Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, sigraði Síle með einu marki, 23-22, á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í Debrecen í Ungverjalandi.
Leikurinn var hnífjafn og var staðan jöfn í hálfleik, 11-11. Liðin skiptust á að leiða allt til enda. Íslenska liðið skoraði síðustu tvö mörk leiksins og náði með því að knýja fram eins marks sigur.
Lovísa Thompson var markahæst í liði Íslands með sjö mörk. Næst á eftir henni kom Sandra Erlingsdóttir með sex mörk. Andrea Jacobsen og Berta Rut Harðardóttir skoruðu síðan þrjú mörk hvor.
Í marki Íslands var Heiðrún Dís Magnúsdóttir með ellefu varða bolta.
Seinna í dag mætast lið Ungverjalands og Noregs og mætir sigurvegarinn úr þeim leik íslenska liðinu í 16-liða úrslitum.
Ísland sigraði Síle
Einar Sigurvinsson skrifar

Mest lesið




„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti



Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn


Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn