Efnhagsráðgjafi Trump fékk hjartaáfall Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júní 2018 05:46 Larry Kudlow hefur staðið í ströngu að undanförnu. Vísir/Getty Helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta í efnahagsmálum, Larry Kudlow, er sagður hafa fengið „vægt hjartaáfall“ á dögunum. Að sögn talsmanns Hvíta hússins er ekki gert ráð fyrir öðru en að Kudlow nái sér að fullu og mæti aftur til vinnu að endurhæfingunni lokinni.Donald Trump greindi fyrst frá heilsufari Kudlow á Twitter, skömmu fyrir fund sinn með einræðisherra Norður-Kóreu. Kudlow hefur haft í nógu að snúast síðustu vikur. Hann var til að mynda hægri hönd Trump á fundi G7-ríkjanna sem fram fór í Kanada á dögunum. Fundinum lauk með ósætti Bandaríkjanna og hinna ríkjanna sex og hótunum um umfangsmikið tollastríð. „Larry er þessa stundina við hestaheilsu á hersjúkrahúsinu Walter Reed og læknarnir segja okkur að hann muni nái sér að fullu innan skamms,“ er haft eftir Söruh Huckabee Sanders, talsmanni Hvíta hússins, á vef breska ríkisútvarpsins. Kudlow gekk til liðs við Hvíta húsið fyrr á þessu ári og segja greinendur að stefna hans og forsetans í efnahagsmálum sé sambærileg. Ef eitthvað er þá sé Kudlow harðari í afstöðu sinni en forsetinn. Eftir G7-fundinn steig Kuldow fram og varði tollana sem Bandaríkjastjórn hefur boðað með kjafti og klóm. Það ætti ekki að kenna yfirmanni hans um spennuna sem nú sé ríkjandi milli G7-þjóðanna. Þá bætti hann um betur og sagði að sendinefnd Bandaríkjanna hafði farið á fundinn í góðri trú en að forsætisráðherra Kanada hafi „stungið hana í bakið.“ Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37 Evrópa og Kanada verða að taka af skarið um stefnu heimsins Stjórnmálafræðingur og fyrrverandi ráðherra leggja mat á stöðu vestrænnar samvinnu eftir spennuþrunginn G7-fund um helgina. 11. júní 2018 13:45 Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. 8. júní 2018 19:30 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta í efnahagsmálum, Larry Kudlow, er sagður hafa fengið „vægt hjartaáfall“ á dögunum. Að sögn talsmanns Hvíta hússins er ekki gert ráð fyrir öðru en að Kudlow nái sér að fullu og mæti aftur til vinnu að endurhæfingunni lokinni.Donald Trump greindi fyrst frá heilsufari Kudlow á Twitter, skömmu fyrir fund sinn með einræðisherra Norður-Kóreu. Kudlow hefur haft í nógu að snúast síðustu vikur. Hann var til að mynda hægri hönd Trump á fundi G7-ríkjanna sem fram fór í Kanada á dögunum. Fundinum lauk með ósætti Bandaríkjanna og hinna ríkjanna sex og hótunum um umfangsmikið tollastríð. „Larry er þessa stundina við hestaheilsu á hersjúkrahúsinu Walter Reed og læknarnir segja okkur að hann muni nái sér að fullu innan skamms,“ er haft eftir Söruh Huckabee Sanders, talsmanni Hvíta hússins, á vef breska ríkisútvarpsins. Kudlow gekk til liðs við Hvíta húsið fyrr á þessu ári og segja greinendur að stefna hans og forsetans í efnahagsmálum sé sambærileg. Ef eitthvað er þá sé Kudlow harðari í afstöðu sinni en forsetinn. Eftir G7-fundinn steig Kuldow fram og varði tollana sem Bandaríkjastjórn hefur boðað með kjafti og klóm. Það ætti ekki að kenna yfirmanni hans um spennuna sem nú sé ríkjandi milli G7-þjóðanna. Þá bætti hann um betur og sagði að sendinefnd Bandaríkjanna hafði farið á fundinn í góðri trú en að forsætisráðherra Kanada hafi „stungið hana í bakið.“
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37 Evrópa og Kanada verða að taka af skarið um stefnu heimsins Stjórnmálafræðingur og fyrrverandi ráðherra leggja mat á stöðu vestrænnar samvinnu eftir spennuþrunginn G7-fund um helgina. 11. júní 2018 13:45 Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. 8. júní 2018 19:30 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37
Evrópa og Kanada verða að taka af skarið um stefnu heimsins Stjórnmálafræðingur og fyrrverandi ráðherra leggja mat á stöðu vestrænnar samvinnu eftir spennuþrunginn G7-fund um helgina. 11. júní 2018 13:45
Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. 8. júní 2018 19:30