Ekki svo flókið Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. júní 2018 07:00 Það er ekki ofsögum sagt að íslensk fyrirtæki standi frammi fyrir breyttri heimsmynd. Alþjóðavæðing, breytt neytendahegðun og stórstígar tækniframfarir hafa leitt til harðvítugrar samkeppni og þurrkað út landamæri að nánast öllu leyti nema að nafninu til með þeim afleiðingum að heimurinn fer stöðugt minnkandi. Við þessu þurfa fyrirtæki, sér í lagi á örmarkaði eins og þeim íslenska, nauðsynlega að bregðast ætli þau sér ekki að verða undir í samkeppninni. Þau verða að leita allra leiða til þess að hagræða og spara. Fyrir mörg þeirra er það einfaldlega lífsspursmál. Það er því ekki nema von að ýmsir stórir samrunar standi fyrir dyrum, sér í lagi á smásölumarkaði, þar sem fyrirtæki reyna að mæta samkeppni að utan, hvort sem er frá verslunarrisum á borð við Costco og H&M eða netrisum eins og Amazon og ASOS. Samkeppnisyfirvöld þurfa, ekki síður en fyrirtæki, að taka mið af breyttri heimsmynd í stað þess að reiða sig áfram á úreltar markaðsskilgreiningar. Jafnframt verða þau að hraða rannsóknum sínum á samrunamálum. Það þýðir ekki að fyrirtæki bíði mánuðum, ef ekki árum, saman upp á von og óvon á meðan yfirvöld gera upp hug sinn. Fjórtán mánuðir eru frá því að Hagar og Olís skrifuðu undir kaupsamning og átta mánuðir síðan N1 og Festi gerðu slíkt hið sama. Engu að síður er enn óvíst hvenær niðurstöður liggja fyrir. Til samanburðar tók það bandarísk yfirvöld aðeins tvo mánuði að samþykkja kaup Amazon, stærstu netverslunar heims, á matvörurisanum Whole Foods. Samrunar upp á fáeina tugi milljarða króna á litla Íslandi geta vart verið flóknari en slík 1.500 milljarða króna risakaup. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er ekki ofsögum sagt að íslensk fyrirtæki standi frammi fyrir breyttri heimsmynd. Alþjóðavæðing, breytt neytendahegðun og stórstígar tækniframfarir hafa leitt til harðvítugrar samkeppni og þurrkað út landamæri að nánast öllu leyti nema að nafninu til með þeim afleiðingum að heimurinn fer stöðugt minnkandi. Við þessu þurfa fyrirtæki, sér í lagi á örmarkaði eins og þeim íslenska, nauðsynlega að bregðast ætli þau sér ekki að verða undir í samkeppninni. Þau verða að leita allra leiða til þess að hagræða og spara. Fyrir mörg þeirra er það einfaldlega lífsspursmál. Það er því ekki nema von að ýmsir stórir samrunar standi fyrir dyrum, sér í lagi á smásölumarkaði, þar sem fyrirtæki reyna að mæta samkeppni að utan, hvort sem er frá verslunarrisum á borð við Costco og H&M eða netrisum eins og Amazon og ASOS. Samkeppnisyfirvöld þurfa, ekki síður en fyrirtæki, að taka mið af breyttri heimsmynd í stað þess að reiða sig áfram á úreltar markaðsskilgreiningar. Jafnframt verða þau að hraða rannsóknum sínum á samrunamálum. Það þýðir ekki að fyrirtæki bíði mánuðum, ef ekki árum, saman upp á von og óvon á meðan yfirvöld gera upp hug sinn. Fjórtán mánuðir eru frá því að Hagar og Olís skrifuðu undir kaupsamning og átta mánuðir síðan N1 og Festi gerðu slíkt hið sama. Engu að síður er enn óvíst hvenær niðurstöður liggja fyrir. Til samanburðar tók það bandarísk yfirvöld aðeins tvo mánuði að samþykkja kaup Amazon, stærstu netverslunar heims, á matvörurisanum Whole Foods. Samrunar upp á fáeina tugi milljarða króna á litla Íslandi geta vart verið flóknari en slík 1.500 milljarða króna risakaup.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar