Órói innan lögreglunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. júní 2018 19:50 Mál lögregluþjóns sem ítrekað hefur verið sakaður um kynferðisbrot liggur þungt á mörgum starfsmönnum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn starfar ennþá hjá embættinu en ásakanir á hendur honum leiddu aldrei til ákæru. Að sögn lögreglustjóra þarf eitthvað nýtt að koma fram í málinu svo unnt sé að taka það upp að nýju. Á árunum 2009-2013 var umræddur lögregluþjónn nokkrum sinnum kærður fyrir kynferðisafbrot. Þá hafa þrjár stúlkur stigið fram í fjölmiðlum og greint frá meintu ofbeldi. Málið hefur verið til umfjöllunar að undanförnu í framhaldi af því að fyrir nokkrum vikum þurfti að kalla eftir aðstoð lögreglu á heimili einnar stúlkunnar. Mannlíf greindi fyrst frá og þá hefur Stundin einnig fjallað um málið. Svo vildi til að rannsóknarlögreglumaðurinn sem sendur var á vettvang var sá sami og stúlkan hafði kært fyrir kynferðisbrot nokkrum árum áður. Annar lögreglumaður var að endingu fenginn í verkefnið eftir að móðir stúlkunnar útskýrði fyrir lögreglu hvernig í pottinn væri búið og tók skýrt fram að hann væri ekki velkominn á heimili mæðgnanna.Aldrei verið ákærður Það hefur sætt gagnrýni að á sínum tíma var manninum ekki vikið frá störfum á meðan rannsókn stóð yfir en starfar ennþá hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem rannsóknin leiddi ekki til ákæru gæti embættið átt yfir höfði sér skaðabótakröfu yrði honum vikið frá störfum. Samkvæmt svörum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var það ákvörðun ríkislögreglustjóra að víkja manninum ekki úr starfi og hefur ríkislögreglustjóri gert grein fyrir þeirri ákvörðun opinberlega. Þar sem rannsóknin leiddi ekki til ákæru og maðurinn aldrei verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gæti embættið átt yfir höfði sér skaðabótakröfu, yrði honum vikið frá störfum nú. Lögreglan á Akranesi fór með rannsóknina á sínum tíma þar sem hún beindist að starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Saksóknari lét málið aftur á móti niður falla. Það er nú til skoðunar hjá sérstakri nefnd um eftirlit með lögreglu og eftir því sem fréttastofa kemst næst verður það tekið fyrir á fundi nefndarinnar á morgun.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki veita viðtal en sendi þess í stað skriflegt svar.Fréttablaðið/ErnirEitthvað nýtt þurfi að koma fram Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir mikil óánægja með það innan lögreglunnar að málið hafi ekki verið tekið fastari tökum strax í upphafi. Þá eru einhverjir uggandi yfir því að hann starfi yfir höfuð ennþá hjá embættinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag en það var Stefán Eiríksson sem var lögreglustjóri þegar umrædd mál voru til rannsóknar. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Sigríður þó að þegar málum sé lokið í rannsókn og þau leiði ekki til ákæru þurfi eitthvað nýtt að koma fram eða líklegt að eitthvað nýtt komi fram til að unnt sé að taka þau upp að nýju. Þá segir hún aðspurð að engar kvartanir hafi borist embættinu vegna umrædds lögreglumanns síðan haustið 2014, hvorki af hálfu starfsmanna lögreglunnar né skjólstæðinga. Lögreglumál Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Mál lögregluþjóns sem ítrekað hefur verið sakaður um kynferðisbrot liggur þungt á mörgum starfsmönnum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn starfar ennþá hjá embættinu en ásakanir á hendur honum leiddu aldrei til ákæru. Að sögn lögreglustjóra þarf eitthvað nýtt að koma fram í málinu svo unnt sé að taka það upp að nýju. Á árunum 2009-2013 var umræddur lögregluþjónn nokkrum sinnum kærður fyrir kynferðisafbrot. Þá hafa þrjár stúlkur stigið fram í fjölmiðlum og greint frá meintu ofbeldi. Málið hefur verið til umfjöllunar að undanförnu í framhaldi af því að fyrir nokkrum vikum þurfti að kalla eftir aðstoð lögreglu á heimili einnar stúlkunnar. Mannlíf greindi fyrst frá og þá hefur Stundin einnig fjallað um málið. Svo vildi til að rannsóknarlögreglumaðurinn sem sendur var á vettvang var sá sami og stúlkan hafði kært fyrir kynferðisbrot nokkrum árum áður. Annar lögreglumaður var að endingu fenginn í verkefnið eftir að móðir stúlkunnar útskýrði fyrir lögreglu hvernig í pottinn væri búið og tók skýrt fram að hann væri ekki velkominn á heimili mæðgnanna.Aldrei verið ákærður Það hefur sætt gagnrýni að á sínum tíma var manninum ekki vikið frá störfum á meðan rannsókn stóð yfir en starfar ennþá hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem rannsóknin leiddi ekki til ákæru gæti embættið átt yfir höfði sér skaðabótakröfu yrði honum vikið frá störfum. Samkvæmt svörum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var það ákvörðun ríkislögreglustjóra að víkja manninum ekki úr starfi og hefur ríkislögreglustjóri gert grein fyrir þeirri ákvörðun opinberlega. Þar sem rannsóknin leiddi ekki til ákæru og maðurinn aldrei verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gæti embættið átt yfir höfði sér skaðabótakröfu, yrði honum vikið frá störfum nú. Lögreglan á Akranesi fór með rannsóknina á sínum tíma þar sem hún beindist að starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Saksóknari lét málið aftur á móti niður falla. Það er nú til skoðunar hjá sérstakri nefnd um eftirlit með lögreglu og eftir því sem fréttastofa kemst næst verður það tekið fyrir á fundi nefndarinnar á morgun.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki veita viðtal en sendi þess í stað skriflegt svar.Fréttablaðið/ErnirEitthvað nýtt þurfi að koma fram Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir mikil óánægja með það innan lögreglunnar að málið hafi ekki verið tekið fastari tökum strax í upphafi. Þá eru einhverjir uggandi yfir því að hann starfi yfir höfuð ennþá hjá embættinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag en það var Stefán Eiríksson sem var lögreglustjóri þegar umrædd mál voru til rannsóknar. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Sigríður þó að þegar málum sé lokið í rannsókn og þau leiði ekki til ákæru þurfi eitthvað nýtt að koma fram eða líklegt að eitthvað nýtt komi fram til að unnt sé að taka þau upp að nýju. Þá segir hún aðspurð að engar kvartanir hafi borist embættinu vegna umrædds lögreglumanns síðan haustið 2014, hvorki af hálfu starfsmanna lögreglunnar né skjólstæðinga.
Lögreglumál Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira