Litli frændi Gylfa Sig skoraði glæsilegt mark í úrslitaleik N1-mótsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. júlí 2018 13:00 Lárus Orri skorar markið glæsilega. Lárus Orri Ólafsson, tólf ára gamall frændi Gylfa Þórs Sigurðssonar, sonur Ólafs Más Sigurðssonar, bróður Gylfa, og Lilju Karítasar Lárusardóttur, var hetja FH á N1-mótinu í fótbolta sem lauk á Akureyri um helgina. Þetta risavaxna fótboltamót sem KA-menn halda fyrir drengi í fimmta flokki á ellefu og tólf ára aldri fór vel fram að vanda en í úrslitaleiknum mættust FH 1 og HK 1. FH-ingar fögnuðu sigri, 3-0. FH komst í 2-0 og lagði Lárus Orri upp annað markið en hann rak svo smiðshöggið á sigurinn með marki sem stóri frændi væri sjálfur stoltur að skora. Að sjálfsögðu var það beint úr aukaspyrnu eins og Gylfi Þór hefur gert að listgrein. Lárus Orri tók spyrnu vinstra megin við teiginn og skoraði með þrumuskot í fjærhornið og innsiglaði glæsilegan sigur FH á mótinu. HK-ingar, sem eru vanir því að keppa til úrslita og vinna N1-mótið, þurftu að lúta í gras að þessu sinni. Lárus Orri kom ekki bara við sögu í úrslitaleiknum því hann kom FH bæði í undanúrslitin og úrslitaleikinn með því að skora úr síðustu spyrnu í vítaspyrnukeppni. Lárus tók 22. vítaspyrnuna í ótrúlegri vítaspyrnukeppni FH og KA í undanúrslitum og skilaði sínum mönnum í úrslitin. Fleiri synir landsliðsfólks tóku þátt í úrslitaleiknum en með Lárusi í liði voru bæði synir Rakelar Ögmundsdóttur og Arnars Þórs Viðarssonar. Daniel Tristan Guðjohnsen, yngsti sonur Eiðs Smára, var í tapliði HK. Frábært mark Lárusar má sjá í spilaranum hér að neðan en það kemur á 9:58:36. KA TV sýndi beint frá öllum leikdögum mótsins en þáttur Sumaramótanna um N1-mótið verður á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21.15 á fimmtudagskvöldið. Íslenski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
Lárus Orri Ólafsson, tólf ára gamall frændi Gylfa Þórs Sigurðssonar, sonur Ólafs Más Sigurðssonar, bróður Gylfa, og Lilju Karítasar Lárusardóttur, var hetja FH á N1-mótinu í fótbolta sem lauk á Akureyri um helgina. Þetta risavaxna fótboltamót sem KA-menn halda fyrir drengi í fimmta flokki á ellefu og tólf ára aldri fór vel fram að vanda en í úrslitaleiknum mættust FH 1 og HK 1. FH-ingar fögnuðu sigri, 3-0. FH komst í 2-0 og lagði Lárus Orri upp annað markið en hann rak svo smiðshöggið á sigurinn með marki sem stóri frændi væri sjálfur stoltur að skora. Að sjálfsögðu var það beint úr aukaspyrnu eins og Gylfi Þór hefur gert að listgrein. Lárus Orri tók spyrnu vinstra megin við teiginn og skoraði með þrumuskot í fjærhornið og innsiglaði glæsilegan sigur FH á mótinu. HK-ingar, sem eru vanir því að keppa til úrslita og vinna N1-mótið, þurftu að lúta í gras að þessu sinni. Lárus Orri kom ekki bara við sögu í úrslitaleiknum því hann kom FH bæði í undanúrslitin og úrslitaleikinn með því að skora úr síðustu spyrnu í vítaspyrnukeppni. Lárus tók 22. vítaspyrnuna í ótrúlegri vítaspyrnukeppni FH og KA í undanúrslitum og skilaði sínum mönnum í úrslitin. Fleiri synir landsliðsfólks tóku þátt í úrslitaleiknum en með Lárusi í liði voru bæði synir Rakelar Ögmundsdóttur og Arnars Þórs Viðarssonar. Daniel Tristan Guðjohnsen, yngsti sonur Eiðs Smára, var í tapliði HK. Frábært mark Lárusar má sjá í spilaranum hér að neðan en það kemur á 9:58:36. KA TV sýndi beint frá öllum leikdögum mótsins en þáttur Sumaramótanna um N1-mótið verður á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21.15 á fimmtudagskvöldið.
Íslenski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira