Knattspyrnumaðurinn David Beckham er staddur á Íslandi í veiði með vini sínum Björgólfi Thor Björgólfssyni. Hann birtir myndir af veiðiferðinni á Instagram og segist elska Ísland.
Nútíminn hafði áður greint frá því að Beckham væri staddur á Íslandi en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann kemur hingað til lands. Renndi hann fyrir laxi í Langá árið 2016 en þá var hann í för með Victoriu Beckham, eiginkonu sinni og börnum, en nú virðist hann vera einn á ferð.
Beckham birtir myndir af veiðiferðinni á Instagram og í texta á einni myndinni segir hann: „Þeir eru kannski dottnir út af HM en fjandinn hafi það, ég elska Ísland,“ en Beckham táknar Ísland með íslenska fánanum.
Ef marka má myndirnar virðist Beckham vera í góðu yfirlæti við veiðarnar í Norðurá með félaga sínum Björgólfi Thor en þeir kynntust þegar börn þeirra gengu saman í skóla.
David Beckham lýsir ást sinni á Íslandi

Tengdar fréttir

Beckham ánægður með íslenskan aðdáendaklúbb Alberts Morgan
Guðmundur Óskar tónlistarmaður og Sigríður Thorlacius léku nokkur lög fyrir Beckham hjónin ofan í Þríhnjúkagíg í hádeginu í dag.

David Beckham og Björgólfur í dúndurformi á ströndinni
Kaupsýslumaðurinn Björgólfur Thor og Bretinn David Beckham eru mjög góðir vinir og hafa fjölskyldur þeirra verið saman í fríi í Bandaríkjunum undanfarna daga

Beckham renndi fyrir lax og landaði einum slíkum
Útlit er fyrir að fyrrverandi landsliðsfyrirliði enska landsliðsins, David Beckham, hafi landað laxi í veiði hér á landi.

David Beckham í Þríhnjúkagíg
Bassaleikari Hjaltalín deildi Facebook mynd af sér og fótboltagoðinu rétt í þessu.