Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2018 23:06 Manafort hafði lengi verið málsvari erlendra ríkja áður en hann tók við sem kosningastjóri Trump árið 2016. Hann virðist þó ekki hafa greint frá þeim störfum eins og lög kváðu á um. Vísir/EPA Samband Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, við rússneskan ólígarka með náin tengsl við stjórnvöld í Kreml virðast hafa verið nánari en áður hefur komið fram. Gögn sem lögð hafa verið fram í máli gegn Manafort benda til þess að hann hafi fengið tíu milljón dollara lán frá rússneska auðkýfingnum. Upplýsingar um lánið koma fram í umsókn um leitarheimild sem leynd var létt af í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar kemur fram að fyrirtæki í eigu Manafort og konu hans hafi fengið tíu milljóna dollar lán frá rússneskum lánveitanda, Oleg Deripaska. Deripaska er álfursti sem er náinn Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Hann er einn þeirra rússnesku ólígarka sem bandarísk stjórnvöld byrjuðu að beita refsiaðgerðum í apríl. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, ákærði Manafort fyrir peningaþvætti og að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis. Manafort er einnig ákærður fyrir skattaundanskot. Konstantin Kilimnik, rússneskur samstarfsmaður Manafort og milligöngumaður á milli hans og Deripaska, er einnig ákærður í máli Mueller. Kilimnik er sagður hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna en hann neitar því. Samkvæmt skjölunum styrkti Deripaska einnig málafylgjustörf Manafort fyrir úkraínsk stjórnvöld. Manafort vann fyrir ríkisstjórn Viktos Janúkótvitsj áður en hann hrökklaðist frá völdum árið 2014. Árið 2016 tók Manafort við sem kosningastjóri Trump en hætti nokkrum mánuðum fyrir kosningar eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollar frá flokki Janúkóvitsj sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Mál gegn Manafort eru rekin bæði í Washington-borg og Virginíu. Réttarhöldin í málinu í Virginíu eiga að hefjast í næsta mánuði en í september í Washington. Dómari sendi Manafort nýlega í fangelsi þar sem hann var talinn hafa brotið gegn tryggingarlausn sinni með því að reyna að hafa áhrif á vitni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bandaríkjastjórn refsar sjö rússneskum ólígörkum Refsiaðgerðirnar ná einnig til fyrirtækja í eigu nokkurra auðgustu manna Rússlands úr innstra hring Vladímírs Pútín forseta. 6. apríl 2018 13:00 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Dómari neitar að vísa frá máli gegn fyrrverandi kosningastjóra Trump Lögmenn Pauls Manafort höfðu haldið því fram að saksóknarar hefðu gengið lengra en umboð þeirra frá dómsmálaráðuneytinu leyfði. 16. maí 2018 10:22 Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Vitni sem Paul Manafort hafði samband við segir hann hafa reynt að fá sig til að bera ljúgvitni. 5. júní 2018 07:21 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Samband Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, við rússneskan ólígarka með náin tengsl við stjórnvöld í Kreml virðast hafa verið nánari en áður hefur komið fram. Gögn sem lögð hafa verið fram í máli gegn Manafort benda til þess að hann hafi fengið tíu milljón dollara lán frá rússneska auðkýfingnum. Upplýsingar um lánið koma fram í umsókn um leitarheimild sem leynd var létt af í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar kemur fram að fyrirtæki í eigu Manafort og konu hans hafi fengið tíu milljóna dollar lán frá rússneskum lánveitanda, Oleg Deripaska. Deripaska er álfursti sem er náinn Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Hann er einn þeirra rússnesku ólígarka sem bandarísk stjórnvöld byrjuðu að beita refsiaðgerðum í apríl. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, ákærði Manafort fyrir peningaþvætti og að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis. Manafort er einnig ákærður fyrir skattaundanskot. Konstantin Kilimnik, rússneskur samstarfsmaður Manafort og milligöngumaður á milli hans og Deripaska, er einnig ákærður í máli Mueller. Kilimnik er sagður hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna en hann neitar því. Samkvæmt skjölunum styrkti Deripaska einnig málafylgjustörf Manafort fyrir úkraínsk stjórnvöld. Manafort vann fyrir ríkisstjórn Viktos Janúkótvitsj áður en hann hrökklaðist frá völdum árið 2014. Árið 2016 tók Manafort við sem kosningastjóri Trump en hætti nokkrum mánuðum fyrir kosningar eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollar frá flokki Janúkóvitsj sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Mál gegn Manafort eru rekin bæði í Washington-borg og Virginíu. Réttarhöldin í málinu í Virginíu eiga að hefjast í næsta mánuði en í september í Washington. Dómari sendi Manafort nýlega í fangelsi þar sem hann var talinn hafa brotið gegn tryggingarlausn sinni með því að reyna að hafa áhrif á vitni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bandaríkjastjórn refsar sjö rússneskum ólígörkum Refsiaðgerðirnar ná einnig til fyrirtækja í eigu nokkurra auðgustu manna Rússlands úr innstra hring Vladímírs Pútín forseta. 6. apríl 2018 13:00 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Dómari neitar að vísa frá máli gegn fyrrverandi kosningastjóra Trump Lögmenn Pauls Manafort höfðu haldið því fram að saksóknarar hefðu gengið lengra en umboð þeirra frá dómsmálaráðuneytinu leyfði. 16. maí 2018 10:22 Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Vitni sem Paul Manafort hafði samband við segir hann hafa reynt að fá sig til að bera ljúgvitni. 5. júní 2018 07:21 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Bandaríkjastjórn refsar sjö rússneskum ólígörkum Refsiaðgerðirnar ná einnig til fyrirtækja í eigu nokkurra auðgustu manna Rússlands úr innstra hring Vladímírs Pútín forseta. 6. apríl 2018 13:00
Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26
Dómari neitar að vísa frá máli gegn fyrrverandi kosningastjóra Trump Lögmenn Pauls Manafort höfðu haldið því fram að saksóknarar hefðu gengið lengra en umboð þeirra frá dómsmálaráðuneytinu leyfði. 16. maí 2018 10:22
Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52
Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15
Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Vitni sem Paul Manafort hafði samband við segir hann hafa reynt að fá sig til að bera ljúgvitni. 5. júní 2018 07:21