Hægari vöxtur en áður í Airbnb hér á landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2018 14:52 Frá fundi Íbúðalánasjóðs í hádeginu. vísir/sigurjón Tekjur af Airbnb-útleigu á Íslandi hafa vaxið hægar á fyrstu mánuðum ársins en á sama tímabili síðustu ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði en í hádeginu í dag stóð sjóðurinn fyrir fundi um áhrif Airbnb á íslenska húsnæðismarkaðinn. Fjöldi gistieininga á Airbnb vex mun hægar áður og þá hefur bókunarhlutfall verið lægra í upphafi þessa árs en á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í skýrslu Íbúðalánasjóðs um Airbnb. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá hagdeild sjóðsins kynnti skýrsluna á fundinum í dag. „Um 6.000 gistieiningar eru nú til leigu á Airbnb á Íslandi og hefur fjöldi þeirra rúmlega tvöfaldast á tveimur árum. Ólafur áætlar að um 1.500-2.000 íbúðir og herbergi á landsvísu séu í stöðugri útleigu á Airbnb og ekki í hefðbundinni notkun sem íbúðarhúsnæði. Fram kom í erindi hans að Reykjavík er sú höfuðborg í Vestur-Evrópu sem er með næstflestar Airbnb-skráningar miðað við höfðatölu, á eftir Lissabon í Portúgal,“ segir í tilkynningunni. Greining hagdeildar Íbúðalánasjóðs bendir til þess að fjölgun Airbnb-gistieininga geti skýrt samanlagt allt að 5 til 9 prósent hækkun íbúðaverðs hér á landi á tímabilinu 2015 til 2017. Frekari rannsókna sé þó þörf á orsakasambandinu milli Airbnb-útleigu og húsnæðismarkaðar. „Stóraukið framboð, bætt nýting og hærra verð í erlendri mynt hefur valdið mikilli aukningu í tekjum af Airbnb-útleigu undanfarin tvö ár, þrátt fyrir styrkingu krónunnar. Árið 2016 voru vergar tekjur af útleigu á Airbnb hér á landi um 9,4 milljarðar en í fyrra voru þær um 19,7 milljarðar. Vöxturinn nemur 110% milli ára. Til samanburðar veltu fyrirtæki sem skráð eru sem gististaðir 94 milljörðum króna árið 2017 samkvæmt tölum Hagstofunnar og velta þeirra jókst um 11% milli ára,“ sagði Ólafur Heiðar. „Í mars sl. voru 30% Airbnb-íbúða og -herbergja á Íslandi staðsett í miðborg og vesturbæ Reykjavíkur en Airbnb-íbúðum á landsbyggðinni hefur hins vegar fjölgað talsvert hraðar en á höfuðborgarsvæðinu undanfarin misseri. Milli mars 2016 og mars 2018 fjölgaði íbúðum og herbergjum til leigu í miðborg og vesturbæ Reykjavíkur um 200 en utan höfuðborgarsvæðisins fjölgaði þeim um 1.400. Útgefnum leyfum fyrir skammtímaleigu hefur þó ekki fjölgað í takt við leigueiningarnar sem skráðar eru á Airbnb. Ólafur sagði að svo virðist sem illa gangi að framfylgja reglum um að umfangsmikil skammtímaleiga íbúða skuli vera leyfisskyld. Í nóvember 2017 voru um 60% íbúða í umfangsmikilli útleigu á Airbnb ekki skráð sem atvinnuhúsnæði þrátt fyrir reglur þar um. Svo virðist sem sveitarfélög verði árlega af hundruðum milljóna króna, jafnvel yfir milljarði, í formi fasteignagjalda vegna Airbnb-íbúða,“ segir í tilkynningu Íbúðalánasjóðs. Airbnb Tengdar fréttir Málefnaþáttur Stöðvar 2: Skortur á húsnæði áskorun á komandi kjörtímabili Fréttamenn Stöðvar 2 og Vísis hafa farið vítt og breitt um landið og rætt við bæði frambjóðendur og kjósendur í bæði minnstu og stærstu sveitarfélögunum. 22. maí 2018 21:15 Fagna hertu eftirliti með heimagistingu Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar sérstöku átaksverkefni um hert eftirlit með heimagistingu sem ríkisstjórnin samþykkti nýverið. 15. júní 2018 12:41 Ráðherra segir ekki til of mikils mælst að menn spili eftir reglunum Ríkisstjórnin hefur samþykkt að setja 64 milljónir í hert eftirlit með heimagistingu, á borð við leiguvefinn Airbnb. 11. júní 2018 08:00 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Tekjur af Airbnb-útleigu á Íslandi hafa vaxið hægar á fyrstu mánuðum ársins en á sama tímabili síðustu ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði en í hádeginu í dag stóð sjóðurinn fyrir fundi um áhrif Airbnb á íslenska húsnæðismarkaðinn. Fjöldi gistieininga á Airbnb vex mun hægar áður og þá hefur bókunarhlutfall verið lægra í upphafi þessa árs en á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í skýrslu Íbúðalánasjóðs um Airbnb. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá hagdeild sjóðsins kynnti skýrsluna á fundinum í dag. „Um 6.000 gistieiningar eru nú til leigu á Airbnb á Íslandi og hefur fjöldi þeirra rúmlega tvöfaldast á tveimur árum. Ólafur áætlar að um 1.500-2.000 íbúðir og herbergi á landsvísu séu í stöðugri útleigu á Airbnb og ekki í hefðbundinni notkun sem íbúðarhúsnæði. Fram kom í erindi hans að Reykjavík er sú höfuðborg í Vestur-Evrópu sem er með næstflestar Airbnb-skráningar miðað við höfðatölu, á eftir Lissabon í Portúgal,“ segir í tilkynningunni. Greining hagdeildar Íbúðalánasjóðs bendir til þess að fjölgun Airbnb-gistieininga geti skýrt samanlagt allt að 5 til 9 prósent hækkun íbúðaverðs hér á landi á tímabilinu 2015 til 2017. Frekari rannsókna sé þó þörf á orsakasambandinu milli Airbnb-útleigu og húsnæðismarkaðar. „Stóraukið framboð, bætt nýting og hærra verð í erlendri mynt hefur valdið mikilli aukningu í tekjum af Airbnb-útleigu undanfarin tvö ár, þrátt fyrir styrkingu krónunnar. Árið 2016 voru vergar tekjur af útleigu á Airbnb hér á landi um 9,4 milljarðar en í fyrra voru þær um 19,7 milljarðar. Vöxturinn nemur 110% milli ára. Til samanburðar veltu fyrirtæki sem skráð eru sem gististaðir 94 milljörðum króna árið 2017 samkvæmt tölum Hagstofunnar og velta þeirra jókst um 11% milli ára,“ sagði Ólafur Heiðar. „Í mars sl. voru 30% Airbnb-íbúða og -herbergja á Íslandi staðsett í miðborg og vesturbæ Reykjavíkur en Airbnb-íbúðum á landsbyggðinni hefur hins vegar fjölgað talsvert hraðar en á höfuðborgarsvæðinu undanfarin misseri. Milli mars 2016 og mars 2018 fjölgaði íbúðum og herbergjum til leigu í miðborg og vesturbæ Reykjavíkur um 200 en utan höfuðborgarsvæðisins fjölgaði þeim um 1.400. Útgefnum leyfum fyrir skammtímaleigu hefur þó ekki fjölgað í takt við leigueiningarnar sem skráðar eru á Airbnb. Ólafur sagði að svo virðist sem illa gangi að framfylgja reglum um að umfangsmikil skammtímaleiga íbúða skuli vera leyfisskyld. Í nóvember 2017 voru um 60% íbúða í umfangsmikilli útleigu á Airbnb ekki skráð sem atvinnuhúsnæði þrátt fyrir reglur þar um. Svo virðist sem sveitarfélög verði árlega af hundruðum milljóna króna, jafnvel yfir milljarði, í formi fasteignagjalda vegna Airbnb-íbúða,“ segir í tilkynningu Íbúðalánasjóðs.
Airbnb Tengdar fréttir Málefnaþáttur Stöðvar 2: Skortur á húsnæði áskorun á komandi kjörtímabili Fréttamenn Stöðvar 2 og Vísis hafa farið vítt og breitt um landið og rætt við bæði frambjóðendur og kjósendur í bæði minnstu og stærstu sveitarfélögunum. 22. maí 2018 21:15 Fagna hertu eftirliti með heimagistingu Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar sérstöku átaksverkefni um hert eftirlit með heimagistingu sem ríkisstjórnin samþykkti nýverið. 15. júní 2018 12:41 Ráðherra segir ekki til of mikils mælst að menn spili eftir reglunum Ríkisstjórnin hefur samþykkt að setja 64 milljónir í hert eftirlit með heimagistingu, á borð við leiguvefinn Airbnb. 11. júní 2018 08:00 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Málefnaþáttur Stöðvar 2: Skortur á húsnæði áskorun á komandi kjörtímabili Fréttamenn Stöðvar 2 og Vísis hafa farið vítt og breitt um landið og rætt við bæði frambjóðendur og kjósendur í bæði minnstu og stærstu sveitarfélögunum. 22. maí 2018 21:15
Fagna hertu eftirliti með heimagistingu Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar sérstöku átaksverkefni um hert eftirlit með heimagistingu sem ríkisstjórnin samþykkti nýverið. 15. júní 2018 12:41
Ráðherra segir ekki til of mikils mælst að menn spili eftir reglunum Ríkisstjórnin hefur samþykkt að setja 64 milljónir í hert eftirlit með heimagistingu, á borð við leiguvefinn Airbnb. 11. júní 2018 08:00