Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær.
Um fimmtán þúsund gestir voru á hátíðinni þegar mest var. Íbúar við Laugardal hafa á undanförnum árum kvartað undan hávaða frá hátíðinni og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust alls sautján hávaðakvartanir til lögreglu vegna hátíðarinnar í ár.
Skipuleggjendur segja að hátíðin hafi farið vel fram og að það hafi verið heilt yfir jákvæð og góð stemning í Laugardalnum yfir helgina.
Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice

Tengdar fréttir

Múgæsingur í miðborginni: „Biffinn var tekinn og honum var snúið á hvolf“
Hljómsveitin ClubDub vakti mikla athygli í gær fyrir framkomu sína á Secret Solstice ásamt útgáfuhófi á skemmtistaðnum b5.

Handtekinn í London og kemur ekki fram á Secret Solstice
Rapparinn J Hus var handtekinn nærri verslunarmiðstöð í London á fimmtudaginn með hníf.