Innlent

Hljómborðsleikari Lands og sona látinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Njáll Þórðarson lést aðeins 44 ára að aldri eftir baráttu við illvígt krabbamein.
Njáll Þórðarson lést aðeins 44 ára að aldri eftir baráttu við illvígt krabbamein.
Njáll Þórðarson, hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Lands og sona, lést síðastliðinn laugardag, 44 ára að aldri. Hann hafði glímt við alvarlegt ristilkrabbamein.

Á Facebook-síðu Lands og sona er greint frá því að tónleikum sveitarinnar sem fara áttu fram á Hard Rock á morgun hafi verið aflýst vegna andláts Njáls og þakkar Hreimur Örn Heimisson, söngvari sveitarinnar, þar fyrir stuðninginn.

 

Útför Njáls fer fram frá Grafarvogskirkju þann 4. júlí næstkomandi klukkan 13.

Að því er segir í andlátstilkynningu frá fjölskyldu Njáls í Fréttablaðinu í dag eru blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning fyrir dætur hans, kt. 210873-3179, reikn.nr. 0370-22-007331.

Njáll lætur eftir sig eiginkonu og tvær dætur.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×