Fagnar því að MDE vilji afgreiða Landsréttarmálið skjótt Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 29. júní 2018 14:00 Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra fagnar því að dómstóllinn taki afstöðu til kærunnar sem fyrst. vísir/ernir „Það er ekki enn að fullu ljóst hvort MDE ætlar að taka málið til meðferðar,“ skrifar Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra á facebook síðu sína í morgun. „Reglur dómstólsins eru þannig að mörgum málum er vísað strax frá dómi en hins vegar er einnig mögulegt að áður en slík ákvörðun er tekin sé gagnaðila málsins gefinn kostur á að tjá sig um sakarefnið. Hluti af slíkri greinargerð getur verið krafa um að málinu verði vísað frá án frekari málflutnings. Slík ákvörðun getur verið íhöndum forseta deildarinnar án aðkomu annarra dómara.“ Tilefnið eru spurningar sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sent íslenskum stjórnvöldum vegna Landsréttarmálsins en dómnum barst kæra vegna málsins fyrir mánuði síðan. Vinnubrögð dómsins eru óvenju hröð og er ástæðan sögð alvarleg réttaróvissa á Íslandi samkvæmt fréttaflutningi Ríkisútvarpsins. Sigríður fagnar því að dómurinn vilji taka hratt á málinu. „Hins vegar er ástæða til að fagna því að dómstóllinn taki sem fyrst afstöðu til kæru sem lýtur að því að skipan landsréttardómara sé andstæð Mannréttindasáttmála Evrópu þrátt fyrir að Hæstiréttur Íslands hafi komist að gagnstæðri niðurstöðu. Þegar skoðaðar eru spurningar sem MDE hefur nú beint til íslenskra stjórnvalda er ljóst að þar er ekkert óeðlilegt á ferðinni enda eru þær í samræmi við málatilbúnað kæranda.“ Spurningarnar sem um ræðir eru í tveimur liðum. Í fyrsta lagi hvernig það samrýmist ákvæði mannréttindasáttmála að skipan dómara hafi ekki fylgt lagaákvæði um að Alþingi skuli greiða atkvæði um hvert og eitt dómaragildi en ekki tillögu ráðherra í heild sinni líkt og var gert. Í öðru lagi er spurt um niðurstöðu Hæstaréttar frá því í fyrra um brot ráðherra á lögum við skipan dómara og hvernig það haldist í hendur við niðurstöðu Hæstaréttar frá því í ár þar sem kveðið er á um að dómarar í Landsrétti sitji löglega. Sjá einnig: „Sigríður Andersen braut lög“ og „Hæstiréttur vísar frá kröfu um dómara við Landsrétt“ Sigríður segir að stjórnvöld munu svara dómnum með greinagerð í sumar og vonast hún til að málið hljóti afgreiðslu hjá MDE í haust. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir dóminn staðfesta þá staðreynd að réttaróvissa ríki í landinu.Vísir/Anton Brink Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir Mannréttindadóminn með þessu staðfesta réttaróvissu á Íslandi. „Þessi ákvörðun dómstólsins og hvernig hann rökstyður hana ákveðin staðfeting á þeirri staðreynd sem við í stjórnarandstöðunni höfum verið að halda fram að skipan dómara í Landsrétt skapi réttaróvissu og sé alvarleg“ Hún segir það ánægjulegt að dómstóllinn hafi forgangsraðað málinu þannig að hægt væri að eyða réttaróvissu á Íslandi sem fyrst. hinsvegar séu aðrir þættir sem séu áhyggjuefni til að mynda ef að dómurinn verði fordæmisgefandi fyrir önnur ríki. „Það væri mjög sorglegt mál ef að Ísland væri fordæmi fyrir því hvernig eigi ekki að skipa dómara.“ Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ Innlent Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Innlent Fleiri fréttir Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Sjá meira
„Það er ekki enn að fullu ljóst hvort MDE ætlar að taka málið til meðferðar,“ skrifar Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra á facebook síðu sína í morgun. „Reglur dómstólsins eru þannig að mörgum málum er vísað strax frá dómi en hins vegar er einnig mögulegt að áður en slík ákvörðun er tekin sé gagnaðila málsins gefinn kostur á að tjá sig um sakarefnið. Hluti af slíkri greinargerð getur verið krafa um að málinu verði vísað frá án frekari málflutnings. Slík ákvörðun getur verið íhöndum forseta deildarinnar án aðkomu annarra dómara.“ Tilefnið eru spurningar sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sent íslenskum stjórnvöldum vegna Landsréttarmálsins en dómnum barst kæra vegna málsins fyrir mánuði síðan. Vinnubrögð dómsins eru óvenju hröð og er ástæðan sögð alvarleg réttaróvissa á Íslandi samkvæmt fréttaflutningi Ríkisútvarpsins. Sigríður fagnar því að dómurinn vilji taka hratt á málinu. „Hins vegar er ástæða til að fagna því að dómstóllinn taki sem fyrst afstöðu til kæru sem lýtur að því að skipan landsréttardómara sé andstæð Mannréttindasáttmála Evrópu þrátt fyrir að Hæstiréttur Íslands hafi komist að gagnstæðri niðurstöðu. Þegar skoðaðar eru spurningar sem MDE hefur nú beint til íslenskra stjórnvalda er ljóst að þar er ekkert óeðlilegt á ferðinni enda eru þær í samræmi við málatilbúnað kæranda.“ Spurningarnar sem um ræðir eru í tveimur liðum. Í fyrsta lagi hvernig það samrýmist ákvæði mannréttindasáttmála að skipan dómara hafi ekki fylgt lagaákvæði um að Alþingi skuli greiða atkvæði um hvert og eitt dómaragildi en ekki tillögu ráðherra í heild sinni líkt og var gert. Í öðru lagi er spurt um niðurstöðu Hæstaréttar frá því í fyrra um brot ráðherra á lögum við skipan dómara og hvernig það haldist í hendur við niðurstöðu Hæstaréttar frá því í ár þar sem kveðið er á um að dómarar í Landsrétti sitji löglega. Sjá einnig: „Sigríður Andersen braut lög“ og „Hæstiréttur vísar frá kröfu um dómara við Landsrétt“ Sigríður segir að stjórnvöld munu svara dómnum með greinagerð í sumar og vonast hún til að málið hljóti afgreiðslu hjá MDE í haust. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir dóminn staðfesta þá staðreynd að réttaróvissa ríki í landinu.Vísir/Anton Brink Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir Mannréttindadóminn með þessu staðfesta réttaróvissu á Íslandi. „Þessi ákvörðun dómstólsins og hvernig hann rökstyður hana ákveðin staðfeting á þeirri staðreynd sem við í stjórnarandstöðunni höfum verið að halda fram að skipan dómara í Landsrétt skapi réttaróvissu og sé alvarleg“ Hún segir það ánægjulegt að dómstóllinn hafi forgangsraðað málinu þannig að hægt væri að eyða réttaróvissu á Íslandi sem fyrst. hinsvegar séu aðrir þættir sem séu áhyggjuefni til að mynda ef að dómurinn verði fordæmisgefandi fyrir önnur ríki. „Það væri mjög sorglegt mál ef að Ísland væri fordæmi fyrir því hvernig eigi ekki að skipa dómara.“
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ Innlent Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Innlent Fleiri fréttir Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Sjá meira