Að lifa í sátt og samlyndi við sjálfan sig Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 9. júlí 2018 11:12 Það getur verið flókið að vera til. Að upplifa allar þessar tilfinningar og hugsanir sem við finnum fyrir innra með okkur. Það virðist stundum vera algjörlega óyfirstíganlegt að geta nokkurn tímann lifað í sátt og samlyndi með allar þessar tilfinningar og hugsanir. Hvort sem það eru tilfinningar eins og reiði, ótti, depurð eða hugsanir sem vekja upp erfiðar tilfinningar eins og sjálfsgagnrýni, hugsanir um það sem við óttumst eða bara aðrar hugsanir, sem koma okkur úr jafnvægi. Það getur verið nær ómögulegt að gera árángursríkar tilraunir til að stýra þessum upplifunum sem streyma inn í meðvitund í tíma og ótíma. Hvort sem það er eitthvað innra með manni eða í umhverfinu sem ýtir undir þessar tilfinningar eða hugsanir. Þetta eru flókin ferli sem er erfitt er að hafa stjórn á. Hvernig er hægt að lifa í sátt og samlyndi með þetta tilfinninga og hugsanastreymi? Hvernig er hægt að efla getuna til þess að lifa með alla þessa flóru? Hvernig er hægt að þróa með sér færni og getu til þess að lifa í sátt og samlyndi með allan þennan hrærigraut? Það eru til ýmsar leiðir til þess og margir búa nú þegar yfir bæði uppbyggilegum og skaðlegum leiðum til þess. Allt frá því að fara í líkamsrækt, hitta góðan vin til þess að borða óhóflega eða einangra sig. Rannsóknir hafa einnig fundið leiðir innan sálfræðinnar sem hafa borið árangur í því að takast á við streituna sem getur fylgt öllum þessum upplifunum í daglegu lífi og starfi. Ein þessara leiða er að sýna sjálfum sér samkennd. Það er í raun og veru alveg gífurlega einföld leið en á sama tíma getur verið erfitt að stunda hana. Hún snýst einfaldlega um að vera opin fyrir erfiðum tilfinningum, sársauka, mistökum og veikleikum sínum og á sama tíma sýna sér umhyggju og góðvild. Það er að vera meðvitaður um erfiðu tilfinninguna, hugsunina, eða hvað sem það er sem er að rugga bátnum og upplifa ást og kærleika gagnvart sjálfum sér, þrátt fyrir upplifunina. Gífurlega einfalt í orðum en í framkvæmd þá getur verið auðvelt að flækja þetta fyrir sjálfum sér. Í huganum geta komið hugsanir um það að viðkomandi eigi þessa góðvild og umhyggju ekki skilið, að hann sé ekki nógu góður og sérstaklega að það sé eitthvað að honum út af því að hann hugsar þessa hugsun eða upplifir þessa tilfinningu. Þannig getur hugurinn því miður hindrað þetta einfalda verk að sýna sér einfaldlega góðvild og umhyggju þegar stormurinn svífur yfir í meðvitundinni. Rannsóknir sýna að þeir sem að tileinka sér samkennd gagnvart sjálfum sér upplifa meiri vellíðan, bjartsýni og betri færni í að takast á við ýmsa streituvalda. Það er hægt að þjálfa sig í þessum eiginleika, með hugleiðslu, ímyndun eða einfaldlega með því að sýna sér samkennd í verki. Með því að gera eitthvað sem vekur upp umhyggju og góðvild hjá sér. (Heimildir: Warren, R., Smeets, E. og Neff, K. D. (2016). Self-criticism and self-compassion: Risk and resilience for psychopathology. Current Psychiatry, 15(12), 18-32. Germer, C. K. (2009). The mindful path to self-compassion: Freeing yourself from destructive thoughts and emotions.New York: Guilford Press.) Hægt er að stunda ýmsar æfingar sem efla mann í þessu og er listi af þeim hægt að nálgast á www.styrkleikamat.is þar sem ég held út greinum og fræðslu um þessa og fleiri hluti. Höfundur er klínískur sálfræðingur sérmenntuð í sálfræði heilsueflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Þóra Sveinsdóttir Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það getur verið flókið að vera til. Að upplifa allar þessar tilfinningar og hugsanir sem við finnum fyrir innra með okkur. Það virðist stundum vera algjörlega óyfirstíganlegt að geta nokkurn tímann lifað í sátt og samlyndi með allar þessar tilfinningar og hugsanir. Hvort sem það eru tilfinningar eins og reiði, ótti, depurð eða hugsanir sem vekja upp erfiðar tilfinningar eins og sjálfsgagnrýni, hugsanir um það sem við óttumst eða bara aðrar hugsanir, sem koma okkur úr jafnvægi. Það getur verið nær ómögulegt að gera árángursríkar tilraunir til að stýra þessum upplifunum sem streyma inn í meðvitund í tíma og ótíma. Hvort sem það er eitthvað innra með manni eða í umhverfinu sem ýtir undir þessar tilfinningar eða hugsanir. Þetta eru flókin ferli sem er erfitt er að hafa stjórn á. Hvernig er hægt að lifa í sátt og samlyndi með þetta tilfinninga og hugsanastreymi? Hvernig er hægt að efla getuna til þess að lifa með alla þessa flóru? Hvernig er hægt að þróa með sér færni og getu til þess að lifa í sátt og samlyndi með allan þennan hrærigraut? Það eru til ýmsar leiðir til þess og margir búa nú þegar yfir bæði uppbyggilegum og skaðlegum leiðum til þess. Allt frá því að fara í líkamsrækt, hitta góðan vin til þess að borða óhóflega eða einangra sig. Rannsóknir hafa einnig fundið leiðir innan sálfræðinnar sem hafa borið árangur í því að takast á við streituna sem getur fylgt öllum þessum upplifunum í daglegu lífi og starfi. Ein þessara leiða er að sýna sjálfum sér samkennd. Það er í raun og veru alveg gífurlega einföld leið en á sama tíma getur verið erfitt að stunda hana. Hún snýst einfaldlega um að vera opin fyrir erfiðum tilfinningum, sársauka, mistökum og veikleikum sínum og á sama tíma sýna sér umhyggju og góðvild. Það er að vera meðvitaður um erfiðu tilfinninguna, hugsunina, eða hvað sem það er sem er að rugga bátnum og upplifa ást og kærleika gagnvart sjálfum sér, þrátt fyrir upplifunina. Gífurlega einfalt í orðum en í framkvæmd þá getur verið auðvelt að flækja þetta fyrir sjálfum sér. Í huganum geta komið hugsanir um það að viðkomandi eigi þessa góðvild og umhyggju ekki skilið, að hann sé ekki nógu góður og sérstaklega að það sé eitthvað að honum út af því að hann hugsar þessa hugsun eða upplifir þessa tilfinningu. Þannig getur hugurinn því miður hindrað þetta einfalda verk að sýna sér einfaldlega góðvild og umhyggju þegar stormurinn svífur yfir í meðvitundinni. Rannsóknir sýna að þeir sem að tileinka sér samkennd gagnvart sjálfum sér upplifa meiri vellíðan, bjartsýni og betri færni í að takast á við ýmsa streituvalda. Það er hægt að þjálfa sig í þessum eiginleika, með hugleiðslu, ímyndun eða einfaldlega með því að sýna sér samkennd í verki. Með því að gera eitthvað sem vekur upp umhyggju og góðvild hjá sér. (Heimildir: Warren, R., Smeets, E. og Neff, K. D. (2016). Self-criticism and self-compassion: Risk and resilience for psychopathology. Current Psychiatry, 15(12), 18-32. Germer, C. K. (2009). The mindful path to self-compassion: Freeing yourself from destructive thoughts and emotions.New York: Guilford Press.) Hægt er að stunda ýmsar æfingar sem efla mann í þessu og er listi af þeim hægt að nálgast á www.styrkleikamat.is þar sem ég held út greinum og fræðslu um þessa og fleiri hluti. Höfundur er klínískur sálfræðingur sérmenntuð í sálfræði heilsueflingar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun