Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í hinu svokallaða Icelandair-air máli þar sem yfirmaður hjá Icelandair er grunaður um brot á lögum verðbréfaviðskipti. Hann og þrír aðrir menn eru grunaðir um að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair Group.
Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssasóknari, í samtali við Vísi. Ekki var unnt að fá upplýsingar um efni ákærunnar, né hversu margir hafa verið ákærðir í málinu.
Greint var frá málinu í Fréttablaðinu síðastliðið sumar en yfirmaðurinn var sendur í leyfi vegna hinna meintu brota.
Mennirnir eru sem fyrr segir grunaðir um að hafa í nokkur skipti nýtt sér innherjaupplýsingar til þess að gera svonefnda framvirka samninga með hlutabréf í Icelandair Group, örfáum dögum áður en félagið sendi frá sér svarta afkomutilkynningu sem varð til þess að verð hlutabréfa í félaginu tók mikla dýfu.
Mennirnir samningana við innlendar fjármálastofnanir, þar á meðal Landsbankann, en ljóst þykir að þær hafi tapað háum fjárhæðum á samningunum.Fólust viðskiptin í því að mennirnir skuldbundu sig til að ýmist kaupa eða selja hlutabréf í Icelandair Group á fyrirfram ákveðnu verði á fyrirfram ákveðnum tíma
Hinn grunaði yfirmaður var í slagtogi með að minnsta kosti þremur mönnum, en einn þeirra hlaut nýlega fangelsisdóm í Hæstarétti fyrir peningaþvætti, fíkniefnabrot og rekstur á spilavíti.
Héraðssaksóknari kyrrsetti tugi milljóna við rannsókn málsins sem lauk í janúar. Mennirnir eru taldir hafa hagnast um tæpar 48 milljónir á viðskiptunum.
