Svekktir Sjallar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. júní 2018 07:00 Það er sérstök list að kunna að tapa og mörgum reynist um megn að leyna vonbrigðum sínum lúti þeir í lægra haldi. Í stað þess að bera harm sinn í hljóði fara hinir tapsáru hamförum, kvarta undan svindli og svikum og kenna öðrum um. Ekki hvarflar að þeim að líta í eigin barm og leggjast í ítarlega sjálfsskoðun eins og þeim væri hollast. Þetta opinberaðist á sláandi hátt í Vestmannaeyjum eftir nýliðnar sveitarstjórnarkosningar. Fyrir kosningar hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd í Vestmannaeyjum í háa herrans tíð og vitanlega fannst Sjálfstæðismönnum að þannig ætti það að vera um ókomna tíð. Kannski er skiljanlegt að þeir hafi verið blindaðir af velgengni. Flokkurinn hlaut um 75 prósent atkvæða í kosningunum 2014 og forsvarsmenn hans virðast hafa ályktað sem svo að yfirburðirnir væru svo miklir að þeir gætu verið einráðir. Forsvarsmenn flokksins gleymdu að huga að lýðræðislegum vinnubrögðum því hugmynd hóps Sjálfstæðismanna um prófkjör var felld af fulltrúaráði flokksins. Það hefði verið fyrsta prófkjör Sjálfstæðismanna í Eyjum í 28 ár. Sú staðreynd ein og sér hefði átt að vekja þá spurningu hjá fulltrúaráði flokksins hvort ekki væri kominn tími til að breyta. Eðlileg viðbrögð hefðu verið að fagna prófkjöri en ekki hindra það. Meirihluti fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Eyjum ber ábyrgð á því að hafa tekið ákvörðun sem varð til þess að flokkurinn klofnaði og til varð sérframboð sem hlaut brautargengi í kosningunum og situr nú að völdum. Kosningaúrslit voru ekki fyrr ljós en grátkór hins fallna meirihluta hóf upp raust sína og kærði ekki bara kosningarnar heldur ákvað að þefa uppi svikara innan eigin raða, enda miklu betra að kenna einhverjum öðrum um en sjálfum sér. „Leitið og þér munuð finna“ stendur í góðri bók og þeir sem svekktastir voru vegna úrslitanna fundu skúrkinn sem bera átti ábyrgð á tapinu. Sá reynist vera þingmaður flokksins Páll Magnússon. Hann virðist reyndar stundum vera stoltari af því að vera Vestmannaeyingur en Sjálfstæðismaður, en sú áhersla ætti engan veginn að kosta sérstaka fordæmingu í Eyjum. Ekki skal vanmeta Pál Magnússon, sem má sín alveg örugglega mikils, en það er samt nokkur ofrausn að ætla honum að hafa af eigin rammleik snúið fjölda Vestmannaeyinga frá Sjálfstæðisflokknum og í átt að nýju afli. Talsmenn hins fallna meirihluta tala eins og það hafi alfarið verið á ábyrgð Páls að ná í hús þeim örfáu atkvæðum sem Sjálfstæðisflokkurinn þurfti til að halda völdum. Fjölmargir aðrir áhrifamenn innan flokksins hefðu örugglega mátt leggja harðar að sér við atkvæðasmölun. En fyrst og fremst hefði meirihlutinn átt að temja sér hógværð og samningslipurð á valdatíma sínum í stað þess að vaða áfram í sjálfhverfu og hroka. Hinn fallni meirihluti í Eyjum getur engum kennt um örlög sín nema sjálfum sér. Hann stundaði vinnubrögð sem klufu Sjálfstæðisflokkinn. Í sjálfu sér má flokka það sem vissan árangur, en varla telst hann sérlega lofsverður og síst er hann til eftirbreytni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sérstök list að kunna að tapa og mörgum reynist um megn að leyna vonbrigðum sínum lúti þeir í lægra haldi. Í stað þess að bera harm sinn í hljóði fara hinir tapsáru hamförum, kvarta undan svindli og svikum og kenna öðrum um. Ekki hvarflar að þeim að líta í eigin barm og leggjast í ítarlega sjálfsskoðun eins og þeim væri hollast. Þetta opinberaðist á sláandi hátt í Vestmannaeyjum eftir nýliðnar sveitarstjórnarkosningar. Fyrir kosningar hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd í Vestmannaeyjum í háa herrans tíð og vitanlega fannst Sjálfstæðismönnum að þannig ætti það að vera um ókomna tíð. Kannski er skiljanlegt að þeir hafi verið blindaðir af velgengni. Flokkurinn hlaut um 75 prósent atkvæða í kosningunum 2014 og forsvarsmenn hans virðast hafa ályktað sem svo að yfirburðirnir væru svo miklir að þeir gætu verið einráðir. Forsvarsmenn flokksins gleymdu að huga að lýðræðislegum vinnubrögðum því hugmynd hóps Sjálfstæðismanna um prófkjör var felld af fulltrúaráði flokksins. Það hefði verið fyrsta prófkjör Sjálfstæðismanna í Eyjum í 28 ár. Sú staðreynd ein og sér hefði átt að vekja þá spurningu hjá fulltrúaráði flokksins hvort ekki væri kominn tími til að breyta. Eðlileg viðbrögð hefðu verið að fagna prófkjöri en ekki hindra það. Meirihluti fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Eyjum ber ábyrgð á því að hafa tekið ákvörðun sem varð til þess að flokkurinn klofnaði og til varð sérframboð sem hlaut brautargengi í kosningunum og situr nú að völdum. Kosningaúrslit voru ekki fyrr ljós en grátkór hins fallna meirihluta hóf upp raust sína og kærði ekki bara kosningarnar heldur ákvað að þefa uppi svikara innan eigin raða, enda miklu betra að kenna einhverjum öðrum um en sjálfum sér. „Leitið og þér munuð finna“ stendur í góðri bók og þeir sem svekktastir voru vegna úrslitanna fundu skúrkinn sem bera átti ábyrgð á tapinu. Sá reynist vera þingmaður flokksins Páll Magnússon. Hann virðist reyndar stundum vera stoltari af því að vera Vestmannaeyingur en Sjálfstæðismaður, en sú áhersla ætti engan veginn að kosta sérstaka fordæmingu í Eyjum. Ekki skal vanmeta Pál Magnússon, sem má sín alveg örugglega mikils, en það er samt nokkur ofrausn að ætla honum að hafa af eigin rammleik snúið fjölda Vestmannaeyinga frá Sjálfstæðisflokknum og í átt að nýju afli. Talsmenn hins fallna meirihluta tala eins og það hafi alfarið verið á ábyrgð Páls að ná í hús þeim örfáu atkvæðum sem Sjálfstæðisflokkurinn þurfti til að halda völdum. Fjölmargir aðrir áhrifamenn innan flokksins hefðu örugglega mátt leggja harðar að sér við atkvæðasmölun. En fyrst og fremst hefði meirihlutinn átt að temja sér hógværð og samningslipurð á valdatíma sínum í stað þess að vaða áfram í sjálfhverfu og hroka. Hinn fallni meirihluti í Eyjum getur engum kennt um örlög sín nema sjálfum sér. Hann stundaði vinnubrögð sem klufu Sjálfstæðisflokkinn. Í sjálfu sér má flokka það sem vissan árangur, en varla telst hann sérlega lofsverður og síst er hann til eftirbreytni.
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar