvæðinu í sumarFréttablaðið/ErnirBiðst afsökunar fyrir hönd BretaBlaðamaður Guardian grípur frétt AP á lofti og spyr í fyrirsögn hvort það geti virkilega verið að lélegasta sumar síðustu 100 ára sé hitabylgjunni í Bretlandi að kenna? Rætt er við veðurfræðing hjá bresku veðurstofunni sem tekur að einhverju leyti undir með Trausta og segir að til þess að Íslendingar fái að njóta sólar og sumaryls í auknum mæli þurfi vindrastirnar að færast norðar.Þá bendir hann á að engin tvö Evrópuríki eigi í jafn nánu veðursambandi og Ísland og Bretland.„Oft er það þannig að veðrið hér er andstæða þess sem er í gangi á Íslandi,“ segir Deakin.Þá segir einnig að miðað við þetta sé ekki von á góðu fyrir Íslendinga, spáð sé björtu og hlýju veðri á Bretlandi næstu daga.„Afsakið, Ísland,“ segir að lokum í umfjöllun Guardian.Veðurhorfur á landinuSuðaustan 5-13 með súld eða rigningu S- og V-lands en hægt og bjart veður fyrir austan. Sunnan 3-10 og rigning eða skúrir á morgun, en úrkomulítið á Austurlandi. Dregur úr úrkomu vestantil annað kvöld en samfelld rigning á Austurlandi. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast austanlands.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Hægt vaxandi suðvestanátt um suðvestan og vestanvert landið, 10-15 m/s og fer að rigna seinnipartinn en bjartviðri austantil. Hlýnar heldur í veðri.Á mánudag og þriðjudag:Suðvestanátt, víða 5-13 m/s, en sums staðar hvassara norðvestantil. Skýjað og skúrir S- og V-lands en lengst af bjartviðri um landið austanvert. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast NA-til.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir fremur hæga suðlæga átt. Skýjað og smáskúrir um landið vestanvert en léttskýjað norðan og austantil. Hiti 8 til 20 stig. Svalast á annesjum vestanlands. Veður Tengdar fréttir Loka búðinni snemma vegna sólarglætu í Reykjavík Seint verður sagt að spáð sé bongóblíðu í höfuðborginni. 5. júlí 2018 13:00 Blaut helgi framundan Íslendingar, sama hvar þeir eru niðurkomnir á landinu, mega búast við rigningu um helgina. 6. júlí 2018 06:58 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að sólin hefur varla sést víða um land í sumar, þá sérstaklega ekki á höfuðborgarsvæðinu. Það fór í það minnsta ekki framhjá blaðamönnum Guardian og AP sem undanfarna daga hafa fjallað um veðrið á Íslandi.Í frétt AP er rætt við Trausta Jónsson veðurfræðing þar sem hann segir að Íslendingar séu að gjalda fyrir að gott veður sé í Evrópu. Oftar en ekki sé það þannig að þegar veðrið sé gott þar sé veðrið slæmt hér á landi. Háþrýstisvæði yfir Vestur-Evrópu sé að hafa áhrif á vindrastir sem ýti skýjum yfir Ísland. Þetta hefur haft þau áhrif að það rigndi hvern einasta dag í maí í Reykjavík auk þess sem sólarstundir hafa aldrei verið færri í borginni.Ekki algeng sjón á höfuðborgarsvæðinu í sumarFréttablaðið/ErnirBiðst afsökunar fyrir hönd BretaBlaðamaður Guardian grípur frétt AP á lofti og spyr í fyrirsögn hvort það geti virkilega verið að lélegasta sumar síðustu 100 ára sé hitabylgjunni í Bretlandi að kenna? Rætt er við veðurfræðing hjá bresku veðurstofunni sem tekur að einhverju leyti undir með Trausta og segir að til þess að Íslendingar fái að njóta sólar og sumaryls í auknum mæli þurfi vindrastirnar að færast norðar.Þá bendir hann á að engin tvö Evrópuríki eigi í jafn nánu veðursambandi og Ísland og Bretland.„Oft er það þannig að veðrið hér er andstæða þess sem er í gangi á Íslandi,“ segir Deakin.Þá segir einnig að miðað við þetta sé ekki von á góðu fyrir Íslendinga, spáð sé björtu og hlýju veðri á Bretlandi næstu daga.„Afsakið, Ísland,“ segir að lokum í umfjöllun Guardian.Veðurhorfur á landinuSuðaustan 5-13 með súld eða rigningu S- og V-lands en hægt og bjart veður fyrir austan. Sunnan 3-10 og rigning eða skúrir á morgun, en úrkomulítið á Austurlandi. Dregur úr úrkomu vestantil annað kvöld en samfelld rigning á Austurlandi. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast austanlands.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Hægt vaxandi suðvestanátt um suðvestan og vestanvert landið, 10-15 m/s og fer að rigna seinnipartinn en bjartviðri austantil. Hlýnar heldur í veðri.Á mánudag og þriðjudag:Suðvestanátt, víða 5-13 m/s, en sums staðar hvassara norðvestantil. Skýjað og skúrir S- og V-lands en lengst af bjartviðri um landið austanvert. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast NA-til.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir fremur hæga suðlæga átt. Skýjað og smáskúrir um landið vestanvert en léttskýjað norðan og austantil. Hiti 8 til 20 stig. Svalast á annesjum vestanlands.
Veður Tengdar fréttir Loka búðinni snemma vegna sólarglætu í Reykjavík Seint verður sagt að spáð sé bongóblíðu í höfuðborginni. 5. júlí 2018 13:00 Blaut helgi framundan Íslendingar, sama hvar þeir eru niðurkomnir á landinu, mega búast við rigningu um helgina. 6. júlí 2018 06:58 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Loka búðinni snemma vegna sólarglætu í Reykjavík Seint verður sagt að spáð sé bongóblíðu í höfuðborginni. 5. júlí 2018 13:00
Blaut helgi framundan Íslendingar, sama hvar þeir eru niðurkomnir á landinu, mega búast við rigningu um helgina. 6. júlí 2018 06:58