Heyrði mikla skruðninga í Hítárdal fyrir miðnætti á föstudag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júlí 2018 21:15 Mynd/Sumarliði Ásgeirsson Veiðimenn sem staddir voru í grennd við Fagraskógarfjalli nokkrum klukkutímum áður en að skriðan mikla féll í Hítardal á Mýrum snemma morguns á laugardag segjast hafa hafa orðið varir við skriðu úr fjallinu nokkrum klukkutímum áður en stóra skriðan féll. Refaskytta sem lá í greni í grennd við fjallið heyrði mikla skruðninga skömmu fyrir miðnætti á föstudag. „Ég lá á greni og var að veiða refi og svo heyrði ég í þessu. Það var lágskýjað þannig að ég sá þetta ekki en svo létti til fljótlega og þá sáum við sárið í fjallinu,“ segir Guðmundur Símonarson í samtali við Vísi. Hann segir hávaðann hafa verið mikinn en Guðmundur telur að hann hafi verið um tvo kílómetra frá fjallinu. „Þetta var svona eins og það væri að koma þyrla. Allt í einu byrjaði það og allt í einu var það búið,“ segir Guðmundur sem varð einnig var við grjóthrun úr fjallinu alveg til klukkan fjögur um nóttina. Guðmundur yfirgaf svo dalinn um klukkan fimm um morguninn en íbúar á bænum Hítárdal telja líklegast að stóra skriðan hafi fallið á milli fjögur og sex en dóttir þeirra heyrði drunurnar. Undanfari stóru skriðunnar Í samtali við Vísi segir Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands að veðurstofan hafi einnig heyrt af því að skriða hafi farið niður fjallið fyrir miðnætti á föstudaginn. „Já, við höfðum heyrt þetta og það hlýtur að vera rétt hjá honum að það hafi verið skriðuföll þarna um nóttina. Þetta hefur þá verið undanfari þessarar stóru skriðu. Ummerkin um litlu skriðuna eru horfin undir þá stóru,“ segir Magni. Sérfræðingar hafa verið að störfum við skriðuna í allan dag við mælingar. Eftir á að vinna úr þeim mælingum en segir Magni að útlit sé fyrir að magn efnis í skriðunni nemi um tíu til tuttugu milljón rúmmetrum. „Þannig að þetta er með stærstu skriðum á sögulegum tíma hérna á Íslandi,“ segir Magni en til samanburðar má geta þess að talið er að berghlaupið sem varð við Öskjuvatn árið 2014 hafi verið um tuttugu milljón rúmmetrar. Skriðufall í Hítardal Tengdar fréttir Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 „Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Veiðimenn sem staddir voru í grennd við Fagraskógarfjalli nokkrum klukkutímum áður en að skriðan mikla féll í Hítardal á Mýrum snemma morguns á laugardag segjast hafa hafa orðið varir við skriðu úr fjallinu nokkrum klukkutímum áður en stóra skriðan féll. Refaskytta sem lá í greni í grennd við fjallið heyrði mikla skruðninga skömmu fyrir miðnætti á föstudag. „Ég lá á greni og var að veiða refi og svo heyrði ég í þessu. Það var lágskýjað þannig að ég sá þetta ekki en svo létti til fljótlega og þá sáum við sárið í fjallinu,“ segir Guðmundur Símonarson í samtali við Vísi. Hann segir hávaðann hafa verið mikinn en Guðmundur telur að hann hafi verið um tvo kílómetra frá fjallinu. „Þetta var svona eins og það væri að koma þyrla. Allt í einu byrjaði það og allt í einu var það búið,“ segir Guðmundur sem varð einnig var við grjóthrun úr fjallinu alveg til klukkan fjögur um nóttina. Guðmundur yfirgaf svo dalinn um klukkan fimm um morguninn en íbúar á bænum Hítárdal telja líklegast að stóra skriðan hafi fallið á milli fjögur og sex en dóttir þeirra heyrði drunurnar. Undanfari stóru skriðunnar Í samtali við Vísi segir Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands að veðurstofan hafi einnig heyrt af því að skriða hafi farið niður fjallið fyrir miðnætti á föstudaginn. „Já, við höfðum heyrt þetta og það hlýtur að vera rétt hjá honum að það hafi verið skriðuföll þarna um nóttina. Þetta hefur þá verið undanfari þessarar stóru skriðu. Ummerkin um litlu skriðuna eru horfin undir þá stóru,“ segir Magni. Sérfræðingar hafa verið að störfum við skriðuna í allan dag við mælingar. Eftir á að vinna úr þeim mælingum en segir Magni að útlit sé fyrir að magn efnis í skriðunni nemi um tíu til tuttugu milljón rúmmetrum. „Þannig að þetta er með stærstu skriðum á sögulegum tíma hérna á Íslandi,“ segir Magni en til samanburðar má geta þess að talið er að berghlaupið sem varð við Öskjuvatn árið 2014 hafi verið um tuttugu milljón rúmmetrar.
Skriðufall í Hítardal Tengdar fréttir Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 „Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17
Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47
„Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45