Þáttastjórnandinn Jimmy Fallon á það til að leika sér með gestum sínum í Tonight Show. Nú síðast fékk hann hljómsveitina Backstreet Boys í heimsókn og hún voru engin undantekning. Fallon, Backstreet Boys og The Roots spiluðu helsta slagara hljómsveitarinnar I Want it That Way með hjálp óvenjulegra hljóðfæra.