Fyrir og eftir: Bjó til draumaíbúð í Árbænum BYKO kynnir 29. júní 2018 16:00 Það gekk á ýmsu í framkvæmdunum en niðurstaðan er glæsileg. Davíð Oddgeirsson hefur síðustu mánuði tekið íbúð sína í Árbænum í gegn í samstarfi við BYKO. Davíð er búinn að mynda allt ferlið og gaf út þættina Draumaíbúð Davíðs á samfélagsmiðlum BYKO sem hafa fengið gríðarlega góðar viðtökur. „Mig langaði í áskorun og að prufa eitthvað nýtt. Ég talaði við BYKO og þeim leist strax vel á hugmyndina og tóku slaginn með mér. Þættirnir sýna frá öllu ferlinu, frá því íbúðin var fokheld þar til hún var fullkláruð,“ segir Davíð en einnig komu Lagnalaginn ehf., Fannar Már, Snúran og Gluggasmiðjan að verkefninu. „Þetta eru allt fyrirtæki sem ég vildi vinna með og blessunarlega höfðu þau líka trú á verkefninu og tóku slaginn með mér.“ Hér fyrir neðan lýsir Davíð þáttunum en nánari upplýsingar er að finna á byko.is/draumaibudin. „Við byrjuðum á því að gera íbúðina fokhelda í nóvember ef ég man rétt. Það var allt tekið út, ekki ein flís eftir. Í framhaldi af því var skipt um ofna og svo málað.“„Síðan byrjuðum við á baðherberginu. Það var mesta breytingin sem lagt var í. Nýjar lagnir fyrir vatn lagðar, allt innbyggt. Sömuleiðis var búinn til handkæðaofn sem er innbyggður. Mér skilst að það hafi ekki verið gert áður.“„Ég hannaði minn eigin lit með BYKO og setti hann á tvo veggi í íbúðinni. Það var rosalega skemmtilegt að fá tækifæri til að hanna sinn eigin lit og að hafa hann uppá vegg hjá sér. Næst lögðum við parket og gólflista og settum upp skápa bæði í anddyrinu og í svefnherbergjunum tveimur.“„Við þurftum mikið að spá í baðinu. Allt þurfti að smíðast í kringum þvottavél sem ég vildi koma inn en þar sem þetta er ekki stórt bað þurfti að hugsa allt vel út í byrjun ferlisins. Ég er svo með sérsmíðað sturtugler frá Gluggasmiðjunin sem var fræst ofan í flísarnar og fest upp í falskt loft.“„Næst kom eldhúsinnréttingin mín að utan. Við völdum JKE Design eldhús í gegnum BYKO. Innréttingin kom samsett og því var það nokkuð fljótlegt ferli að setja hana upp.“„Þá hentum við upp borðplötu og eldhústækjum. Settum síðan upp hurðir. Það reyndist vera svolítið bras því það þurfti að minnka eina hurðina um tíu sentímetra til að allt gengi upp.“„Loks var komið að því að mubla upp og setja sína hluti þarna inn í bland við nýja. Ég fór í Snúruna, sem kom inn sem samstarfsaðili í þetta verkefni. Við fórum með þeim í gegnum íbúðina mína, hvernig hún væri uppbyggð og hvað gæti hentað þarna inn. Í búðinni hjá þeim fann ég húsgögn og skraut í stílnum sem ég var að leita eftir sem myndi sóma sér vel í íbúðinni. Mig langaði að hafa þetta minimalískt og stílhreint.“Þessi umfjöllun um draumaíbúð Davíðs er unnin í samstarfi við BYKO. Hús og heimili Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Icewear styrkir Þjóðhátíð Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Flottasti garður landsins er á Selfossi Myndaveisla: Bylgjulestin lokaði sumrinu í Vaglaskógi Íslendingar geta verið sóðar Vertu hress um verslunarmannahelgina með After Party! Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Bylgjulestin mætti á Götubitahátíðina - Ilmandi myndaveisla Strumpaður dagur á forsýningu á Strumpum Bylgjulestin og dásamlegur götubiti í Hljómskálagarðinum Kjóstu flottasta garð ársins 2025! „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Góð ráð fyrir garðinn í sumar „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Bylgjulestin mætir á Kótelettuna Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Sjá meira
Davíð Oddgeirsson hefur síðustu mánuði tekið íbúð sína í Árbænum í gegn í samstarfi við BYKO. Davíð er búinn að mynda allt ferlið og gaf út þættina Draumaíbúð Davíðs á samfélagsmiðlum BYKO sem hafa fengið gríðarlega góðar viðtökur. „Mig langaði í áskorun og að prufa eitthvað nýtt. Ég talaði við BYKO og þeim leist strax vel á hugmyndina og tóku slaginn með mér. Þættirnir sýna frá öllu ferlinu, frá því íbúðin var fokheld þar til hún var fullkláruð,“ segir Davíð en einnig komu Lagnalaginn ehf., Fannar Már, Snúran og Gluggasmiðjan að verkefninu. „Þetta eru allt fyrirtæki sem ég vildi vinna með og blessunarlega höfðu þau líka trú á verkefninu og tóku slaginn með mér.“ Hér fyrir neðan lýsir Davíð þáttunum en nánari upplýsingar er að finna á byko.is/draumaibudin. „Við byrjuðum á því að gera íbúðina fokhelda í nóvember ef ég man rétt. Það var allt tekið út, ekki ein flís eftir. Í framhaldi af því var skipt um ofna og svo málað.“„Síðan byrjuðum við á baðherberginu. Það var mesta breytingin sem lagt var í. Nýjar lagnir fyrir vatn lagðar, allt innbyggt. Sömuleiðis var búinn til handkæðaofn sem er innbyggður. Mér skilst að það hafi ekki verið gert áður.“„Ég hannaði minn eigin lit með BYKO og setti hann á tvo veggi í íbúðinni. Það var rosalega skemmtilegt að fá tækifæri til að hanna sinn eigin lit og að hafa hann uppá vegg hjá sér. Næst lögðum við parket og gólflista og settum upp skápa bæði í anddyrinu og í svefnherbergjunum tveimur.“„Við þurftum mikið að spá í baðinu. Allt þurfti að smíðast í kringum þvottavél sem ég vildi koma inn en þar sem þetta er ekki stórt bað þurfti að hugsa allt vel út í byrjun ferlisins. Ég er svo með sérsmíðað sturtugler frá Gluggasmiðjunin sem var fræst ofan í flísarnar og fest upp í falskt loft.“„Næst kom eldhúsinnréttingin mín að utan. Við völdum JKE Design eldhús í gegnum BYKO. Innréttingin kom samsett og því var það nokkuð fljótlegt ferli að setja hana upp.“„Þá hentum við upp borðplötu og eldhústækjum. Settum síðan upp hurðir. Það reyndist vera svolítið bras því það þurfti að minnka eina hurðina um tíu sentímetra til að allt gengi upp.“„Loks var komið að því að mubla upp og setja sína hluti þarna inn í bland við nýja. Ég fór í Snúruna, sem kom inn sem samstarfsaðili í þetta verkefni. Við fórum með þeim í gegnum íbúðina mína, hvernig hún væri uppbyggð og hvað gæti hentað þarna inn. Í búðinni hjá þeim fann ég húsgögn og skraut í stílnum sem ég var að leita eftir sem myndi sóma sér vel í íbúðinni. Mig langaði að hafa þetta minimalískt og stílhreint.“Þessi umfjöllun um draumaíbúð Davíðs er unnin í samstarfi við BYKO.
Hús og heimili Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Icewear styrkir Þjóðhátíð Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Flottasti garður landsins er á Selfossi Myndaveisla: Bylgjulestin lokaði sumrinu í Vaglaskógi Íslendingar geta verið sóðar Vertu hress um verslunarmannahelgina með After Party! Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Bylgjulestin mætti á Götubitahátíðina - Ilmandi myndaveisla Strumpaður dagur á forsýningu á Strumpum Bylgjulestin og dásamlegur götubiti í Hljómskálagarðinum Kjóstu flottasta garð ársins 2025! „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Góð ráð fyrir garðinn í sumar „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Bylgjulestin mætir á Kótelettuna Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Sjá meira