Skora á stjórnvöld að banna rafrettureykingar á veitinga- og skemmtistöðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2018 10:31 LÍ lýsir yfir sérstökum áhyggjum vegna viðkvæmra hópa í þessu tilliti, þ. á m. barna, fyrrverandi reykingafólks og einstaklinga með hjarta- og lungnasjúkdóma. Vísir/getty Stjórn Læknafélags Íslands skorar á heilbrigðisráðherra að leggja fram lagabreytingartillögu við nýjum lögum um rafrettur. Leggur félagið til að reykingar rafrettna verði bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum en breytingartillaga um bann þess efnis var felld við meðferð rafrettulaganna á Alþingi. Telur félagið mikilvægt að sömu heilbrigðis- og forvarnarsjónarmið séu höfð að leiðarljósi þegar kemur að reykingum á rafrettum og hefðbundnum sígarettum. Með öllu óásættanlegt sé að þeir sem ekki neyti nikótíns þurfi að anda að sér virku fíkni- og ávanabindandi efni með óbeinum reykingum á veitinga- og skemmtistöðum. Þá lýsir LÍ yfir sérstökum áhyggjum vegna viðkvæmra hópa í þessu tilliti, þ. á m. barna, fyrrverandi reykingafólks og einstaklinga með hjarta- og lungnasjúkdóma. Telur félagið það ganga gegn settum lýðheilsumarkmiðum að reykingar rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum hafi ekki verið bannaðar í hinum nýju lögum. LÍ skorar því á heilbrigðisráðherra að leggja strax í upphafi næsta þings fram lagabreytingartillögu við framangreind lög þar sem bætt verði við grein um bann við notkun rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum. „Takist ekki með lagabreytingu að banna reykingar rafrettna á veitinga-og skemmtistöðum skorar stjórn Læknafélags Íslands á eigendur þessara staða að banna reykingar rafretta á stöðum sínum þegar nýju lögin ganga í gildi,“ segir enn fremur í yfirlýsingu, sem lesa má í heild hér. Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um rafrettur varð að lögum við þinglok nú í júní. Frumvarpið setur ýmsar skorður á innflutning, sölu og dreifingu á rafrettum og efnum í þær og finsnt mörgum of langt gengið með frumvarpinu. Alþingi Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Eitraðir málmar finnast í rafrettum Ný rannsókn sýnir að eitraðir málmar á við króm, nikkel, mangan og blý finnast í rafrettum. 24. febrúar 2018 10:35 Þingmenn neyðast til að nota netsíur til að verjast fjöldapósti rafrettuvina Alþingismenn eru að drukkna í tölvupóstum frá reiðum rafrettu-unnendum og þingmaður Pírata segir það skemma fyrir málstað þeirra. 6. júní 2018 15:30 Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Rafretta sprakk í vasanum á íslenskum manni og brenndi gat á jakka hans. Aðstandandi furðar sig á því hversu lítið eftirlit er með sölu og neyslu á rafrettum. 30. desember 2017 21:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Stjórn Læknafélags Íslands skorar á heilbrigðisráðherra að leggja fram lagabreytingartillögu við nýjum lögum um rafrettur. Leggur félagið til að reykingar rafrettna verði bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum en breytingartillaga um bann þess efnis var felld við meðferð rafrettulaganna á Alþingi. Telur félagið mikilvægt að sömu heilbrigðis- og forvarnarsjónarmið séu höfð að leiðarljósi þegar kemur að reykingum á rafrettum og hefðbundnum sígarettum. Með öllu óásættanlegt sé að þeir sem ekki neyti nikótíns þurfi að anda að sér virku fíkni- og ávanabindandi efni með óbeinum reykingum á veitinga- og skemmtistöðum. Þá lýsir LÍ yfir sérstökum áhyggjum vegna viðkvæmra hópa í þessu tilliti, þ. á m. barna, fyrrverandi reykingafólks og einstaklinga með hjarta- og lungnasjúkdóma. Telur félagið það ganga gegn settum lýðheilsumarkmiðum að reykingar rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum hafi ekki verið bannaðar í hinum nýju lögum. LÍ skorar því á heilbrigðisráðherra að leggja strax í upphafi næsta þings fram lagabreytingartillögu við framangreind lög þar sem bætt verði við grein um bann við notkun rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum. „Takist ekki með lagabreytingu að banna reykingar rafrettna á veitinga-og skemmtistöðum skorar stjórn Læknafélags Íslands á eigendur þessara staða að banna reykingar rafretta á stöðum sínum þegar nýju lögin ganga í gildi,“ segir enn fremur í yfirlýsingu, sem lesa má í heild hér. Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um rafrettur varð að lögum við þinglok nú í júní. Frumvarpið setur ýmsar skorður á innflutning, sölu og dreifingu á rafrettum og efnum í þær og finsnt mörgum of langt gengið með frumvarpinu.
Alþingi Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Eitraðir málmar finnast í rafrettum Ný rannsókn sýnir að eitraðir málmar á við króm, nikkel, mangan og blý finnast í rafrettum. 24. febrúar 2018 10:35 Þingmenn neyðast til að nota netsíur til að verjast fjöldapósti rafrettuvina Alþingismenn eru að drukkna í tölvupóstum frá reiðum rafrettu-unnendum og þingmaður Pírata segir það skemma fyrir málstað þeirra. 6. júní 2018 15:30 Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Rafretta sprakk í vasanum á íslenskum manni og brenndi gat á jakka hans. Aðstandandi furðar sig á því hversu lítið eftirlit er með sölu og neyslu á rafrettum. 30. desember 2017 21:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Eitraðir málmar finnast í rafrettum Ný rannsókn sýnir að eitraðir málmar á við króm, nikkel, mangan og blý finnast í rafrettum. 24. febrúar 2018 10:35
Þingmenn neyðast til að nota netsíur til að verjast fjöldapósti rafrettuvina Alþingismenn eru að drukkna í tölvupóstum frá reiðum rafrettu-unnendum og þingmaður Pírata segir það skemma fyrir málstað þeirra. 6. júní 2018 15:30
Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Rafretta sprakk í vasanum á íslenskum manni og brenndi gat á jakka hans. Aðstandandi furðar sig á því hversu lítið eftirlit er með sölu og neyslu á rafrettum. 30. desember 2017 21:00