Styttum vakta-vinnuvikuna Elín Björg Jónsdóttir skrifar 13. júní 2018 07:00 Stytting vinnuvikunnar úr 40 stundum í 36 hefur verið ein meginkrafa BSRB um langt skeið. Við finnum nú fyrir verulega auknum áhuga í samfélaginu og sífellt fleiri eru að átta sig á mikilvægi þess að launafólk hafi meiri tíma til að sinna fjölskyldu og vinum eftir að vinnudeginum lýkur. Hingað til hefur umræðan átt það til að afmarkast við vinnustaði þar sem unnið er í dagvinnu. Við höfum oft heyrt það viðkvæði að ómögulegt sé að stytta vinnuvikuna á vaktavinnustöðum án þess að kostnaður sem af því hljótist verði greiddur. Ríkið og BSRB hafa staðið fyrir tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar með fjórum vinnustöðum. Á einum þeirra, hjá Lögreglustjóranum á Vestfjörðum, er unnin vaktavinna. Tilraunaverkefnið átti að standa í eitt ár en var nýlega framlengt um eitt ár til viðbótar í ljósi þess hversu jákvæðar niðurstöður komu eftir fyrsta árið og vegna óska þátttakenda. Í verkefni sem BSRB og Reykjavíkurborg standa að tekur nú fjöldi dag- og vaktavinnustaða, þar sem um fjórðungur starfsmanna borgarinnar starfar, þátt í að stytta vinnuvikuna í tilraunaskyni. Enginn þeirra vaktavinnustaða sem taka þátt hafa fengið viðbótarfjármagn vegna tilraunaverkefnisins. Þessi reynsla sýnir að fjöldi vaktavinnustaða getur stytt vinnuvikuna án þess að það þurfi að bæta fjármagni í reksturinn. Verkefnin eru þó ólík og því getur þurft að mæta kostnaði að hluta hjá öðrum. Velferðarráðuneytið auglýsir þessa dagana eftir umsóknum frá vaktavinnustöðum hjá ríkinu sem hafa áhuga á að taka þátt í tilraunaverkefni BSRB og ríkisins um styttingu vinnutíma. Sá vinnustaður sem verður fyrir valinu verður þá sá fimmti í yfirstandandi tilraun fram að sumri 2019. Allir vaktavinnustaðir eru hvattir til að sækja um en þátttakan getur afmarkast við deild eða svið innan vinnustaðarins. BSRB hvetur sérstaklega stjórnendur á vinnustöðum sem hafa talið styttingu vinnuvikunnar ómögulega vegna kostnaðar til að taka málið til skoðunar.Höfundur er formaður BSRB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Elín Björg Jónsdóttir Kjaramál Mest lesið Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar úr 40 stundum í 36 hefur verið ein meginkrafa BSRB um langt skeið. Við finnum nú fyrir verulega auknum áhuga í samfélaginu og sífellt fleiri eru að átta sig á mikilvægi þess að launafólk hafi meiri tíma til að sinna fjölskyldu og vinum eftir að vinnudeginum lýkur. Hingað til hefur umræðan átt það til að afmarkast við vinnustaði þar sem unnið er í dagvinnu. Við höfum oft heyrt það viðkvæði að ómögulegt sé að stytta vinnuvikuna á vaktavinnustöðum án þess að kostnaður sem af því hljótist verði greiddur. Ríkið og BSRB hafa staðið fyrir tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar með fjórum vinnustöðum. Á einum þeirra, hjá Lögreglustjóranum á Vestfjörðum, er unnin vaktavinna. Tilraunaverkefnið átti að standa í eitt ár en var nýlega framlengt um eitt ár til viðbótar í ljósi þess hversu jákvæðar niðurstöður komu eftir fyrsta árið og vegna óska þátttakenda. Í verkefni sem BSRB og Reykjavíkurborg standa að tekur nú fjöldi dag- og vaktavinnustaða, þar sem um fjórðungur starfsmanna borgarinnar starfar, þátt í að stytta vinnuvikuna í tilraunaskyni. Enginn þeirra vaktavinnustaða sem taka þátt hafa fengið viðbótarfjármagn vegna tilraunaverkefnisins. Þessi reynsla sýnir að fjöldi vaktavinnustaða getur stytt vinnuvikuna án þess að það þurfi að bæta fjármagni í reksturinn. Verkefnin eru þó ólík og því getur þurft að mæta kostnaði að hluta hjá öðrum. Velferðarráðuneytið auglýsir þessa dagana eftir umsóknum frá vaktavinnustöðum hjá ríkinu sem hafa áhuga á að taka þátt í tilraunaverkefni BSRB og ríkisins um styttingu vinnutíma. Sá vinnustaður sem verður fyrir valinu verður þá sá fimmti í yfirstandandi tilraun fram að sumri 2019. Allir vaktavinnustaðir eru hvattir til að sækja um en þátttakan getur afmarkast við deild eða svið innan vinnustaðarins. BSRB hvetur sérstaklega stjórnendur á vinnustöðum sem hafa talið styttingu vinnuvikunnar ómögulega vegna kostnaðar til að taka málið til skoðunar.Höfundur er formaður BSRB
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun