Samferðamenn Jónasar minnast félaga síns: „Mesti blaðamaður sem ég vann með“ Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2018 18:43 Jónas var einn stofnanda og ritstjóri Dagblaðsins árið 1975 og varð seinna meir ritstjóri DV í tuttugu ár, eða frá árinu 1981 til 2001. Mynd/Fréttablaðið Fjölmargir hafa minnst Jónasar Kristjánssonar blaðamanns og ritstjóra, á samfélagsmiðlum í dag. Jónas lést á hjartadeild Landspítalans í gær, 78 ára að aldri.„Þar fór einn af okkar bestu sonum of snemma. Mesti blaðamaður sem ég vann með,“ segir blaðamaðurinn Ómar Valdimarsson á Facebook-síðu sinni í dag. Óðinn Jónsson, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV, minnist Jónasar sem merkilegs frumkvöðuls í íslenskri fjölmiðlasögu og að hann hafi verið beittur penni og þjóðfélagsrýnir. „Takk fyrir allt, Jónas.“ Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, segir Jónas hafa verið snilling þegar kom að stuttum og hnitmiðuðum texta. „Það voru forréttindi að taka sín fyrstu skref í blaðamennsku undir handleiðslu hans. Ég votta aðstandendum samuð mína,“ segir Kristín.Einstaklega skarpur Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamaður segist hafa hitt Jónas nokkrum sinnum og að í öll skiptin hafi þeir rætt blaðamennsku. Jóhannes lýsir Jónasi sem einstaklega skörpum og að hann hafi kveikt áhuga sinn á ýmsum málum til að skoða. „Ég fylgdist miklu lengur með ferli Jónasar sem ritstjóra en hann mér sem fréttamanni og hef ávallt borið mikla virðingu fyrir honum. Jónas skrifaði mjög beitta pistla um blaðamennsku og spillingu í íslensku samfélagi um árabil. Þetta voru stuttir og hnitmiðaðir pistlar þar sem hann hrósaði og gagnrýndi blaðamennsku og benti ítrekað á hve góð blaðamennska er mikilvæg í öllum samfélögum – pistlar sem eru mikilvæg heimild um sögu blaðamennsku á Íslandi. Námskeið Jónasar um blaðamennsku sem finna má á vefsíðunni hans eru líka mikilvæg fyrir upprennandi blaðamenn og íslenska blaðamennsku um ókomin ár. Eitt mesta hrós sem ég hef fengið fyrir mín störf kom frá Jónasi, þessum merka mentor margra íslenskra blaðamanna og íslenskrar blaðamennsku. Það þykir mér óendanlega vænt um og mikill heiður,“ segir Jóhannes.Jónas var blaðamaður og ritstjóri og sinnti fjölmörgum ritstjórnarstörfum. Mynd/FréttablaðiðMargbrotinn maður Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, minnist sömuleiðis Jónasar. „Hvíl í friði kæri Jónas. Mikið sem það var auðgandi og skemmtilegt að fá að kynnast þessum margbrotna manni.“ Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir einn beittasta og skarpasta penna landsins nú hafa fallið frá. „Ég var ekki alltaf sammála honum, en oftast þó. Hann var magnaður þjóðfélagsrýnir og kunni að beita knöppu stílbragði sem ég lærði mikið af. Ég efa ekki að hann hafi skólað marga núlifandi blaðamenn í grunnþáttum blaðamennsku. Hvíl í friði. Ég mun sakna örskrifa þinna Jónas sem ég las við hvert tækifæri.“Fáir skilið eftir sig stærri spor Illugi Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, segir í Facebook-færslu sinni að fáir, ef nokkrir, íslenskir blaðamenn hafi skilið eftir sig stærri spor í faginu en Jónas Kristjánsson sem nú er fallinn frá. „Um áhrif hans á sögu hinna ýmsu fjölmiðla má margt skrifa en fyrir ungan blaðamann fyrir nokkrum áratugum var afdráttarleysi hans lærdómsríkast. Hann kenndi manni hvorttveggja að tala enga tæpitungu og reyna aldrei að þóknast valdsmönnum. Þetta voru einkenni hans fram á síðustu stund og verða mér persónulega ævinlega efst í huga. „Blaðamaður á enga vini,“ sagði Jónas en ég votta fjölskyldu hans innilega samúð,“ segir Illugi. Andlát Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Sjá meira
Fjölmargir hafa minnst Jónasar Kristjánssonar blaðamanns og ritstjóra, á samfélagsmiðlum í dag. Jónas lést á hjartadeild Landspítalans í gær, 78 ára að aldri.„Þar fór einn af okkar bestu sonum of snemma. Mesti blaðamaður sem ég vann með,“ segir blaðamaðurinn Ómar Valdimarsson á Facebook-síðu sinni í dag. Óðinn Jónsson, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV, minnist Jónasar sem merkilegs frumkvöðuls í íslenskri fjölmiðlasögu og að hann hafi verið beittur penni og þjóðfélagsrýnir. „Takk fyrir allt, Jónas.“ Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, segir Jónas hafa verið snilling þegar kom að stuttum og hnitmiðuðum texta. „Það voru forréttindi að taka sín fyrstu skref í blaðamennsku undir handleiðslu hans. Ég votta aðstandendum samuð mína,“ segir Kristín.Einstaklega skarpur Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamaður segist hafa hitt Jónas nokkrum sinnum og að í öll skiptin hafi þeir rætt blaðamennsku. Jóhannes lýsir Jónasi sem einstaklega skörpum og að hann hafi kveikt áhuga sinn á ýmsum málum til að skoða. „Ég fylgdist miklu lengur með ferli Jónasar sem ritstjóra en hann mér sem fréttamanni og hef ávallt borið mikla virðingu fyrir honum. Jónas skrifaði mjög beitta pistla um blaðamennsku og spillingu í íslensku samfélagi um árabil. Þetta voru stuttir og hnitmiðaðir pistlar þar sem hann hrósaði og gagnrýndi blaðamennsku og benti ítrekað á hve góð blaðamennska er mikilvæg í öllum samfélögum – pistlar sem eru mikilvæg heimild um sögu blaðamennsku á Íslandi. Námskeið Jónasar um blaðamennsku sem finna má á vefsíðunni hans eru líka mikilvæg fyrir upprennandi blaðamenn og íslenska blaðamennsku um ókomin ár. Eitt mesta hrós sem ég hef fengið fyrir mín störf kom frá Jónasi, þessum merka mentor margra íslenskra blaðamanna og íslenskrar blaðamennsku. Það þykir mér óendanlega vænt um og mikill heiður,“ segir Jóhannes.Jónas var blaðamaður og ritstjóri og sinnti fjölmörgum ritstjórnarstörfum. Mynd/FréttablaðiðMargbrotinn maður Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, minnist sömuleiðis Jónasar. „Hvíl í friði kæri Jónas. Mikið sem það var auðgandi og skemmtilegt að fá að kynnast þessum margbrotna manni.“ Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir einn beittasta og skarpasta penna landsins nú hafa fallið frá. „Ég var ekki alltaf sammála honum, en oftast þó. Hann var magnaður þjóðfélagsrýnir og kunni að beita knöppu stílbragði sem ég lærði mikið af. Ég efa ekki að hann hafi skólað marga núlifandi blaðamenn í grunnþáttum blaðamennsku. Hvíl í friði. Ég mun sakna örskrifa þinna Jónas sem ég las við hvert tækifæri.“Fáir skilið eftir sig stærri spor Illugi Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, segir í Facebook-færslu sinni að fáir, ef nokkrir, íslenskir blaðamenn hafi skilið eftir sig stærri spor í faginu en Jónas Kristjánsson sem nú er fallinn frá. „Um áhrif hans á sögu hinna ýmsu fjölmiðla má margt skrifa en fyrir ungan blaðamann fyrir nokkrum áratugum var afdráttarleysi hans lærdómsríkast. Hann kenndi manni hvorttveggja að tala enga tæpitungu og reyna aldrei að þóknast valdsmönnum. Þetta voru einkenni hans fram á síðustu stund og verða mér persónulega ævinlega efst í huga. „Blaðamaður á enga vini,“ sagði Jónas en ég votta fjölskyldu hans innilega samúð,“ segir Illugi.
Andlát Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Sjá meira