Lyfjamenning á krossgötum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. júní 2018 10:00 Ung manneskja fékk á dögunum 46 lyfjaávísanir, hjá að minnsta kosti fjórum læknum, á þriggja mánaða tímabili. Lyfin sótti hún í nokkur apótek, í kringum 2.700 töflur. Þrjátíu töflur fyrir hvern dag á þessu 90 daga tímabili. Þessi manneskja, sem undir öllum eðlilegum kringumstæðum hefði átt að vera í blóma lífsins, lést úr lyfjaeitrun. Fráfall hennar er eitt af 19 lyfjatengdum dauðsföllum það sem af er ári. Á öllu síðasta ári voru lyfjatengd andlát 30. Fréttablaðið hefur undanfarið fjallað um þessi hörmulegu mál og í dag greinum við frá því að neysla róandi lyfja í efsta bekk grunnskóla er að stóraukast á Íslandi. Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur samkvæmt nýrri könnun. Aukin notkun róandi lyfja, ópíóða, bensólyfja og fleiri er margslungið, fjölþætt vandamál. Og það verður aðeins leyst með margþættri nálgun. Engin töfralausn er til, því lyfin eru ekki vandamálið heldur það hvernig þau eru notuð. Álfgeir Kristjánsson, dósent í sálfræði í Vestur-Virginíu, vísaði í samtali við Fréttablaðið í „lyfjamenningu“ og til vanþekkingar á innihaldi lyfja. Í helgarblaði Fréttablaðsins lýsti hinn 19 ára Kristján Ernir Björgvinsson, sem hefur upplifað það að ánetjast fíkniefnum, þessu svona: „Það þarf að upplýsa alla um þessi lyfseðilsskyldu lyf. Foreldrarnir vita ekkert um þetta. Eldri kynslóðir koma af fjöllum […] Þetta var alltaf lokaður og afmarkaður hópur sem misnotaði lyfseðilsskyld lyf. Það er gjörbreytt. Þetta eru alls konar krakkar, alls konar fólk.“ Sama hvort lyfin fást með ávísun eða eru flutt inn, eru hluti af verkjastillandi meðferð, eða eru tekin í fikti af forvitnu ungmenni, þá er algjört lykilatriði að almenningur, einkum og sér í lagi foreldrar, kynni sér virkni lyfja eins og Xanax, ópíóða, og annarra róandi eða kvíðastillandi lyfja. Ópíóðar eru oft síðasta úrræði einstaklinga sem glíma við langvinna sjúkdóma, svo sem krabbamein. Skammtímameðferð með slíkum lyfjum hefur reynst vel en hið sama á ekki við um langtímameðferð. Þeir sem þjást af langvinnum verkjum verða að hafa aðra kosti í stöðunni og slíkir kostir geta ekki aðeins verið í boði á Landspítala eins og raunin er í dag. Aukna notkun þessara lyfja, sem víða má flokka sem faraldur, má sannarlega rekja að vissu leyti til frjálslegra ávísana sérfræðinga, en barátta gegn útbreiðslu lyfjanna er óvinnanleg nema með átaki eins og við höfum séð virka í tilfelli HIV og annarra heilsufarslegra áskorana þegar fræðsla almennings er höfð til grundvallar. Um leið þurfum við að horfa til þeirra sem ekki hafa fest í klóm fíknar og halda áfram að efla heilsu þeirra og nærsamfélags þeirra, þar sem líkamleg og andleg heilsa eru lögð að jöfnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ung manneskja fékk á dögunum 46 lyfjaávísanir, hjá að minnsta kosti fjórum læknum, á þriggja mánaða tímabili. Lyfin sótti hún í nokkur apótek, í kringum 2.700 töflur. Þrjátíu töflur fyrir hvern dag á þessu 90 daga tímabili. Þessi manneskja, sem undir öllum eðlilegum kringumstæðum hefði átt að vera í blóma lífsins, lést úr lyfjaeitrun. Fráfall hennar er eitt af 19 lyfjatengdum dauðsföllum það sem af er ári. Á öllu síðasta ári voru lyfjatengd andlát 30. Fréttablaðið hefur undanfarið fjallað um þessi hörmulegu mál og í dag greinum við frá því að neysla róandi lyfja í efsta bekk grunnskóla er að stóraukast á Íslandi. Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur samkvæmt nýrri könnun. Aukin notkun róandi lyfja, ópíóða, bensólyfja og fleiri er margslungið, fjölþætt vandamál. Og það verður aðeins leyst með margþættri nálgun. Engin töfralausn er til, því lyfin eru ekki vandamálið heldur það hvernig þau eru notuð. Álfgeir Kristjánsson, dósent í sálfræði í Vestur-Virginíu, vísaði í samtali við Fréttablaðið í „lyfjamenningu“ og til vanþekkingar á innihaldi lyfja. Í helgarblaði Fréttablaðsins lýsti hinn 19 ára Kristján Ernir Björgvinsson, sem hefur upplifað það að ánetjast fíkniefnum, þessu svona: „Það þarf að upplýsa alla um þessi lyfseðilsskyldu lyf. Foreldrarnir vita ekkert um þetta. Eldri kynslóðir koma af fjöllum […] Þetta var alltaf lokaður og afmarkaður hópur sem misnotaði lyfseðilsskyld lyf. Það er gjörbreytt. Þetta eru alls konar krakkar, alls konar fólk.“ Sama hvort lyfin fást með ávísun eða eru flutt inn, eru hluti af verkjastillandi meðferð, eða eru tekin í fikti af forvitnu ungmenni, þá er algjört lykilatriði að almenningur, einkum og sér í lagi foreldrar, kynni sér virkni lyfja eins og Xanax, ópíóða, og annarra róandi eða kvíðastillandi lyfja. Ópíóðar eru oft síðasta úrræði einstaklinga sem glíma við langvinna sjúkdóma, svo sem krabbamein. Skammtímameðferð með slíkum lyfjum hefur reynst vel en hið sama á ekki við um langtímameðferð. Þeir sem þjást af langvinnum verkjum verða að hafa aðra kosti í stöðunni og slíkir kostir geta ekki aðeins verið í boði á Landspítala eins og raunin er í dag. Aukna notkun þessara lyfja, sem víða má flokka sem faraldur, má sannarlega rekja að vissu leyti til frjálslegra ávísana sérfræðinga, en barátta gegn útbreiðslu lyfjanna er óvinnanleg nema með átaki eins og við höfum séð virka í tilfelli HIV og annarra heilsufarslegra áskorana þegar fræðsla almennings er höfð til grundvallar. Um leið þurfum við að horfa til þeirra sem ekki hafa fest í klóm fíknar og halda áfram að efla heilsu þeirra og nærsamfélags þeirra, þar sem líkamleg og andleg heilsa eru lögð að jöfnu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun