Skoða sölu á íslenskum heyrúllum til Noregs Sveinn Arnarsson skrifar 7. júlí 2018 10:12 Heyfengur er víðast hvar með besta móti, sér í lagi norðanlands, og bætist við góða uppskeru í fyrra. Fréttablaðið/Stefán Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur hafið forkönnun á því hvort bændur vilji selja umframhey sem þeir gætu átt til suðurhluta Noregs þar sem miklir þurrkar hafa verið og heyfengur rýr. Fjölmargir bændur hafa haft samband við Ráðgjafarstöðina og sagst opnir fyrir því að selja hey. Guðfinna Harpa Árnadóttir, ráðunautur hjá RML, segir bændur á Norður- og Norðausturlandi eiga mikið til af fyrningum síðasta árs og líkur séu á afar góðri heyuppskeru á þessu ári. Á móti kemur að markaður er fyrir hey erlendis og þá helst í suðurhluta Noregs. „Við vildum vekja athygli bænda á þessu þar sem eftirspurn er eftir heyi þar. Því gætu bændur nýtt stöðuna og selt hey,“ segir Guðfinna Harpa. „Þetta er aðeins forkönnun núna en við eigum eftir að fara í gegnum matvælastofnanir beggja þjóða til að fara áfram með málið. En ef allt yrði okkur hagfellt þá gætu bændur fengið eitthvað fyrir heyið.“ Spretta í fyrra var með besta móti þar sem margir bændur byrjuðu heyskap snemma og voru að heyja fram eftir öllu hausti. Margir bændur eiga því fyrningar frá því í fyrra auk þess sem sprettan í ár gæti orðið mun meiri en bændur þurfa fyrir sinn búskap. Því er mikilvægt fyrir þá að geta fengið upp í þann kostnað sem fylgir heyskap. Nú þegar hefur þó nokkur hópur sett sig í samband við RML. „Það er töluvert til af heyi og á listanum hjá okkur núna erum við með seljendur upp á nokkur þúsund heyrúllur. Hins vegar skiptir miklu máli að heyið sé af túnum sem falla að ákveðnum reglum, svo sem að það má ekki vera á beittum túnum og ekki á túnum sem borinn er skítur á,“ segir Guðfinna Harpa. „Einnig er mikilvægt að heyið sé ekki af svæðum þar sem greinst hefur garnaveiki síðasta áratuginn eða af svæðum þar sem riða hefur komið upp síðustu tuttugu ár. Það lokar auðvitað ákveðnum svæðum,“ bætir Guðfinna Harpa Árnadóttir við. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur hafið forkönnun á því hvort bændur vilji selja umframhey sem þeir gætu átt til suðurhluta Noregs þar sem miklir þurrkar hafa verið og heyfengur rýr. Fjölmargir bændur hafa haft samband við Ráðgjafarstöðina og sagst opnir fyrir því að selja hey. Guðfinna Harpa Árnadóttir, ráðunautur hjá RML, segir bændur á Norður- og Norðausturlandi eiga mikið til af fyrningum síðasta árs og líkur séu á afar góðri heyuppskeru á þessu ári. Á móti kemur að markaður er fyrir hey erlendis og þá helst í suðurhluta Noregs. „Við vildum vekja athygli bænda á þessu þar sem eftirspurn er eftir heyi þar. Því gætu bændur nýtt stöðuna og selt hey,“ segir Guðfinna Harpa. „Þetta er aðeins forkönnun núna en við eigum eftir að fara í gegnum matvælastofnanir beggja þjóða til að fara áfram með málið. En ef allt yrði okkur hagfellt þá gætu bændur fengið eitthvað fyrir heyið.“ Spretta í fyrra var með besta móti þar sem margir bændur byrjuðu heyskap snemma og voru að heyja fram eftir öllu hausti. Margir bændur eiga því fyrningar frá því í fyrra auk þess sem sprettan í ár gæti orðið mun meiri en bændur þurfa fyrir sinn búskap. Því er mikilvægt fyrir þá að geta fengið upp í þann kostnað sem fylgir heyskap. Nú þegar hefur þó nokkur hópur sett sig í samband við RML. „Það er töluvert til af heyi og á listanum hjá okkur núna erum við með seljendur upp á nokkur þúsund heyrúllur. Hins vegar skiptir miklu máli að heyið sé af túnum sem falla að ákveðnum reglum, svo sem að það má ekki vera á beittum túnum og ekki á túnum sem borinn er skítur á,“ segir Guðfinna Harpa. „Einnig er mikilvægt að heyið sé ekki af svæðum þar sem greinst hefur garnaveiki síðasta áratuginn eða af svæðum þar sem riða hefur komið upp síðustu tuttugu ár. Það lokar auðvitað ákveðnum svæðum,“ bætir Guðfinna Harpa Árnadóttir við.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira