Pillumyllan á Benidorm Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 7. júlí 2018 10:21 Hingað fór Stian Manke og hitti dr. Torres. Google Maps Benidorm er íslenskum sóldýrkendum vel kunnur og einn vinsælasti áfangastaður þeirra um áraraðir. Leið flestra ferðalanga liggur með flugi frá Íslandi á alþjóðaflugvöllinn á Alicante og svo þaðan til Benidorm og annarra smábæja á Costa Blanca strandlengjunni. Á verslunargötu, þar sem eru hótel, barir og minjagripaverslanir, rétt við ströndina Playa Levante á Benidorm, er að finna litla læknastofu, Centro Medico Benidorm. Þar starfa nokkrir læknar, þeirra á meðal Torres, sem hefur skrifað upp á fíknilyf í miklu magni fyrir ferðamenn sem leita til hans. Meðal annars Norðmenn og Íslendinga. Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Fréttablaðið greindi frá því í gær að slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja, þeirra á meðal til Torres.Framvísa erlendum vottorðum Torres er stórtækur og hefur ávísað gríðarlega stórum skömmtum til Íslendinga sem eiga sér ekki heilsufarssögu sem rökstyður að nauðsynlegt sé að nota slík lyf. Tollgæslan hefur ekki heimild til að greina frá einstökum málum en rannsóknardeild Tollgæslunnar svaraði fyrirspurn Fréttablaðsins og gaf dæmi um haldlagt magn fíknilyfja sem flutt eru til landsins. Stærstur hluti þeirra er frá Spáni og ferðamenn framvísa lyfjaávísunum og vottorðum frá þarlendum læknum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að nafn Torres komi fyrir á vottorðum og lyfjaávísunum sem Íslendingar framvísa. Það sem af er ári hefur Tollgæslan lagt hald á nærri 18.900 töflur af ávana- og fíknilyfjum. Þar af eru um það bil 3.100 OxyContin-töflur, 1.950 MST Continus-töflur (morfín) og 5.200 töflur af Alprazolam (Xanax).Benidorm er vinsæll áfangastaður Íslendinga. Læknastofa Torres er á Levante-ströndinni.Vísir/EPAReglugerðum breytt í Noregi Íslenskar reglugerðir auðvelda ferðamönnum að flytja lyf með sér til landsins. Þeim, sem hafa fengið uppáskrifuð lyf frá læknum á Spáni og flutt þau til landsins, er í raun heimilt að flytja til landsins lyf til eigin nota ef þeir framvísa vottorði læknis eða lyfseðli en þeir þurfa líka að sýna fram á að lyfin séu nauðsynleg í því magni sem flutt er inn. Í flokki ávana- og fíknilyfja er leyfilegt að flytja með sér magn sem svarar mest til 30 daga notkunar. Reglugerðir í Noregi voru svipaðar og hér á landi. Þær voru hertar árið 2016 vegna stóraukins flutnings ávanabindandi fíknilyfja til landsins sem síðan voru seld á svörtum markaði. Í dag mega ferðamenn með norskt ríkisfang einungis flytja með sér sjö daga skammt af ávana- og fíknilyfjum sem keypt eru erlendis, en 30 daga skammt ef viðkomandi er með vottorð frá norskum lækni.Haldlagðar Xanax og OxyContin-töflur í skömmtum langt umfram nauðsynlega lyfjagjöf.Sama mynstur Eins og á Íslandi nýttu Norðmenn sér smugu í reglugerð áður en henni var breytt, um flutning lyfja til einkaneyslu. Heimilt var að flytja með sér 30 daga skammt nauðsynlegra róandi og verkjalyfja ef lyfjaávísun og vottorði erlendra lækna var framvísað. Árið 2015 fjölluðu blaðamenn norska héraðsdagblaðsins Trønder-Avisa um svartan markað lyfjanna og flutning norskra ferðamanna á þeim til landsins. Í Noregi eins og á Íslandi fór að bera á söluaukningu ávanabindandi róandi lyfja og verkjalyfja á svörtum markaði. Á sama tíma lögðu norskir tollverðir hald á mikið magn fíknilyfja í farangri fólks sem ferðaðist frá Alicante. Eins og hér var slóðin rakin til Benidorm og til sama læknis, Torres.MST, morfínlyf sem var flutt inn til landsins.Ljóstraði upp um dr. Torres Blaðamaður Trønder-Avisa Stian Manka ákvað að staðreyna frásagnir fólks sem hafði flutt inn fíknilyf með þessum hætti og flaug til Alicante í þeim tilgangi að rannsaka starfsemi Dr. Torres á Benidorm. Manka hafði verið trúað fyrir því að Dr. Torres tæki rúmlega 200 evrur fyrir að ávísa skammti fíknilyfja og það var reyndin. Stian greiddi spænska lækninum Dr. Torres tæpar 25 þúsund krónur undir borðið fyrir lyfjaávísun upp á risastóran skammt af fíknilyfjum án þess að þurfa að sýna fram á heilsufarsvanda. Hér að neðan fylgir brot úr grein Stian sem var birt þann 3. Október 2015 í Trønder-Avisa þar sem Manka ræðir við dr. Torres. – Halló. Er ég að tala við Dr. Torres? – Dr. Torres, já – Ég heiti Manka, Ég er frá Noregi. – Allt í lagi, Manka. Hvernig hefur þú það, hvað get ég gert fyrir þig? – Ég fékk númerið þitt hjá góðum vini. Ég vil kaupa lyfjaávísun. – Ok. Hvað viltu fá frá mér? – Ég vil fá Dolcontin. Eða MST. Ertu með það? – Auðvitað. Hversu mikið? Fjórar MST? Í hverri öskju eru hundrað töflur. – Tvær eru fínt. En ég vil líka fá 100 af valíum. – Ok. 5 mg eða 10 mg? – 10 mg. – Ok. Ég skal græja það fyrir þig. Þú getur komið á stofuna til mín. Ég verð við eftir klukkan 17. – Hvað kostar þetta? – 220 evrur. Ég skal tala við apótekið svo þú getir fengið pillurnar þínar í kvöld. – 220 evrur, ok. Er það bæði fyrir pillurnar og lyfjaávísunina? – Nei, nei. 220 evrur er bara fyrir lyfjaávísunina. Þú verður að fara í apótekið til að sækja pillurnar. En ég skal tala við þau. Svo þeir hafi pillurnar til fyrir þig. Þú vilt fá pillurnar þínar í kvöld. – Ok. Sé þig klukkan 17. – Ja. Ég þarf eftirnafnið þitt herra? – Manka. M – A -N – K – A. – Fínt. Sé þig á stofunni minni. Manka fer klukkan fimm á Centro Medico og lýsir fundi sínum með Dr. Torres. Hávöxnum og vel klæddum manni á sextugsaldri. – Svo það ert þú sem hringdir fyrr í dag og vildir fá Valíum og MST? – Já – Hversu lengi hefur þú notað lyfin? – Kanski í tvö ár. –Hefur þú lent í slysi eða eitthvað þvíumlíkt? – Nei, krabbamein. – Krabbamein. Gott. Manke segir Dr. Torres ekki hafa spurt hann á nokkurn hátt frekar út í sjúkdómsástand sitt eða þörf fyrir töflurnar. Heldur hafi hann einfaldlega gefið út lyfjaávísun fyrir 120 morfíntöflum þótt hann hafi reyndar fyrr um daginn boðist til að skrifa út 240 töflur og 100 Valíumtöflum. Hann rukkar Manke um 220 evrur og vill fá seðla og alls ekki gefa kvittun. Hann samþykkir hins vegar að láta Manke fá pappíra til að sýna tollyfirvöldum. – Hvenær er flugið þitt? – Í fyrramálið. – Ég skal hjálpa þér. Manke segir Torres hafa skrifað upp á þörf fyrir lyfin. En skrifað undir með öðru nafni. Þetta stóð á vottorðinu: Mr. Manka –ríkisborgari í Noregi– hefur verið í meðferð á stofu okkar. Hann er á leið heim til Noregs. Hann fær með sér lyf sem hann þarf í 30 daga, Valium og MST Continus. Blaðamaður Fréttablaðsins reyndi að hafa samband við Dr. Torres en fékk ekki aðgang að honum og talaði við ritara á stofunni. Það reyndist afar auðvelt að fá tíma hjá lækninum og ritarinn lofaði því að hann myndi hjálpa. -Hæ er dr. Torres við? -Já, bíddu. hvers vegna ertu að hringja? -Ég er að hringja frá Íslandi. Kem til Alicante í kvöld og þarf að hitta dr. Torres? -Bíddu, hvenær kemurðu á morgun? -Flugið mitt er klukkan 3 og ég lendi í kvöld. Ég vil hitta hann snemma á laugardagsmorgun. -Við opnum klukkan 10 þú mátt koma klukkan 11. -Læknirinn minn heima á Íslandi er í sumarfríi. Ég þarf lyfjaávísun. -Já, ertu með einhverja pappíra? -Er það nauðsynlegt? Hann er í sumarfríi.... -Komdu bara með það sem þú átt. Það má vera hvað sem er. Bara hvað sem er sem hjálpar okkur að vita hvaða lyf þú þarft. -Má það vera gömul lyfjaávísun eða bara hvað sem er? -Já -En skiptir það máli hvað það er? -Nei, nei, nei. -Má ég ekki tala við hann? -Nei komdu bara á morgun. -Og hann mun alveg örugglega hjálpa mér? -Já hann gerir það. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja eins og OxyContin og Xanax. 6. júlí 2018 07:00 Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. 6. júlí 2018 21:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Benidorm er íslenskum sóldýrkendum vel kunnur og einn vinsælasti áfangastaður þeirra um áraraðir. Leið flestra ferðalanga liggur með flugi frá Íslandi á alþjóðaflugvöllinn á Alicante og svo þaðan til Benidorm og annarra smábæja á Costa Blanca strandlengjunni. Á verslunargötu, þar sem eru hótel, barir og minjagripaverslanir, rétt við ströndina Playa Levante á Benidorm, er að finna litla læknastofu, Centro Medico Benidorm. Þar starfa nokkrir læknar, þeirra á meðal Torres, sem hefur skrifað upp á fíknilyf í miklu magni fyrir ferðamenn sem leita til hans. Meðal annars Norðmenn og Íslendinga. Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Fréttablaðið greindi frá því í gær að slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja, þeirra á meðal til Torres.Framvísa erlendum vottorðum Torres er stórtækur og hefur ávísað gríðarlega stórum skömmtum til Íslendinga sem eiga sér ekki heilsufarssögu sem rökstyður að nauðsynlegt sé að nota slík lyf. Tollgæslan hefur ekki heimild til að greina frá einstökum málum en rannsóknardeild Tollgæslunnar svaraði fyrirspurn Fréttablaðsins og gaf dæmi um haldlagt magn fíknilyfja sem flutt eru til landsins. Stærstur hluti þeirra er frá Spáni og ferðamenn framvísa lyfjaávísunum og vottorðum frá þarlendum læknum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að nafn Torres komi fyrir á vottorðum og lyfjaávísunum sem Íslendingar framvísa. Það sem af er ári hefur Tollgæslan lagt hald á nærri 18.900 töflur af ávana- og fíknilyfjum. Þar af eru um það bil 3.100 OxyContin-töflur, 1.950 MST Continus-töflur (morfín) og 5.200 töflur af Alprazolam (Xanax).Benidorm er vinsæll áfangastaður Íslendinga. Læknastofa Torres er á Levante-ströndinni.Vísir/EPAReglugerðum breytt í Noregi Íslenskar reglugerðir auðvelda ferðamönnum að flytja lyf með sér til landsins. Þeim, sem hafa fengið uppáskrifuð lyf frá læknum á Spáni og flutt þau til landsins, er í raun heimilt að flytja til landsins lyf til eigin nota ef þeir framvísa vottorði læknis eða lyfseðli en þeir þurfa líka að sýna fram á að lyfin séu nauðsynleg í því magni sem flutt er inn. Í flokki ávana- og fíknilyfja er leyfilegt að flytja með sér magn sem svarar mest til 30 daga notkunar. Reglugerðir í Noregi voru svipaðar og hér á landi. Þær voru hertar árið 2016 vegna stóraukins flutnings ávanabindandi fíknilyfja til landsins sem síðan voru seld á svörtum markaði. Í dag mega ferðamenn með norskt ríkisfang einungis flytja með sér sjö daga skammt af ávana- og fíknilyfjum sem keypt eru erlendis, en 30 daga skammt ef viðkomandi er með vottorð frá norskum lækni.Haldlagðar Xanax og OxyContin-töflur í skömmtum langt umfram nauðsynlega lyfjagjöf.Sama mynstur Eins og á Íslandi nýttu Norðmenn sér smugu í reglugerð áður en henni var breytt, um flutning lyfja til einkaneyslu. Heimilt var að flytja með sér 30 daga skammt nauðsynlegra róandi og verkjalyfja ef lyfjaávísun og vottorði erlendra lækna var framvísað. Árið 2015 fjölluðu blaðamenn norska héraðsdagblaðsins Trønder-Avisa um svartan markað lyfjanna og flutning norskra ferðamanna á þeim til landsins. Í Noregi eins og á Íslandi fór að bera á söluaukningu ávanabindandi róandi lyfja og verkjalyfja á svörtum markaði. Á sama tíma lögðu norskir tollverðir hald á mikið magn fíknilyfja í farangri fólks sem ferðaðist frá Alicante. Eins og hér var slóðin rakin til Benidorm og til sama læknis, Torres.MST, morfínlyf sem var flutt inn til landsins.Ljóstraði upp um dr. Torres Blaðamaður Trønder-Avisa Stian Manka ákvað að staðreyna frásagnir fólks sem hafði flutt inn fíknilyf með þessum hætti og flaug til Alicante í þeim tilgangi að rannsaka starfsemi Dr. Torres á Benidorm. Manka hafði verið trúað fyrir því að Dr. Torres tæki rúmlega 200 evrur fyrir að ávísa skammti fíknilyfja og það var reyndin. Stian greiddi spænska lækninum Dr. Torres tæpar 25 þúsund krónur undir borðið fyrir lyfjaávísun upp á risastóran skammt af fíknilyfjum án þess að þurfa að sýna fram á heilsufarsvanda. Hér að neðan fylgir brot úr grein Stian sem var birt þann 3. Október 2015 í Trønder-Avisa þar sem Manka ræðir við dr. Torres. – Halló. Er ég að tala við Dr. Torres? – Dr. Torres, já – Ég heiti Manka, Ég er frá Noregi. – Allt í lagi, Manka. Hvernig hefur þú það, hvað get ég gert fyrir þig? – Ég fékk númerið þitt hjá góðum vini. Ég vil kaupa lyfjaávísun. – Ok. Hvað viltu fá frá mér? – Ég vil fá Dolcontin. Eða MST. Ertu með það? – Auðvitað. Hversu mikið? Fjórar MST? Í hverri öskju eru hundrað töflur. – Tvær eru fínt. En ég vil líka fá 100 af valíum. – Ok. 5 mg eða 10 mg? – 10 mg. – Ok. Ég skal græja það fyrir þig. Þú getur komið á stofuna til mín. Ég verð við eftir klukkan 17. – Hvað kostar þetta? – 220 evrur. Ég skal tala við apótekið svo þú getir fengið pillurnar þínar í kvöld. – 220 evrur, ok. Er það bæði fyrir pillurnar og lyfjaávísunina? – Nei, nei. 220 evrur er bara fyrir lyfjaávísunina. Þú verður að fara í apótekið til að sækja pillurnar. En ég skal tala við þau. Svo þeir hafi pillurnar til fyrir þig. Þú vilt fá pillurnar þínar í kvöld. – Ok. Sé þig klukkan 17. – Ja. Ég þarf eftirnafnið þitt herra? – Manka. M – A -N – K – A. – Fínt. Sé þig á stofunni minni. Manka fer klukkan fimm á Centro Medico og lýsir fundi sínum með Dr. Torres. Hávöxnum og vel klæddum manni á sextugsaldri. – Svo það ert þú sem hringdir fyrr í dag og vildir fá Valíum og MST? – Já – Hversu lengi hefur þú notað lyfin? – Kanski í tvö ár. –Hefur þú lent í slysi eða eitthvað þvíumlíkt? – Nei, krabbamein. – Krabbamein. Gott. Manke segir Dr. Torres ekki hafa spurt hann á nokkurn hátt frekar út í sjúkdómsástand sitt eða þörf fyrir töflurnar. Heldur hafi hann einfaldlega gefið út lyfjaávísun fyrir 120 morfíntöflum þótt hann hafi reyndar fyrr um daginn boðist til að skrifa út 240 töflur og 100 Valíumtöflum. Hann rukkar Manke um 220 evrur og vill fá seðla og alls ekki gefa kvittun. Hann samþykkir hins vegar að láta Manke fá pappíra til að sýna tollyfirvöldum. – Hvenær er flugið þitt? – Í fyrramálið. – Ég skal hjálpa þér. Manke segir Torres hafa skrifað upp á þörf fyrir lyfin. En skrifað undir með öðru nafni. Þetta stóð á vottorðinu: Mr. Manka –ríkisborgari í Noregi– hefur verið í meðferð á stofu okkar. Hann er á leið heim til Noregs. Hann fær með sér lyf sem hann þarf í 30 daga, Valium og MST Continus. Blaðamaður Fréttablaðsins reyndi að hafa samband við Dr. Torres en fékk ekki aðgang að honum og talaði við ritara á stofunni. Það reyndist afar auðvelt að fá tíma hjá lækninum og ritarinn lofaði því að hann myndi hjálpa. -Hæ er dr. Torres við? -Já, bíddu. hvers vegna ertu að hringja? -Ég er að hringja frá Íslandi. Kem til Alicante í kvöld og þarf að hitta dr. Torres? -Bíddu, hvenær kemurðu á morgun? -Flugið mitt er klukkan 3 og ég lendi í kvöld. Ég vil hitta hann snemma á laugardagsmorgun. -Við opnum klukkan 10 þú mátt koma klukkan 11. -Læknirinn minn heima á Íslandi er í sumarfríi. Ég þarf lyfjaávísun. -Já, ertu með einhverja pappíra? -Er það nauðsynlegt? Hann er í sumarfríi.... -Komdu bara með það sem þú átt. Það má vera hvað sem er. Bara hvað sem er sem hjálpar okkur að vita hvaða lyf þú þarft. -Má það vera gömul lyfjaávísun eða bara hvað sem er? -Já -En skiptir það máli hvað það er? -Nei, nei, nei. -Má ég ekki tala við hann? -Nei komdu bara á morgun. -Og hann mun alveg örugglega hjálpa mér? -Já hann gerir það.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja eins og OxyContin og Xanax. 6. júlí 2018 07:00 Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. 6. júlí 2018 21:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja eins og OxyContin og Xanax. 6. júlí 2018 07:00
Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. 6. júlí 2018 21:00