Hvergi betra að vera á sumrin en á Íslandi Stefán Þór Hjartarson skrifar 27. júní 2018 06:00 Stemmingin í fyrra var nánast óbærilega kósí eins og sjá má hér. Sigurður Guðmundsson Hljómsveitin GÓSS bregður undir sig gönguskónum og stingur stráinu í munninn og ætlar að ferðast um landið annað árið í röð. „Við förum bara nokkuð góðan hring og tökum nokkur gigg. Þetta er endurtekning frá því í fyrra en þá tókum við aðeins færri gigg, líklega um fjórtán. Við verðum á einhverjum sömu stöðum. Við ætlum að keyra hringinn, stilla upp á hverjum stað og halda tónleika. Þetta er bara einfalt,“ segir Sigríður Thorlacius en ásamt henni eru það Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Óskar sem skipa GÓSS. „Það var aðeins styttri atrenna í fyrra – við ákváðum þetta einhvern veginn og keyrðum bara af stað. Við fengum Steinþór Helga til að hjálpa okkur við að hafa samband við staði og búa til lógískan rúnt. Svo vorum við með gott fólk með okkur, fjölskyldur voru að stökkva inn og út og koma með í parta af túrnum. Þetta er svona sumarfrí?… með smá vinnu. Reyndar aðeins meiri vinna en frí en eins ljúfur vinnutími og hægt er að fá og auðvitað geggjað að fara á nýja staði og hitta nýtt fólk. Það er vonandi að veðrið verði gott í þetta sinn en ef ekki þá skiptir það engu máli – ég er á því að það sé hvergi betra að vera á sumrin en á Íslandi, ég er svo gamaldags – ég er bara með strá í munninum og í gönguskóm.“Það virðist vera orðið smá trend hjá tónlistarmönnum að ferðast innanlands og spila á tónleikum á kaffihúsum og matsölustöðum úti á landi – sveitaballið gamla góða virðist vera liðið undir lok og hafa verið andvana í svolítinn tíma. „Gamla góða sveitaballið, það er svolítið dáið – þessi gamli sveitaballarúntur sem hljómsveitir tóku hér einu sinni. Fólk var kannski búið að sjá að ballið væri búið og fann sér annan „platform“ – fólk fór að halda tónleika í staðinn fyrir ball.“ Sigríður samsinnir því að þetta sé auðvitað ekki bara frábær afsökun fyrir þau til að ferðast innanlands heldur líka borgarbúa og landsmenn alla, til að ferðast um landið og elta GÓSS, að minnsta kosti hluta af ferðinni. „Já, endilega, henda tjaldi í bílinn og stígvélunum og svo bara keyra af stað! Það væri auðvitað frábært að fá einhverja með okkur í lestina.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Hljómsveitin GÓSS bregður undir sig gönguskónum og stingur stráinu í munninn og ætlar að ferðast um landið annað árið í röð. „Við förum bara nokkuð góðan hring og tökum nokkur gigg. Þetta er endurtekning frá því í fyrra en þá tókum við aðeins færri gigg, líklega um fjórtán. Við verðum á einhverjum sömu stöðum. Við ætlum að keyra hringinn, stilla upp á hverjum stað og halda tónleika. Þetta er bara einfalt,“ segir Sigríður Thorlacius en ásamt henni eru það Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Óskar sem skipa GÓSS. „Það var aðeins styttri atrenna í fyrra – við ákváðum þetta einhvern veginn og keyrðum bara af stað. Við fengum Steinþór Helga til að hjálpa okkur við að hafa samband við staði og búa til lógískan rúnt. Svo vorum við með gott fólk með okkur, fjölskyldur voru að stökkva inn og út og koma með í parta af túrnum. Þetta er svona sumarfrí?… með smá vinnu. Reyndar aðeins meiri vinna en frí en eins ljúfur vinnutími og hægt er að fá og auðvitað geggjað að fara á nýja staði og hitta nýtt fólk. Það er vonandi að veðrið verði gott í þetta sinn en ef ekki þá skiptir það engu máli – ég er á því að það sé hvergi betra að vera á sumrin en á Íslandi, ég er svo gamaldags – ég er bara með strá í munninum og í gönguskóm.“Það virðist vera orðið smá trend hjá tónlistarmönnum að ferðast innanlands og spila á tónleikum á kaffihúsum og matsölustöðum úti á landi – sveitaballið gamla góða virðist vera liðið undir lok og hafa verið andvana í svolítinn tíma. „Gamla góða sveitaballið, það er svolítið dáið – þessi gamli sveitaballarúntur sem hljómsveitir tóku hér einu sinni. Fólk var kannski búið að sjá að ballið væri búið og fann sér annan „platform“ – fólk fór að halda tónleika í staðinn fyrir ball.“ Sigríður samsinnir því að þetta sé auðvitað ekki bara frábær afsökun fyrir þau til að ferðast innanlands heldur líka borgarbúa og landsmenn alla, til að ferðast um landið og elta GÓSS, að minnsta kosti hluta af ferðinni. „Já, endilega, henda tjaldi í bílinn og stígvélunum og svo bara keyra af stað! Það væri auðvitað frábært að fá einhverja með okkur í lestina.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira