Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Elísabet Inga Sigurðardóttir og Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2018 11:47 Skriðan rann yfir farveg Hítarár sem stíflaðist. Jón G. Guðbrandsson Íbúi í Hítardal segir að Hítará hafi fundið sér nýjan farveg fram hjá skriðunni miklu sem féll úr Fagraskógarfjalli í gær. Ofanflóðasérfræðingur Veðurstofunnar segir starfsmenn hennar að störfum í dalnum í dag við mælingar á skriðunni og lóninu sem hefur myndast fyrir ofan hana. Erla Dögg Ármannsdóttir á bænum Hítardal í samnefndum dal segir lónið líta svipað út og í gærkvöldi. Í það minnsta hafi ekki lækkað í því. Skriðan rann yfir farveg Hítarár og stíflaði hana. „Áin hefur fundiðst sér farveg fram hjá skriðunni og kannski þann farveg sem við vorum að vonum að hún myndi finna sér,“ segir hún. Vatnið leitar nú í Tálma, hliðará Hítarár. Erla Dögg segir að vatnið í Tálma sér nú farið að aukast. Leiddar hafa verið líkur að því að vætutíðin undanfarið hafi komið skriðunni af stað. Þannig sagði Finnbogi Rögnvaldsson, jarðfræðingur, að rigningarvatn hefði safnast upp í gömlum jarðskjálftasprungum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þrýstingur af völdum vatnsins hefði valdið því að stór spilda féll úr fjallinu í gærmorgun. Magni Hreinn Jónsson, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að rúmlega 200 millímetrar regns hafi mælst í Fíflholti, nærri Hítardal, frá 1. apríl. Úrkoman hafi verið nokkuð jöfn á tímabilinu og engar stórrigningar. Hann segir sérfræðinga að störfum á skriðusvæðinu í dag. Þeir ætli að mæla skriðuna, upptök hennar og úthlaupið. Vatnasérfræðingur fylgist einnig með vatnssöfnun fyrir ofan stífluna og rennsli Hítarár. Skriðufall í Hítardal Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Almannavarnir meta ástandið í Hítardal Almannavarnir eru að meta ástandið í Hítardal eftir skriðufall. 7. júlí 2018 14:37 „Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Íbúi í Hítardal segir að Hítará hafi fundið sér nýjan farveg fram hjá skriðunni miklu sem féll úr Fagraskógarfjalli í gær. Ofanflóðasérfræðingur Veðurstofunnar segir starfsmenn hennar að störfum í dalnum í dag við mælingar á skriðunni og lóninu sem hefur myndast fyrir ofan hana. Erla Dögg Ármannsdóttir á bænum Hítardal í samnefndum dal segir lónið líta svipað út og í gærkvöldi. Í það minnsta hafi ekki lækkað í því. Skriðan rann yfir farveg Hítarár og stíflaði hana. „Áin hefur fundiðst sér farveg fram hjá skriðunni og kannski þann farveg sem við vorum að vonum að hún myndi finna sér,“ segir hún. Vatnið leitar nú í Tálma, hliðará Hítarár. Erla Dögg segir að vatnið í Tálma sér nú farið að aukast. Leiddar hafa verið líkur að því að vætutíðin undanfarið hafi komið skriðunni af stað. Þannig sagði Finnbogi Rögnvaldsson, jarðfræðingur, að rigningarvatn hefði safnast upp í gömlum jarðskjálftasprungum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þrýstingur af völdum vatnsins hefði valdið því að stór spilda féll úr fjallinu í gærmorgun. Magni Hreinn Jónsson, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að rúmlega 200 millímetrar regns hafi mælst í Fíflholti, nærri Hítardal, frá 1. apríl. Úrkoman hafi verið nokkuð jöfn á tímabilinu og engar stórrigningar. Hann segir sérfræðinga að störfum á skriðusvæðinu í dag. Þeir ætli að mæla skriðuna, upptök hennar og úthlaupið. Vatnasérfræðingur fylgist einnig með vatnssöfnun fyrir ofan stífluna og rennsli Hítarár.
Skriðufall í Hítardal Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Almannavarnir meta ástandið í Hítardal Almannavarnir eru að meta ástandið í Hítardal eftir skriðufall. 7. júlí 2018 14:37 „Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32
Almannavarnir meta ástandið í Hítardal Almannavarnir eru að meta ástandið í Hítardal eftir skriðufall. 7. júlí 2018 14:37
„Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45