Lukaku ekki með gegn Englendingum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. júní 2018 23:00 Lukaku er næst markahæstur á HM enn sem komið er Vísir/getty Framherjinn Romelu Lukaku verður ekki með Belgum gegn Englendingum í lokaleik liðanna í riðlakeppninni á HM í Rússlandi vegna meiðsla. Bæði Belgar og Englendingar eru nú þegar komnir áfram í 16-liða úrslitin og snýst leikurinn eingöngu um það hvort liðið verði í toppsæti riðilsins. Lukaku hefur ekki æft með Belgum í vikunni vegna meiðsla á ökkla sem hann hlaut í 5-2 sigrinum á Túnis um síðustu helgi. Á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag sagði landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez að Lukaku yrði ekki með en hann hefði ekki áhyggjur af framherjanum sterka hvað framhaldið varðar. „Hann fékk högg gegn Túnis og það er líklega einum degi of snemmt að spila honum á fimmtudag en ég held hann verði ekki lengur frá en það.“ Lukaku er í baráttu við framherja Englendinga, Harry Kane, um gullskóinn á HM. Lukaku er kominn með fjögur mörk en Kane fimm. Margir enskir stuðningsmenn hafa sagt á Twitter að þeir vilji að Englendingar tapi leiknum á morgun því liðið sem lendir í öðru sæti ætti að fá auðveldari leið í úrslitaleikinn. Útsláttarkeppninni er raðað þannig upp að öðru megin við úrslitaleikinn eru lið á borð við Portúgal, Úrúgvæ, Argentínu, Frakkland og Brasilíu á meðan hinu megin eru meðal annars Danir, Rússar, Svíar og Sviss, andstæðingar sem á pappír ættu að vera auðveldari viðureignar. Liðin munu mæta annað hvort Japan, Senegal eða Kólumbíu í 16-liða úrslitunum. Lokaumferð H riðils er leikin klukkan 14:00 á morgun og leikir G riðils hefjast klukkan 18:00.The left side of the bracket: The right side of the bracket: pic.twitter.com/IJBAWX4RCb — FOX Soccer (@FOXSoccer) June 27, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Sjá meira
Framherjinn Romelu Lukaku verður ekki með Belgum gegn Englendingum í lokaleik liðanna í riðlakeppninni á HM í Rússlandi vegna meiðsla. Bæði Belgar og Englendingar eru nú þegar komnir áfram í 16-liða úrslitin og snýst leikurinn eingöngu um það hvort liðið verði í toppsæti riðilsins. Lukaku hefur ekki æft með Belgum í vikunni vegna meiðsla á ökkla sem hann hlaut í 5-2 sigrinum á Túnis um síðustu helgi. Á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag sagði landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez að Lukaku yrði ekki með en hann hefði ekki áhyggjur af framherjanum sterka hvað framhaldið varðar. „Hann fékk högg gegn Túnis og það er líklega einum degi of snemmt að spila honum á fimmtudag en ég held hann verði ekki lengur frá en það.“ Lukaku er í baráttu við framherja Englendinga, Harry Kane, um gullskóinn á HM. Lukaku er kominn með fjögur mörk en Kane fimm. Margir enskir stuðningsmenn hafa sagt á Twitter að þeir vilji að Englendingar tapi leiknum á morgun því liðið sem lendir í öðru sæti ætti að fá auðveldari leið í úrslitaleikinn. Útsláttarkeppninni er raðað þannig upp að öðru megin við úrslitaleikinn eru lið á borð við Portúgal, Úrúgvæ, Argentínu, Frakkland og Brasilíu á meðan hinu megin eru meðal annars Danir, Rússar, Svíar og Sviss, andstæðingar sem á pappír ættu að vera auðveldari viðureignar. Liðin munu mæta annað hvort Japan, Senegal eða Kólumbíu í 16-liða úrslitunum. Lokaumferð H riðils er leikin klukkan 14:00 á morgun og leikir G riðils hefjast klukkan 18:00.The left side of the bracket: The right side of the bracket: pic.twitter.com/IJBAWX4RCb — FOX Soccer (@FOXSoccer) June 27, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Sjá meira