Segir það lensku að tala niður fjölmiðla Bergþór Másson skrifar 8. júlí 2018 12:45 Auður Jónsdóttir og Brynjar Níelsson Stefán Karlsson / Anton Brink Auður Jónsdóttir rithöfundur segir það einhverja lensku að tala niðrandi og alhæfa um fjölmiðla án þess að útskýra það neitt nánar. Hún segir að gagnrýni á fjölmiðla einkennist oft af hvatvísi. Auður var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem gagnrýndi íslenska fjölmiðla og sagði þá stunda meiri pólitík en stjórnmálamenn á Facebook síðu sinni á dögunum. Auður Jónsdóttir skrifaði nýlega bók um íslenska fjölmiðla, Þjáningarfrelsið, ásamt Steinunni Stefánsdóttur og Báru Huldu Beck. Hún spurði Brynjar hreint út í þættinum hvaða fjölmiðla hann hefði átt við og hvernig þessi meinti pólitíski vilji komi fram. „Þetta blasir við á ákveðnum fjölmiðlum, þú sérð þetta meira á öðrum, þú sérð þetta mjög áberandi á Stundinni, þú sérð þetta svoldið áberandi finnst mér í Kjarnanum og Kvennablaðinu“ sagði Brynjar. Auður kom blaðamönnum til varnar. „Það er einhver lenska að tala mjög niðrandi og alhæfa um fjölmiðla án þess að útskýra það neitt nánar, mér finnst þetta hættulegt af því að þetta er stétt sem má hafa fullt í fangi við að sinna sínu og það er oft verið að vega að æru fólks með einhverjum svona alhæfingum og verið að gefa til kynna að það sé ekki heilt í sínu starfi.“ Margt fólk vinnur í fjölmiðlum af ástríðu sagði Auður og bætti við að stéttin væri illa launuð og lítið starfsöryggi fylgdi starfinu. Brynjar sagði að tilvist RÚV leiddi til þess að aðrir fjölmiðlar væru veikari en ella og vísaði til stærðar RÚV og stöðu á auglýsingamarkaði. Þessu mótmælti Auður og sagði að það sé mikilvægt að hafa óháðan fjölmiðil í eigu samfélagsins. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Auði og Brynjar í Sprengisandi í tvemur hlutum. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Brynjar telur Ásmund ofsóttan Þórhildur Sunna segir Brynjar væla eins og stunginn grís. 26. febrúar 2018 13:15 Auður Jónsdóttir sýknuð af meiðyrðum Greinina ritaði Auður til stuðnings forsetaframboði Andra Snæs Magnasonar rithöfundar en þar gagnrýndi hún ágang hestaleigunnar Laxnes á gróðurfar í Mosfellsdal. 31. janúar 2018 16:38 Brynjar Níelsson aftur á Facebook á morgun Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, býst við því að snúa aftur á Facebook á morgun. 7. janúar 2018 17:57 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Auður Jónsdóttir rithöfundur segir það einhverja lensku að tala niðrandi og alhæfa um fjölmiðla án þess að útskýra það neitt nánar. Hún segir að gagnrýni á fjölmiðla einkennist oft af hvatvísi. Auður var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem gagnrýndi íslenska fjölmiðla og sagði þá stunda meiri pólitík en stjórnmálamenn á Facebook síðu sinni á dögunum. Auður Jónsdóttir skrifaði nýlega bók um íslenska fjölmiðla, Þjáningarfrelsið, ásamt Steinunni Stefánsdóttur og Báru Huldu Beck. Hún spurði Brynjar hreint út í þættinum hvaða fjölmiðla hann hefði átt við og hvernig þessi meinti pólitíski vilji komi fram. „Þetta blasir við á ákveðnum fjölmiðlum, þú sérð þetta meira á öðrum, þú sérð þetta mjög áberandi á Stundinni, þú sérð þetta svoldið áberandi finnst mér í Kjarnanum og Kvennablaðinu“ sagði Brynjar. Auður kom blaðamönnum til varnar. „Það er einhver lenska að tala mjög niðrandi og alhæfa um fjölmiðla án þess að útskýra það neitt nánar, mér finnst þetta hættulegt af því að þetta er stétt sem má hafa fullt í fangi við að sinna sínu og það er oft verið að vega að æru fólks með einhverjum svona alhæfingum og verið að gefa til kynna að það sé ekki heilt í sínu starfi.“ Margt fólk vinnur í fjölmiðlum af ástríðu sagði Auður og bætti við að stéttin væri illa launuð og lítið starfsöryggi fylgdi starfinu. Brynjar sagði að tilvist RÚV leiddi til þess að aðrir fjölmiðlar væru veikari en ella og vísaði til stærðar RÚV og stöðu á auglýsingamarkaði. Þessu mótmælti Auður og sagði að það sé mikilvægt að hafa óháðan fjölmiðil í eigu samfélagsins. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Auði og Brynjar í Sprengisandi í tvemur hlutum.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Brynjar telur Ásmund ofsóttan Þórhildur Sunna segir Brynjar væla eins og stunginn grís. 26. febrúar 2018 13:15 Auður Jónsdóttir sýknuð af meiðyrðum Greinina ritaði Auður til stuðnings forsetaframboði Andra Snæs Magnasonar rithöfundar en þar gagnrýndi hún ágang hestaleigunnar Laxnes á gróðurfar í Mosfellsdal. 31. janúar 2018 16:38 Brynjar Níelsson aftur á Facebook á morgun Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, býst við því að snúa aftur á Facebook á morgun. 7. janúar 2018 17:57 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Brynjar telur Ásmund ofsóttan Þórhildur Sunna segir Brynjar væla eins og stunginn grís. 26. febrúar 2018 13:15
Auður Jónsdóttir sýknuð af meiðyrðum Greinina ritaði Auður til stuðnings forsetaframboði Andra Snæs Magnasonar rithöfundar en þar gagnrýndi hún ágang hestaleigunnar Laxnes á gróðurfar í Mosfellsdal. 31. janúar 2018 16:38
Brynjar Níelsson aftur á Facebook á morgun Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, býst við því að snúa aftur á Facebook á morgun. 7. janúar 2018 17:57