Efnhagsráðgjafi Trump fékk hjartaáfall Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júní 2018 05:46 Larry Kudlow hefur staðið í ströngu að undanförnu. Vísir/Getty Helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta í efnahagsmálum, Larry Kudlow, er sagður hafa fengið „vægt hjartaáfall“ á dögunum. Að sögn talsmanns Hvíta hússins er ekki gert ráð fyrir öðru en að Kudlow nái sér að fullu og mæti aftur til vinnu að endurhæfingunni lokinni.Donald Trump greindi fyrst frá heilsufari Kudlow á Twitter, skömmu fyrir fund sinn með einræðisherra Norður-Kóreu. Kudlow hefur haft í nógu að snúast síðustu vikur. Hann var til að mynda hægri hönd Trump á fundi G7-ríkjanna sem fram fór í Kanada á dögunum. Fundinum lauk með ósætti Bandaríkjanna og hinna ríkjanna sex og hótunum um umfangsmikið tollastríð. „Larry er þessa stundina við hestaheilsu á hersjúkrahúsinu Walter Reed og læknarnir segja okkur að hann muni nái sér að fullu innan skamms,“ er haft eftir Söruh Huckabee Sanders, talsmanni Hvíta hússins, á vef breska ríkisútvarpsins. Kudlow gekk til liðs við Hvíta húsið fyrr á þessu ári og segja greinendur að stefna hans og forsetans í efnahagsmálum sé sambærileg. Ef eitthvað er þá sé Kudlow harðari í afstöðu sinni en forsetinn. Eftir G7-fundinn steig Kuldow fram og varði tollana sem Bandaríkjastjórn hefur boðað með kjafti og klóm. Það ætti ekki að kenna yfirmanni hans um spennuna sem nú sé ríkjandi milli G7-þjóðanna. Þá bætti hann um betur og sagði að sendinefnd Bandaríkjanna hafði farið á fundinn í góðri trú en að forsætisráðherra Kanada hafi „stungið hana í bakið.“ Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37 Evrópa og Kanada verða að taka af skarið um stefnu heimsins Stjórnmálafræðingur og fyrrverandi ráðherra leggja mat á stöðu vestrænnar samvinnu eftir spennuþrunginn G7-fund um helgina. 11. júní 2018 13:45 Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. 8. júní 2018 19:30 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta í efnahagsmálum, Larry Kudlow, er sagður hafa fengið „vægt hjartaáfall“ á dögunum. Að sögn talsmanns Hvíta hússins er ekki gert ráð fyrir öðru en að Kudlow nái sér að fullu og mæti aftur til vinnu að endurhæfingunni lokinni.Donald Trump greindi fyrst frá heilsufari Kudlow á Twitter, skömmu fyrir fund sinn með einræðisherra Norður-Kóreu. Kudlow hefur haft í nógu að snúast síðustu vikur. Hann var til að mynda hægri hönd Trump á fundi G7-ríkjanna sem fram fór í Kanada á dögunum. Fundinum lauk með ósætti Bandaríkjanna og hinna ríkjanna sex og hótunum um umfangsmikið tollastríð. „Larry er þessa stundina við hestaheilsu á hersjúkrahúsinu Walter Reed og læknarnir segja okkur að hann muni nái sér að fullu innan skamms,“ er haft eftir Söruh Huckabee Sanders, talsmanni Hvíta hússins, á vef breska ríkisútvarpsins. Kudlow gekk til liðs við Hvíta húsið fyrr á þessu ári og segja greinendur að stefna hans og forsetans í efnahagsmálum sé sambærileg. Ef eitthvað er þá sé Kudlow harðari í afstöðu sinni en forsetinn. Eftir G7-fundinn steig Kuldow fram og varði tollana sem Bandaríkjastjórn hefur boðað með kjafti og klóm. Það ætti ekki að kenna yfirmanni hans um spennuna sem nú sé ríkjandi milli G7-þjóðanna. Þá bætti hann um betur og sagði að sendinefnd Bandaríkjanna hafði farið á fundinn í góðri trú en að forsætisráðherra Kanada hafi „stungið hana í bakið.“
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37 Evrópa og Kanada verða að taka af skarið um stefnu heimsins Stjórnmálafræðingur og fyrrverandi ráðherra leggja mat á stöðu vestrænnar samvinnu eftir spennuþrunginn G7-fund um helgina. 11. júní 2018 13:45 Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. 8. júní 2018 19:30 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37
Evrópa og Kanada verða að taka af skarið um stefnu heimsins Stjórnmálafræðingur og fyrrverandi ráðherra leggja mat á stöðu vestrænnar samvinnu eftir spennuþrunginn G7-fund um helgina. 11. júní 2018 13:45
Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. 8. júní 2018 19:30