Segir það lensku að tala niður fjölmiðla Bergþór Másson skrifar 8. júlí 2018 12:45 Auður Jónsdóttir og Brynjar Níelsson Stefán Karlsson / Anton Brink Auður Jónsdóttir rithöfundur segir það einhverja lensku að tala niðrandi og alhæfa um fjölmiðla án þess að útskýra það neitt nánar. Hún segir að gagnrýni á fjölmiðla einkennist oft af hvatvísi. Auður var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem gagnrýndi íslenska fjölmiðla og sagði þá stunda meiri pólitík en stjórnmálamenn á Facebook síðu sinni á dögunum. Auður Jónsdóttir skrifaði nýlega bók um íslenska fjölmiðla, Þjáningarfrelsið, ásamt Steinunni Stefánsdóttur og Báru Huldu Beck. Hún spurði Brynjar hreint út í þættinum hvaða fjölmiðla hann hefði átt við og hvernig þessi meinti pólitíski vilji komi fram. „Þetta blasir við á ákveðnum fjölmiðlum, þú sérð þetta meira á öðrum, þú sérð þetta mjög áberandi á Stundinni, þú sérð þetta svoldið áberandi finnst mér í Kjarnanum og Kvennablaðinu“ sagði Brynjar. Auður kom blaðamönnum til varnar. „Það er einhver lenska að tala mjög niðrandi og alhæfa um fjölmiðla án þess að útskýra það neitt nánar, mér finnst þetta hættulegt af því að þetta er stétt sem má hafa fullt í fangi við að sinna sínu og það er oft verið að vega að æru fólks með einhverjum svona alhæfingum og verið að gefa til kynna að það sé ekki heilt í sínu starfi.“ Margt fólk vinnur í fjölmiðlum af ástríðu sagði Auður og bætti við að stéttin væri illa launuð og lítið starfsöryggi fylgdi starfinu. Brynjar sagði að tilvist RÚV leiddi til þess að aðrir fjölmiðlar væru veikari en ella og vísaði til stærðar RÚV og stöðu á auglýsingamarkaði. Þessu mótmælti Auður og sagði að það sé mikilvægt að hafa óháðan fjölmiðil í eigu samfélagsins. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Auði og Brynjar í Sprengisandi í tvemur hlutum. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Brynjar telur Ásmund ofsóttan Þórhildur Sunna segir Brynjar væla eins og stunginn grís. 26. febrúar 2018 13:15 Auður Jónsdóttir sýknuð af meiðyrðum Greinina ritaði Auður til stuðnings forsetaframboði Andra Snæs Magnasonar rithöfundar en þar gagnrýndi hún ágang hestaleigunnar Laxnes á gróðurfar í Mosfellsdal. 31. janúar 2018 16:38 Brynjar Níelsson aftur á Facebook á morgun Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, býst við því að snúa aftur á Facebook á morgun. 7. janúar 2018 17:57 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira
Auður Jónsdóttir rithöfundur segir það einhverja lensku að tala niðrandi og alhæfa um fjölmiðla án þess að útskýra það neitt nánar. Hún segir að gagnrýni á fjölmiðla einkennist oft af hvatvísi. Auður var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem gagnrýndi íslenska fjölmiðla og sagði þá stunda meiri pólitík en stjórnmálamenn á Facebook síðu sinni á dögunum. Auður Jónsdóttir skrifaði nýlega bók um íslenska fjölmiðla, Þjáningarfrelsið, ásamt Steinunni Stefánsdóttur og Báru Huldu Beck. Hún spurði Brynjar hreint út í þættinum hvaða fjölmiðla hann hefði átt við og hvernig þessi meinti pólitíski vilji komi fram. „Þetta blasir við á ákveðnum fjölmiðlum, þú sérð þetta meira á öðrum, þú sérð þetta mjög áberandi á Stundinni, þú sérð þetta svoldið áberandi finnst mér í Kjarnanum og Kvennablaðinu“ sagði Brynjar. Auður kom blaðamönnum til varnar. „Það er einhver lenska að tala mjög niðrandi og alhæfa um fjölmiðla án þess að útskýra það neitt nánar, mér finnst þetta hættulegt af því að þetta er stétt sem má hafa fullt í fangi við að sinna sínu og það er oft verið að vega að æru fólks með einhverjum svona alhæfingum og verið að gefa til kynna að það sé ekki heilt í sínu starfi.“ Margt fólk vinnur í fjölmiðlum af ástríðu sagði Auður og bætti við að stéttin væri illa launuð og lítið starfsöryggi fylgdi starfinu. Brynjar sagði að tilvist RÚV leiddi til þess að aðrir fjölmiðlar væru veikari en ella og vísaði til stærðar RÚV og stöðu á auglýsingamarkaði. Þessu mótmælti Auður og sagði að það sé mikilvægt að hafa óháðan fjölmiðil í eigu samfélagsins. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Auði og Brynjar í Sprengisandi í tvemur hlutum.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Brynjar telur Ásmund ofsóttan Þórhildur Sunna segir Brynjar væla eins og stunginn grís. 26. febrúar 2018 13:15 Auður Jónsdóttir sýknuð af meiðyrðum Greinina ritaði Auður til stuðnings forsetaframboði Andra Snæs Magnasonar rithöfundar en þar gagnrýndi hún ágang hestaleigunnar Laxnes á gróðurfar í Mosfellsdal. 31. janúar 2018 16:38 Brynjar Níelsson aftur á Facebook á morgun Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, býst við því að snúa aftur á Facebook á morgun. 7. janúar 2018 17:57 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira
Brynjar telur Ásmund ofsóttan Þórhildur Sunna segir Brynjar væla eins og stunginn grís. 26. febrúar 2018 13:15
Auður Jónsdóttir sýknuð af meiðyrðum Greinina ritaði Auður til stuðnings forsetaframboði Andra Snæs Magnasonar rithöfundar en þar gagnrýndi hún ágang hestaleigunnar Laxnes á gróðurfar í Mosfellsdal. 31. janúar 2018 16:38
Brynjar Níelsson aftur á Facebook á morgun Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, býst við því að snúa aftur á Facebook á morgun. 7. janúar 2018 17:57