Gullmolar Gumma Ben Benedikt Bóas skrifar 22. júní 2018 06:00 Guðmundur Benediktsso er með orðheppnari mönnum. Vísir/Getty Guðmundur Benediktsson varð heimsfrægur á Evrópumótinu í knattspyrnu árið 2016. Erlendir fjölmiðlar fjölluðu um að „the crazy commentator from Iceland“ væri kominn aftur, nú á HM, og heyrðist íslensk lýsing hans víða um heim. BBC spilaði meðal annars lýsingu hans þegar Hannes varði vítið frá sjálfum Messi. Fréttablaðið tók saman nokkur gullkorn frá okkar besta lýsanda í fyrsta leik Íslands á HM.Gullkorn Gumma 5-4-3-2-1 og þetta er byrjað. Dauðafæri … Birkir … Birkir … Hefði átt að skora. Þvílíkt færi. Besta færi keppninnar. 17. heimsmeistarakeppni Argentínu. Fyrsti leikurinn okkar. Raggi lætur Biglia heyra það og hann á það svo sannarlega skilið. Argentínumenn umkringja Pólverjann. Vildu fá víti á Ragga. Spjaldaðu þá Pólverji. Spjaldaðu þá. Ég vil ekki sjá að það sé dæmt víti á svona. Þetta er bara horn og ekkert kjaftæði. Gylfi tók argentínskan tangó inni á teignum. Ég bið ekki um mikið. Ég bið bara um sigur.Strákarnir fagna hér marki Alfreðs.Vísir/vilhelmGylfi reyndi bara skot þarna. Hann er í fullum rétti til þess. Þetta er Gylfi Þór Sigurðsson. Hornspyrna. Við höfum ekkert verið slæmir í þeim að undanförnu eða bara í lífinu. Við elskum gott horn. Hannes er einkar glæsilegur í þessum rauða búningi. Kári og vindurinn eru í vörninni. Það er gott. Kreistum fram allt sem við eigum þessar síðustu mínútur. Hann ætlar að bæta fimm mínútum við! ANDSKOTINN. Afsakið. Maradona hefði slegið hann inn. Hann er með vindil eins og einhver vitleysingur. Lifum þetta af. Messi, ekki gera mér þetta. Frumraun Íslands er geggjuð frumraun.Alfreð Finnbogason, beint í markið.Vísir/gettyMarkið hjá Alfreð Jói Berg, Gylfi, vel spilað hjá strákunum okkar í ensku úrvalsdeildinni. Þeir ætla að gera þetta bara tveir. Gylfi með sendinguna inn á teiginn. ALFREÐ. Alfreð féll í teignum. Hörður Björgvin með misheppnað skot. Gylfi fær hann út hægra megin. Gylfi dansar með boltann í teignum. Gylfi með sendingu inn á teiginn. ALFREÐ FINNBOGASON. Fyrsti gæinn til að skora á HM. Við erum búin að jafna. Argentína 1, Ísland 1. Freddi Finnboga er minn maður núna. Já já. Danke schön Alfreð. Þvílíkur gæi. 27 mínútur liðnar. Ísland eitt, Argentína eitt. HAHA. Við höfum verið undir í fjórar mínútur á HM. Það er allt og sumt.Hér má sjá Hannes Halldórsson sporðrenna Messi.Vísir/gettyVítið sem Hannes varði Góðu fréttirnar eru að Messi skorar ekki úr öllum sínum vítaspyrnum. Hannes Halldórsson, yfir til þín. Nú þarf að treysta á guð og lukku og Hannes. Taktu þetta Hannes. Hannes Halldórsson gleypir Messi í einum bita. Þetta er allt eins og þetta á að vera. Guð er íslenskur. Hannes líka. Ég er til í að horfa á þetta í allan dag og alla nótt. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Sjá meira
Guðmundur Benediktsson varð heimsfrægur á Evrópumótinu í knattspyrnu árið 2016. Erlendir fjölmiðlar fjölluðu um að „the crazy commentator from Iceland“ væri kominn aftur, nú á HM, og heyrðist íslensk lýsing hans víða um heim. BBC spilaði meðal annars lýsingu hans þegar Hannes varði vítið frá sjálfum Messi. Fréttablaðið tók saman nokkur gullkorn frá okkar besta lýsanda í fyrsta leik Íslands á HM.Gullkorn Gumma 5-4-3-2-1 og þetta er byrjað. Dauðafæri … Birkir … Birkir … Hefði átt að skora. Þvílíkt færi. Besta færi keppninnar. 17. heimsmeistarakeppni Argentínu. Fyrsti leikurinn okkar. Raggi lætur Biglia heyra það og hann á það svo sannarlega skilið. Argentínumenn umkringja Pólverjann. Vildu fá víti á Ragga. Spjaldaðu þá Pólverji. Spjaldaðu þá. Ég vil ekki sjá að það sé dæmt víti á svona. Þetta er bara horn og ekkert kjaftæði. Gylfi tók argentínskan tangó inni á teignum. Ég bið ekki um mikið. Ég bið bara um sigur.Strákarnir fagna hér marki Alfreðs.Vísir/vilhelmGylfi reyndi bara skot þarna. Hann er í fullum rétti til þess. Þetta er Gylfi Þór Sigurðsson. Hornspyrna. Við höfum ekkert verið slæmir í þeim að undanförnu eða bara í lífinu. Við elskum gott horn. Hannes er einkar glæsilegur í þessum rauða búningi. Kári og vindurinn eru í vörninni. Það er gott. Kreistum fram allt sem við eigum þessar síðustu mínútur. Hann ætlar að bæta fimm mínútum við! ANDSKOTINN. Afsakið. Maradona hefði slegið hann inn. Hann er með vindil eins og einhver vitleysingur. Lifum þetta af. Messi, ekki gera mér þetta. Frumraun Íslands er geggjuð frumraun.Alfreð Finnbogason, beint í markið.Vísir/gettyMarkið hjá Alfreð Jói Berg, Gylfi, vel spilað hjá strákunum okkar í ensku úrvalsdeildinni. Þeir ætla að gera þetta bara tveir. Gylfi með sendinguna inn á teiginn. ALFREÐ. Alfreð féll í teignum. Hörður Björgvin með misheppnað skot. Gylfi fær hann út hægra megin. Gylfi dansar með boltann í teignum. Gylfi með sendingu inn á teiginn. ALFREÐ FINNBOGASON. Fyrsti gæinn til að skora á HM. Við erum búin að jafna. Argentína 1, Ísland 1. Freddi Finnboga er minn maður núna. Já já. Danke schön Alfreð. Þvílíkur gæi. 27 mínútur liðnar. Ísland eitt, Argentína eitt. HAHA. Við höfum verið undir í fjórar mínútur á HM. Það er allt og sumt.Hér má sjá Hannes Halldórsson sporðrenna Messi.Vísir/gettyVítið sem Hannes varði Góðu fréttirnar eru að Messi skorar ekki úr öllum sínum vítaspyrnum. Hannes Halldórsson, yfir til þín. Nú þarf að treysta á guð og lukku og Hannes. Taktu þetta Hannes. Hannes Halldórsson gleypir Messi í einum bita. Þetta er allt eins og þetta á að vera. Guð er íslenskur. Hannes líka. Ég er til í að horfa á þetta í allan dag og alla nótt.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Sjá meira