Þrælalán á Íslandi Þorsteinn Sæmundsson skrifar 29. júní 2018 09:37 Fasteignalán á Íslandi, vaxtakjör þeirra og verðtrygging er mörgum ráðgáta, ekki síst ferðalöngum frá þróuðum og siðuðum þjóðum. Það er erfitt að útskýra fyrir fólki sem býr við þróaðan fasteignamarkað og stöðug vaxtakjör hvernig lánveitendur á Íslandi hafa öll spil a hendi gagnvart lántakendum. Það er heldur ekki hægt að útskýra fyrir sama fólki hvernig lán heimila og fyrirtækja hækka um milljarðatugi á ári þegar verðbólga er lág og stöðug og sömu milljarðatugir flæða úr vösum heimila og fyrirtækja í hirzlur fjármálastofnana. Góður félagi minn rekur ferðaþjónustu og tekur á móti gestum hvaðanæva að. Hann á góðar samræður við marga þeirra og reynir eftir getu að upplýsa gesti sína um hvaðeina sem snertir Ísland og Íslendinga. Nýverið bar að garði hjá honum svissneskan hagfræðing sem var forvitinn um samskipti Íslendinga og fjármálakerfisins. Félagi minn reyndi að útskýra fyrir gestinum frá Sviss hvernig lánakjörum húsnæðiskaupenda er háttað. Gesturinn spurði: „Borgið þið semsagt verðbætur ofan á vexti sem eru 3-5%?“ Svarið var að sjálfsögðu já. „Og þið borgið höfuðstól 40 ára húsnæðisláns u.þ.b. fjórum sinnum á lánstímanum?“ Svarið var einnig já. „Og fjármálastofnunin tekur enga áhættu. Áhættan er öll hjá lántaka?“ spurði svissneski gesturinn. Svarið var enn já. „En þetta eru þrælalán“ sagði sá svissneski. „Þeir sem búa við slík lánakjör eru þrælar lánveitendanna.“ Félagi minn gat ekki þrætt fyrir það. „Ef svona kjör byðust í Sviss yrðu uppþot á götum úti“ sagði gesturinn. Ekki gat félagi minn þrætt fyrir það. Næst barst talið að vaxtakjörum og ég vitna orðrétt í frásögn félaga míns: Eftir að hann hafði áttað sig á verðtryggðum lánum til almennings hér, sem hann kallaði „Slave loans“ þá fór hann að velta fyrir sér vöxtum og vaxtastigi hér. Þá hófst kafli tvö í að gera manninn enn þá meir undrandi. „Stýrivextir 5%?“ og hann gapti af undrun. Það gat hann engan vegin skilið eftir að ég hafði útskýrt fyrir honum hver verðbólgan væri og það sérstaklega að það væri verðhjöðnun án húsnæðisliðar neysluverðs vísitölunnar. „Í Sviss væru stýrivextir í mínus og yrðu í svona aðstæðum.“ Þá komum við inn á tilgang stýrivaxta og stýringu gagnvart verðbólgu. Hann gat engan vegið séð hvernig stýrivextir eiga að virka á verðtryggðu lánin (Við vorum 100% sammála um að þeir gera það ekki) Þá leiddist talið út í hvernig þetta hefur áhrif á gengið og hvernig það hefur styrkst gríðarlega eftir stýrivaxtahækkunina haustið 2015. Hann sagði þá „En fjármagn hlýtur að leita í þennan gríðarlega vaxtamun, það fæst hvergi svona há og örugg ávöxtun?“ Mitt svar var einfaldlega „Já að sjálfsögðu leitar fjármagn í þetta“ „Og þið borgið bara með bros á vör sagði hann þá og glotti“ (árlega miljarðatuga færsla frá heimilum og fyrirtækjum til fjármagnseigenda) því næst sagði hann „Og styrkja menn gengið til að halda niðri verðbólgu sem er ekki til í raun og drepa um leið tekjuöflunina“ Í stuttu máli þá sagði hann þetta er ekki í lagi að neinu leiti og við vorum algerlega sammála um það. Algjört vaxtaokur, þrælalán og tekjuöflun drepin... „Til hvers er eiginlega þessi Seðlabanki ykkar, það gengur aldrei svona að reka þjóðfélag svo að hlutirnir virki“ voru síðustu orða hans um leið og við kvöddumst. Nei það er nú heila málið - Svona getur rekstur þjóðfélags og heimila aldrei gengið Svo mörg voru þau orð. Greinarhöfundur reyndi sjálfur nýlega að útskýra sömu hluti fyrir Finna sem hann hitti á fundi en Finnar hafa upplifað þó nokkrar hremmingar í efnahagsmálum undanfarin tuttugu ár eða svo. Það var að sjálfsögðu ekki nokkur vegur að útskýra þetta ástand fyrir viðkomandi. Spurningin sem íslenskir stjórmálamenn þurfa að spyrja sig er hinsvegar þessi: „Hvernig getum við fengið ungt fólk til að setjast að á Íslandi við þessar aðstæður? Sá tími er skammt undan að við verðum spurð: Hvers vegna í ósköpunum eru þið ekki búin að breyta þessu?“ Svari nú hver fyrir sig.Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Fasteignalán á Íslandi, vaxtakjör þeirra og verðtrygging er mörgum ráðgáta, ekki síst ferðalöngum frá þróuðum og siðuðum þjóðum. Það er erfitt að útskýra fyrir fólki sem býr við þróaðan fasteignamarkað og stöðug vaxtakjör hvernig lánveitendur á Íslandi hafa öll spil a hendi gagnvart lántakendum. Það er heldur ekki hægt að útskýra fyrir sama fólki hvernig lán heimila og fyrirtækja hækka um milljarðatugi á ári þegar verðbólga er lág og stöðug og sömu milljarðatugir flæða úr vösum heimila og fyrirtækja í hirzlur fjármálastofnana. Góður félagi minn rekur ferðaþjónustu og tekur á móti gestum hvaðanæva að. Hann á góðar samræður við marga þeirra og reynir eftir getu að upplýsa gesti sína um hvaðeina sem snertir Ísland og Íslendinga. Nýverið bar að garði hjá honum svissneskan hagfræðing sem var forvitinn um samskipti Íslendinga og fjármálakerfisins. Félagi minn reyndi að útskýra fyrir gestinum frá Sviss hvernig lánakjörum húsnæðiskaupenda er háttað. Gesturinn spurði: „Borgið þið semsagt verðbætur ofan á vexti sem eru 3-5%?“ Svarið var að sjálfsögðu já. „Og þið borgið höfuðstól 40 ára húsnæðisláns u.þ.b. fjórum sinnum á lánstímanum?“ Svarið var einnig já. „Og fjármálastofnunin tekur enga áhættu. Áhættan er öll hjá lántaka?“ spurði svissneski gesturinn. Svarið var enn já. „En þetta eru þrælalán“ sagði sá svissneski. „Þeir sem búa við slík lánakjör eru þrælar lánveitendanna.“ Félagi minn gat ekki þrætt fyrir það. „Ef svona kjör byðust í Sviss yrðu uppþot á götum úti“ sagði gesturinn. Ekki gat félagi minn þrætt fyrir það. Næst barst talið að vaxtakjörum og ég vitna orðrétt í frásögn félaga míns: Eftir að hann hafði áttað sig á verðtryggðum lánum til almennings hér, sem hann kallaði „Slave loans“ þá fór hann að velta fyrir sér vöxtum og vaxtastigi hér. Þá hófst kafli tvö í að gera manninn enn þá meir undrandi. „Stýrivextir 5%?“ og hann gapti af undrun. Það gat hann engan vegin skilið eftir að ég hafði útskýrt fyrir honum hver verðbólgan væri og það sérstaklega að það væri verðhjöðnun án húsnæðisliðar neysluverðs vísitölunnar. „Í Sviss væru stýrivextir í mínus og yrðu í svona aðstæðum.“ Þá komum við inn á tilgang stýrivaxta og stýringu gagnvart verðbólgu. Hann gat engan vegið séð hvernig stýrivextir eiga að virka á verðtryggðu lánin (Við vorum 100% sammála um að þeir gera það ekki) Þá leiddist talið út í hvernig þetta hefur áhrif á gengið og hvernig það hefur styrkst gríðarlega eftir stýrivaxtahækkunina haustið 2015. Hann sagði þá „En fjármagn hlýtur að leita í þennan gríðarlega vaxtamun, það fæst hvergi svona há og örugg ávöxtun?“ Mitt svar var einfaldlega „Já að sjálfsögðu leitar fjármagn í þetta“ „Og þið borgið bara með bros á vör sagði hann þá og glotti“ (árlega miljarðatuga færsla frá heimilum og fyrirtækjum til fjármagnseigenda) því næst sagði hann „Og styrkja menn gengið til að halda niðri verðbólgu sem er ekki til í raun og drepa um leið tekjuöflunina“ Í stuttu máli þá sagði hann þetta er ekki í lagi að neinu leiti og við vorum algerlega sammála um það. Algjört vaxtaokur, þrælalán og tekjuöflun drepin... „Til hvers er eiginlega þessi Seðlabanki ykkar, það gengur aldrei svona að reka þjóðfélag svo að hlutirnir virki“ voru síðustu orða hans um leið og við kvöddumst. Nei það er nú heila málið - Svona getur rekstur þjóðfélags og heimila aldrei gengið Svo mörg voru þau orð. Greinarhöfundur reyndi sjálfur nýlega að útskýra sömu hluti fyrir Finna sem hann hitti á fundi en Finnar hafa upplifað þó nokkrar hremmingar í efnahagsmálum undanfarin tuttugu ár eða svo. Það var að sjálfsögðu ekki nokkur vegur að útskýra þetta ástand fyrir viðkomandi. Spurningin sem íslenskir stjórmálamenn þurfa að spyrja sig er hinsvegar þessi: „Hvernig getum við fengið ungt fólk til að setjast að á Íslandi við þessar aðstæður? Sá tími er skammt undan að við verðum spurð: Hvers vegna í ósköpunum eru þið ekki búin að breyta þessu?“ Svari nú hver fyrir sig.Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun