Það er fyrirtækið Grettistak sem hefur tekið ána á leilgu og Orri Dór Guðnason, í forsvari þar, hefur nú þegar velt fyrir sér hugsanlegum langtímaahrifum af skriðufallinu.
„Þegar áin er búin að hreinsa nýjan farveg og jafna sig þá held ég að þetta geti haft bara góð áhrif á ána,“ segir Orri.
Hann segir að vissulega detti svæði út sem veiðisvæði í ánni vegna náttúruhamfaranna en mjög spennandi svæði komi inn á móti.
„Það er mikið áhugaverðara svæði fyrir stangveiðimenn sem er að myndast þarna,“ segir Orri.
Aðspurður segir hann að muni fara strax í öfluga klakveiði þegar hann tekur við ánni í haust og fiskur fluttur upp fyrir skriðuna.
„Þannig ætlum við að hjálpa ánni að komast fyrr í samt lag.“