Vilja að Trump missi áfengisleyfið Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2018 06:18 Trump International hótelið í Washington DC er hið glæsilegasta. TIH Hópur trúarleiðtoga og lögmenntaðra í Bandaríkjunum segja að hótel í eigu Bandaríkjaforsetans Donalds Trump ætti að missa áfengisleyfi sitt. Hópurinn sendi inn formlega kvörtun til leyfisveitandans Alcoholic Beverage Control Board þar sem fram kom að Trump International hótelið í Washington DC hafi fyrirgert sér réttinum til áfengissölu vegna „svívirðilegrar framkomu“ stofnandans. Reglur borgarinnar kveða á um að aðeins fólk með „gott geðslag“ (e. good character) hafi heimild til að selja áfengi í Washington. Hópurinn telur hins vegar að forsetinn, stofnandi umrædds hótels, sé „ekki með gott geðslag.“ Hópurinn samanstendur af fyrrverandi dómurum, sem og rabbínum og prestum. Meðal helsta röksemda hans fyrir leyfissviptingunni eru ásakanir á hendur forsetanum um kynferðislega áreitni sem og „ótal rasískar athugasemdir hans“ í gegnum árin. Í því samhengi er minnst á ummæli hans um að Afríkuríki væru „skítaholur.“ Hópurinn segir jafnframt að Trump hafi árum saman logið um ríkidæmi sitt, sem og að hafa átt í sambandi við klámstjörnu meðan hann var giftur annarri konu - núverandi eiginkonu sinni Melaniu Trump. Þrátt fyrir að hópurinn segist gera sér grein fyrir því að siðferismatið eigi sér yfirleitt stað fyrir leyfisveitinguna telur hann að framganga Trump kalli á endurskoðun. Þó svo að Trump sé ríkur og valdamikill geri það hann ekki undanþeginn kröfunni um gott geðslag. Synir Trump hafa haldið um stjórnartaumana í fyrirtækjum hans eftir að hann tók við embætti forseta. Hann á þó ennþá öll hlutabréfin sín í Trump Organization. Donald Trump Tengdar fréttir Hóteleigandi lagði Trump Aðaleigandi lúxushótels í Panamaborg fer nú aftur með stjórn byggingarinnar eftir að honum tókst að leggja The Trump Organization, sem hafði farið með rekstur hótelsins, fyrir þarlendum dómstólum. 6. mars 2018 07:05 Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29 Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Hópur trúarleiðtoga og lögmenntaðra í Bandaríkjunum segja að hótel í eigu Bandaríkjaforsetans Donalds Trump ætti að missa áfengisleyfi sitt. Hópurinn sendi inn formlega kvörtun til leyfisveitandans Alcoholic Beverage Control Board þar sem fram kom að Trump International hótelið í Washington DC hafi fyrirgert sér réttinum til áfengissölu vegna „svívirðilegrar framkomu“ stofnandans. Reglur borgarinnar kveða á um að aðeins fólk með „gott geðslag“ (e. good character) hafi heimild til að selja áfengi í Washington. Hópurinn telur hins vegar að forsetinn, stofnandi umrædds hótels, sé „ekki með gott geðslag.“ Hópurinn samanstendur af fyrrverandi dómurum, sem og rabbínum og prestum. Meðal helsta röksemda hans fyrir leyfissviptingunni eru ásakanir á hendur forsetanum um kynferðislega áreitni sem og „ótal rasískar athugasemdir hans“ í gegnum árin. Í því samhengi er minnst á ummæli hans um að Afríkuríki væru „skítaholur.“ Hópurinn segir jafnframt að Trump hafi árum saman logið um ríkidæmi sitt, sem og að hafa átt í sambandi við klámstjörnu meðan hann var giftur annarri konu - núverandi eiginkonu sinni Melaniu Trump. Þrátt fyrir að hópurinn segist gera sér grein fyrir því að siðferismatið eigi sér yfirleitt stað fyrir leyfisveitinguna telur hann að framganga Trump kalli á endurskoðun. Þó svo að Trump sé ríkur og valdamikill geri það hann ekki undanþeginn kröfunni um gott geðslag. Synir Trump hafa haldið um stjórnartaumana í fyrirtækjum hans eftir að hann tók við embætti forseta. Hann á þó ennþá öll hlutabréfin sín í Trump Organization.
Donald Trump Tengdar fréttir Hóteleigandi lagði Trump Aðaleigandi lúxushótels í Panamaborg fer nú aftur með stjórn byggingarinnar eftir að honum tókst að leggja The Trump Organization, sem hafði farið með rekstur hótelsins, fyrir þarlendum dómstólum. 6. mars 2018 07:05 Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29 Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Hóteleigandi lagði Trump Aðaleigandi lúxushótels í Panamaborg fer nú aftur með stjórn byggingarinnar eftir að honum tókst að leggja The Trump Organization, sem hafði farið með rekstur hótelsins, fyrir þarlendum dómstólum. 6. mars 2018 07:05
Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29
Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48