Stjörnukokkurinn og þáttastjórnandinn Gordan Ramsay var staddur hér á landi um helgina ef marka má myndir sem hann birti á Instagram. Af þeim að dæma fór þessi heimsþekkti sjónvarpskokkur í laxveiði og út að borða á veitingastaðinn Sumac á Laugavegi á föstudagskvöld.
„Besti lax í heimi,“ skrifaði kokkurinn, sem liggur vanalega ekki á skoðunum sínum, með mynd sem hann birti á Instagram og brosir sínu breiðasta. Þá sagði Ramsey matinn á Sumac með því betra sem maður fengi í Reykjavík.