Veðrið hrekur Íslendinga í skyndiferðir á vit sólarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2018 13:00 Íbúa á höfuðborgarsvæðinu dreymir eflaust marga um sólbað á hvítri strönd og tæran, bláan sjó um þessar mundir. Vísir/Getty Veðrið hefur ekki leikið við íbúa á suðvesturhorninu það sem af er sumri, eins og flestir hafa eflaust tekið eftir. Forsvarsmenn ferðaskrifstofa í höfuðborginni segja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum í rigningartíðinni og þá ber á því að fólk panti ferðir með skemmri fyrirvara en ella. Margir virðast einnig sækja í sólina á Austurlandi.Með ferðatösku á skrifstofuna tilbúinn til brottfarar Þórunn Reynisdóttir, forstýra Úrvals útsýnar, segir í samtali við Vísi að leiðinlegt veður á höfuðborgarsvæðinu, og víðar á Suður- og Vesturlandi, hafi greinileg áhrif á ferðalöngun landans. „Það er náttúrulega aukning og svo er fólk að stökkva með stuttum fyrirvara. Það hefur verið staðan í svolítið marga daga núna og veðrið búið að vera eftir því,“ segir Þórunn. Hún segir einnig nokkuð bera á því að fólki sé sama hvert það fari – svo lengi sem sólin skíni.Sjá einnig: Spáir sannkölluðum sumardögum fyrir austan en óbreyttu á SV-horni „Það má segja það. Við fáum margar fyrirspurnir þar sem fólk spyr: „Getum við farið eitthvert á morgun?“ og alveg sama hvert, bara í sól.“ Þá séu sumir þreyttari á veðrinu en aðrir. „Mér var svo sagt að einhver hefði mætt með ferðatöskuna hingað á skrifstofuna um daginn. Ég hefði viljað sjá það, hann var bara tilbúinn að fara,“ segir Þórunn. Hún segir viðskiptavini ferðaskrifstofunnar helst sækja í hlýrri áfangastaði á borð við Mallorca, Tenerife og Alicante. Þórunn segir fjölda ferða enn í boði og allir, sem hafa í hyggju að flýja veðrið, séu velkomnir í kaffi á skrifstofuna. „Og við munum koma þér úr landi.“Þreyta og D-vítamínþrá Jakob Ómarsson, markaðsstjóri ferðaskrifstofunnar Vita, segir stöðuna svipaða þar á bæ. Aðspurður segir Jakob vel hægt að fullyrða að veðrið á suðvesturhorninu hafi komið af stað uppsveiflu í sölu á utanlandsferðum. „Það hefur komið mikið af fyrirspurnum núna undanfarið. Maður finnur að það er þreyta í landinu og fólk verður að fá sitt D-vítamín alla vega einu sinni á ári.“ Jakob segir vinsælustu áfangastaðina Alicante og Tenerife, þar sem Íslendingar geti treyst á sólarljós. Aðspurður segir hann söluna hafa gengið mjög vel það sem af er sumri en enn séu þó einhverjar ferðir í boði fyrir sólarþyrsta. Sækja í betra veður innanlands En sólin skín ekki bara í útlöndum, veðrið hefur nefnilega verið með allra besta móti á norðausturhorni landsins og hiti hefur reglulega mælst yfir 20 stig. Í skriflegu svari við fyrirspurn blaðamanns segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, að erfitt sé að meta bein áhrif veðurs á Suður- og Vesturlandi á tíðni flugs austur á land. „Tilfinning okkar er þó sú að farþegar okkar séu að sækja í betra veður og er það byggt á samskiptum okkar við farþega við innritun, í þjónustuveri og um borð.“ Veður Tengdar fréttir Allt að 23 stiga hiti í dag Svalara verður um landið sunnan- og vestanvert og þungbúið. Víða verður rigning á Suðurlandi, en annars úrkomuminna. 29. júní 2018 07:53 Hvernig hægt er að lifa af haustið langa Haustið langa, en það mun þetta svokallaða sumar verða kallað í framtíðinni, er nú í fullu fjöri og öll plön um útilegur og annað fjör utandyra eru farin í vaskinn. Hér eru nokkrar tillögur um hvernig lifa megi þessi ósköp af. 26. júní 2018 08:00 Spáir sannkölluðum sumardögum fyrir austan en óbreyttu á SV-horni Búast má við mörgum hlýjum dögum í röð á austanverðu landinu í næstu viku en áfram svipuðu á því vestanverðu. 28. júní 2018 22:35 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Veðrið hefur ekki leikið við íbúa á suðvesturhorninu það sem af er sumri, eins og flestir hafa eflaust tekið eftir. Forsvarsmenn ferðaskrifstofa í höfuðborginni segja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum í rigningartíðinni og þá ber á því að fólk panti ferðir með skemmri fyrirvara en ella. Margir virðast einnig sækja í sólina á Austurlandi.Með ferðatösku á skrifstofuna tilbúinn til brottfarar Þórunn Reynisdóttir, forstýra Úrvals útsýnar, segir í samtali við Vísi að leiðinlegt veður á höfuðborgarsvæðinu, og víðar á Suður- og Vesturlandi, hafi greinileg áhrif á ferðalöngun landans. „Það er náttúrulega aukning og svo er fólk að stökkva með stuttum fyrirvara. Það hefur verið staðan í svolítið marga daga núna og veðrið búið að vera eftir því,“ segir Þórunn. Hún segir einnig nokkuð bera á því að fólki sé sama hvert það fari – svo lengi sem sólin skíni.Sjá einnig: Spáir sannkölluðum sumardögum fyrir austan en óbreyttu á SV-horni „Það má segja það. Við fáum margar fyrirspurnir þar sem fólk spyr: „Getum við farið eitthvert á morgun?“ og alveg sama hvert, bara í sól.“ Þá séu sumir þreyttari á veðrinu en aðrir. „Mér var svo sagt að einhver hefði mætt með ferðatöskuna hingað á skrifstofuna um daginn. Ég hefði viljað sjá það, hann var bara tilbúinn að fara,“ segir Þórunn. Hún segir viðskiptavini ferðaskrifstofunnar helst sækja í hlýrri áfangastaði á borð við Mallorca, Tenerife og Alicante. Þórunn segir fjölda ferða enn í boði og allir, sem hafa í hyggju að flýja veðrið, séu velkomnir í kaffi á skrifstofuna. „Og við munum koma þér úr landi.“Þreyta og D-vítamínþrá Jakob Ómarsson, markaðsstjóri ferðaskrifstofunnar Vita, segir stöðuna svipaða þar á bæ. Aðspurður segir Jakob vel hægt að fullyrða að veðrið á suðvesturhorninu hafi komið af stað uppsveiflu í sölu á utanlandsferðum. „Það hefur komið mikið af fyrirspurnum núna undanfarið. Maður finnur að það er þreyta í landinu og fólk verður að fá sitt D-vítamín alla vega einu sinni á ári.“ Jakob segir vinsælustu áfangastaðina Alicante og Tenerife, þar sem Íslendingar geti treyst á sólarljós. Aðspurður segir hann söluna hafa gengið mjög vel það sem af er sumri en enn séu þó einhverjar ferðir í boði fyrir sólarþyrsta. Sækja í betra veður innanlands En sólin skín ekki bara í útlöndum, veðrið hefur nefnilega verið með allra besta móti á norðausturhorni landsins og hiti hefur reglulega mælst yfir 20 stig. Í skriflegu svari við fyrirspurn blaðamanns segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, að erfitt sé að meta bein áhrif veðurs á Suður- og Vesturlandi á tíðni flugs austur á land. „Tilfinning okkar er þó sú að farþegar okkar séu að sækja í betra veður og er það byggt á samskiptum okkar við farþega við innritun, í þjónustuveri og um borð.“
Veður Tengdar fréttir Allt að 23 stiga hiti í dag Svalara verður um landið sunnan- og vestanvert og þungbúið. Víða verður rigning á Suðurlandi, en annars úrkomuminna. 29. júní 2018 07:53 Hvernig hægt er að lifa af haustið langa Haustið langa, en það mun þetta svokallaða sumar verða kallað í framtíðinni, er nú í fullu fjöri og öll plön um útilegur og annað fjör utandyra eru farin í vaskinn. Hér eru nokkrar tillögur um hvernig lifa megi þessi ósköp af. 26. júní 2018 08:00 Spáir sannkölluðum sumardögum fyrir austan en óbreyttu á SV-horni Búast má við mörgum hlýjum dögum í röð á austanverðu landinu í næstu viku en áfram svipuðu á því vestanverðu. 28. júní 2018 22:35 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Allt að 23 stiga hiti í dag Svalara verður um landið sunnan- og vestanvert og þungbúið. Víða verður rigning á Suðurlandi, en annars úrkomuminna. 29. júní 2018 07:53
Hvernig hægt er að lifa af haustið langa Haustið langa, en það mun þetta svokallaða sumar verða kallað í framtíðinni, er nú í fullu fjöri og öll plön um útilegur og annað fjör utandyra eru farin í vaskinn. Hér eru nokkrar tillögur um hvernig lifa megi þessi ósköp af. 26. júní 2018 08:00
Spáir sannkölluðum sumardögum fyrir austan en óbreyttu á SV-horni Búast má við mörgum hlýjum dögum í röð á austanverðu landinu í næstu viku en áfram svipuðu á því vestanverðu. 28. júní 2018 22:35
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent